Verður strembið hjá ríkisstjórninni.

En það er til mikils að vinna að halda friðinn við verkalýðshreyfinguna. Verkföll og aðrar væringar á vinnumarkaði er alls ekki það sem okkur vantar núna. En til þess að einhver stöðuleikasáttmáli sé til umræðu þá verður að lækka stýrivextina duglega helst niður í 5-8%. Það virðist alveg skýrt hjá verkalýðshreyfingunni að hún sé ekki til viðræðu um neitt sem eykur álögur á umbjóðendur þeirra.

Stöðuleikasáttmálinn hinn síðari......


mbl.is Ríkisstjórn með boltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Stöðuleika um hvað Golli ??

Níels A. Ársælsson., 26.10.2009 kl. 08:50

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Óbreytt kvótakerfi ?

Níels A. Ársælsson., 26.10.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Til dæmis kvótakerfið Níels. En það þarf líka að koma fram vilji hjá ríkisstjórninni til að vinna að aukningu atvinnutækifæra í landinu. Það er hægt að gera með ýmsum aðferðum. Til dæmis að vera ekki að standa í vegi uppbyggingar á stóriðju í Helguvík og á Bakka. Stýrivextirnir verða að lækka strax.

Einnig er hægt að auka veiðar á þorski og ýsu. Veiða síldina áður en hún drepst úr sýkingu, og vafalaust ýmislegt annað. Með því móti er ríkisstjórnin að koma til móts við verkalýðshreyfinguna um stöðuleika.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.10.2009 kl. 10:22

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er ekki til næg orka fyrir þessi álver.

Framkvæmdir við álver og virkjanir mundu setja hér allt á hliðina ef fjármagn fengist sem er að vísu nánast útilokað.

Stýrivextir verða lækkaðir niður í 5% væntanlega í byrjun nóvember nk.

Síldveiðar á að gefa frjálsar á meðan sýking er enn fyrir hendi.

Kvótakerfið ætti að stokka upp 100% með innköllun alra aflaheimilda og setja á sóknar, svæða og veiðarfærastýringu.

Brottkast og allt svindl mundi hverfa eins og dögg fyrir sólu og gríðarlegum verðmætum upp á miljarðatugi yrði bjargað frá glötun.

Mörg þúsund störf mundu skapast með nýju fiskveiðistjórnunarkerfi sem hægt er að setja í gang nú þegar á einni nóttu.

Níels A. Ársælsson., 26.10.2009 kl. 10:39

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll Golli: Eg hrökk nú bara við núna. Eg er bara sammála þér. Annað hvort ert þú að lagast eða eg eða báðir. Þjóðin er að verða gjaldþrota og það má ekkert gera til þess að auka tekjur til þess að koma okkur á lappirnar. Fiskurinn syndir í torfum hérna fyrir utan, og sjómenn gera allt, sem þeir geta til þess að veiða hann EKKI, en fiskifræðingar segja að hann sé ekki til, og rauð  græni páfagaukurinn í  sjávarráðaneytinu trúir þeim, og segir að það sé betra að svelta heldur en að fara veiða meira heldur en Hafró segir.

Bjarni Kjartansson, 26.10.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband