Færsluflokkur: Bloggar
11.11.2009 | 17:06
Algjör fálki !
Tók þessa mynd um helgina á brúnni yfir Kolgrafarfjörð á leið frá Stykkishólmi til Grundarfjarðar. Þarna er á ferðinni Grænlandsfálki og sat hann í mestu makindum og sólaði sig, á meðan ég labbaði svo til aveg að honum með myndavélina.
Flottur fálki......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2009 | 21:15
Nýja Ísland var bara kjaftæði.
Er þetta ekki lýsandi dæmi um að allur fagurgalinn fyrir kosningar um ný vinnubrögð hjá vinstri mönnum, kæmust þeir til valda var bara rugl. Þetta eru vinnubrögðin sem Steingrímur hafði allt á hornum sér yfir á meðan hann var í stjórnarandstöðu. En auðvitað mun ekkert breytast nema til hins verra. Hver dagur sem líður með þessa tvo flokka við völd hefur í för með sér gríðarlegan skaða fyrir þjóðina. Sem betur fer er fólki nú þegar að verða þetta ljóst.
Ný framlagt fjárlagafrumvarp er mjög gott dæmi um hvernig vinnubrögð eru viðhöfð hjá ríkisstjórninni. Þar er hent fram illa ígrunduðum tillögum sem ekki hafa verið ræddar svo heitið geti. Ekki einu sinni allir ráðherrarnir höfðu vitneskju um sumar skattahækkanir sem fara átti í.
Eru þetta nýju vinnubrögðin......
Tugir ráðnir án auglýsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2009 | 17:21
Flott hjá þeim að hafa skoðun og koma henni á framfæri.
Þetta er rétta leiðin hjá krökkunum í Hafnarfirði að koma óánægju sinni inn til bæjarstjórnar. Nú veit ég ekki hvernig ferlið hefur verið í kynningu á þessum niðurskurði til félagsmiðstöðvanna í Hafnarfirði, hvort þetta var kynnt fyrir krökkunum. Það vill nefnilega stundum gleymast að krakkar eru líka fólk og eiga að fá að hafa sitt að segja í málum sem þessum.
Síðan er hin hliðin sú að niðurskurður og hagræðing bitnar alltaf á einhverjum. Þeir sem þær ákvarðanir taka eru oft ekki sáttir við að þurfa að skera niður, sérstaklega þegar kemur að þjónustu við börn og aldraða. En einhver verður að taka ákvarðanir á endanum óvinsælar jafnt sem vinsælar.
Niðurskurður er aldrei vinsæll......
Unglingar ræða við bæjarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2009 | 16:04
Að segja sig á sveitina.
Í gamla daga þótti það mikil skömm að segja sig á sveitina. Fólk gerði ansi margt áður en til þess þyrfti að koma. Enn í dag gerir það varla nokkur nema í algjöri neyð. En Össur og Samfylkingin eiga þá ósk heitasta að segja sig á sveitina Evrópu. Við fáum þennan kostnað til baka í formi styrkja frá ESB segir Össur um þann kostnað sem fellur á Ísland vegna umsóknar.
Hann aftur á móti minnist ekki á hversu dýrt það verður að gefa eftir fiskimiðin og landbúnaðinn. Er ekki bara málið að nota þessa peninga sem umsóknin kostar í eitthvað betra hér heima, og þeir geta bara átt sýnar ölmusur fyrir sig.
65% vill EKKI í ESB.....
Icesave skemmir Evrópuumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2009 | 11:48
Reynir illa fyrir kallaður.
Þessi frétt er á dv.is í morgun. Eitthvað er Reynir Traustason illa fyrir kallaður og utan við sig því ekki aðeins setur hann mynd af Þorsteini Jóhannessyni Yfirlækni á Ísafirði með fréttinni, heldur er hún full af villum. Í fréttinni er ekki minnst á Þorstein einu orði. Ég er þó viss um að betri maður en Þorsteinn í þessa blessuðu nefnd yrði vandfundinn. Held að menn á DV sem vilja láta taka sig alvarlega andi með nefinu áður en þeir henda inn fréttum eins og þessari. Allavega lesi hana yfir eins og einu sinni.
Aðalsamninganefnd utanríkisráðherra vegna Evrópusambandisins státar af mörgum innmúruðum Sjálfstæðismönnum. Auk Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns er þar að finna Kolbein Árnason, sem er sonur Árna kolbeinssonar, hæstaréttarlögmanns og spilafélaga Davíðs Oddssonar. Þá er Ragnhildur Helgadóttir í nefndinni en hún er barnabarn samnefnds ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Loks má nefna bændahöfðingjann fyrrverandi, Sigurgeir Þorgeirsson sem var á símum tíma aðstoðarmaður Halldórs Blöndal ráðherra. Sigurbjörn er nú um stundir ráðuneytisstjóri Jóns Bjarnasonar, ráðherra og ESB-andstæðings. Það eykur óneitanlega líkurnar á því að viðræður við ESB gangi liðugt að tefla fram slíkri breiðfylkingu Sjálfstæðismanna.
Kapp er best með forsjá......
Samninganefnd vegna ESB skipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 18:19
Að láta taka sig í bakaríinu.
Góður og orðheppinn drengur sagði þetta í útvarpsviðtali fyrir nokkrum árum. Okkur hér líkar illa að láta taka okkur í bakaríinu. Það er nákvæmlega það sem þessi blessaði sjóður er að gera við Ísland. Þið samþykkið að borga Icesave og við tökum þetta til endurskoðunar. Um leið og Jóhanna og Steingrímur Joð kokgleyptu Icesave reikningana þá vorum við teknir úr geymsluskúffunni.
En þrátt fyrir það að þetta hafi verið ljóst fyrir löngu og stjórnarandstaðan hafi bent á þetta í allt sumar, þá sagði stjórnarparið að engin tengsl væru á milli þessara mála. Hversu miklir grænjaxlar geta okkar reyndustu stjórnmálamenn verið. Er þetta fólkið sem mun leiða okkur út úr vandanum. Ég stór efa það.
Barin til hlýðni.....
Fundi AGS um Ísland lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2009 | 21:38
Algert skilningsleysi yfirvalda.
Alltaf skulu það verða fyrstu viðbrögð hjá kerfisfólkinu í Reykjavík að skera niður á landsbyggðinni. Það er með hreinum ólíkindum hvað skilningsleysi þessa fólks er algert þegar kemur að stofnunum á landsbyggðinni. Mörg þau störf sem þó hefur tekist að koma út á land úr 101 hafa kostað mikla vinnu sveitarstjórnarfólks og annarra heimamanna.
Það er því fullkomlega skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur. Hér í Ísafjarðarbæ lítur út fyrir að allnokkur störf sem komið hafa vestur á undanförnum árum séu í hættu. Til að ná þeim störfum var unnin mikil undirbúningsvinna m.a. með svokallaðri vestfjarðaskýrslu sem var unnin til eflingar atvinnulífi á Vestfjörðum. Einnig hafa fjórðungssambandið og Atvest unnið mikla og góða vinnu til að ná hingað störfum.
Hér hafa verið í umræðunni breytingar á sýslumannsembættinu á Ísafirði. Talað er um að breyta skattstjóraembættinu, leggja niður fjögur störf við skjalaflokkun sem er nýlega komin vestur og svo mætti telja áfram.
Það er mjög mikilvægt að Alþingismenn og sveitarstjórnarfólk standi saman og mótmæli harðlega öllum niðurskurði hjá ríkisstofnunum á landsbyggðinni. Í kvöldfréttum RUV var sagt að engin þingmaður NV-kjördæmisins væri mættur á þennan fund á Sauðárkróki, en þeir komu samt nokkrir eins og kemur fram í athugasemd hér að neðan.
Þetta eru málin sem þingmenn okkar eiga að berjast fyrir, til þess eru þeir kjörnir.
Landsbyggðin vaxi og dafni......
Skerðingu mótmælt í Skagafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.10.2009 kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009 | 06:45
Verður strembið hjá ríkisstjórninni.
En það er til mikils að vinna að halda friðinn við verkalýðshreyfinguna. Verkföll og aðrar væringar á vinnumarkaði er alls ekki það sem okkur vantar núna. En til þess að einhver stöðuleikasáttmáli sé til umræðu þá verður að lækka stýrivextina duglega helst niður í 5-8%. Það virðist alveg skýrt hjá verkalýðshreyfingunni að hún sé ekki til viðræðu um neitt sem eykur álögur á umbjóðendur þeirra.
Stöðuleikasáttmálinn hinn síðari......
Ríkisstjórn með boltann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2009 | 17:23
Takið af ykkur skóna ! Hvað ert að bóna.
Þessi setning kemur upp í hugann þegar maður les fréttir um að Flosi Ólafsson leikari sé látinn eftir bílslys fyrr í vikunni. Ógleymanlegur leikur hans sem húsvörður í félagsheimili úti á landi í Stuðmanna myndinni Með allt á hreinu er það fyrsta sem ég man eftir honum. En alveg síðan hefur Flosi verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þó svo að ekki hafi ég þekkt Flosa persónulega þá er maður samt sorgmæddur við þessar fréttir. Flosi þessi mikli æringi og gleðigjafi hefur í svo langan tíma verið fjölskylduvinur á heimilum landsmanna. Hann hefur með húmor sínum og góðri frásagnargáfu glatt landsmenn í áratugi. Hans verður sárt saknað nú þegar hann er farinn í sína hinstu ferð.
Blessuð sé minning Flosa Ólafssonar.
Já sjáiði það ekki......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2009 | 09:46
Þarna er Samfylkingunni rétt lýst.
Þetta er stefna Samfylkingarinnar í hnotskurn. Það er ekkert sem kemst að nema að gera útaf við útgerðina og atvinnuuppbyggingu. Hvernig hún berst fyrir handónýtri fyrningaleið, og lætur VG traðka á sér í stóriðjumálunum sýnir okkur að þingmönnum samfylkingarinnar er nákvæmlega sama um framtíð atvinnumála Íslendinga.
Árni er ginningarfíflið sem sendur er á foraðið og heldur að fólk trúi öllu sem uppúr honum kemur.
Hrokagikkur.....
Gagnrýna Árna fyrir ASÍ-ræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)