Nú þurfa allir að koma að málum

Ég hef verið hugsi síðustu daga vegna frétta af slæmri stöðu í Íslensku heilbrigðiskerfi. Nú blasir við að ekki verður meira skorið niður eða hagrætt í þeim málaflokk, og 12-15 milljarða vantar til að leysa uppsafnaðan vanda síðustu ára. nú er ég ekki gamall maður og hef blessunarlega verið við góða heilsu og verð vonandi áfram. En það er svakalegt að heyra sögur þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar á sjúkrahúsum síðustu ár. Öllum ber saman um að alúð starfsfólks og velvilji sé til fyrirmyndar. En sá niðurskurður sem farið hefur verið framá sé bara kominn út fyrir allt velsæmi og farinn að hafa veruleg áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna.

Það sem ég hef helst verið að hugsa um er hvers vegna stjórnvöld fást ekki til að skera niður hin ýmsu gæluverkefni sem taka til sín milljarða á ári. Eitt sem mér dettur í hug er utanríkisþjónustan. Hvaða flottræfilsháttur er það að halda úti sendiráðum á hinum ýmsu stöðum þegar fólk er að deyja á sjúkrahúsum vegna fjárskorts. Heilbrigðisstarfsfólk hópast úr landi vegna þess að laun á Íslandi eru alls ekki sambærileg við önnur lönd. Tækjakostur er úreldur fyrir löngu og svo mætti lengi telja.

Það sem þarf að gerast strax er þjóðarátak um að rétta heilbrigðiskerfið við hið snarasta. Það verður að hafa forgang á gæluverkefnin þar til stofnanir eru komnar fyrir vind. Við höfum ekki efni á að fólk deyji á sjúkrahúsum vegna peningaleysis á meðan  peningunum er dælt í óþarfa.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband