Færsluflokkur: Bloggar

Ögmundur snuprar ríkisstjórnina.

Ögmundur var samkvæmur sjálfum sér í dag þegar hann greiddi atkvæði gegn Icesave á Alþingi. Það sem mér fannst hins vegar áhugavert var þegar hann lýsti vinnubrögðum Jóhönnu og Steingríms í þessu máli. Sagðist hann mótmæla niðurstöðunni og því hvernig hún væri fengin.  Það mátti líka sjá í atkvæðagreiðslunni í dag að þeir sem hafa verið erfiðir í taumi, eins og Guðfríður Lilja og Atli Gísla kusu heldur að vera í fríi en að standa á sínu.

Þá sagðist Ögmundur alla tíð hafa verið ósáttur við að ríkisstjórnin tengdi líf sitt við tiltekna niðurstöðu í Icesave samningnum. Enn ósáttari hafi hann verið við vinnubrögðin, sem honum þætti of lík aðkomu fyrri ríkisstjórna en hann gæti sætt sig við. Þar með tekur hann undir með þeim sem segja að núverandi ríkisstjórn hafi engu breytt, þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar.

Ísbjörg er verri en ljón......

 


mbl.is Ögmundur sagði nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti tími dagsins.

Afi heitinn vildi meina það að tíminn á milli sex og tíu á morgnana væri besti tími dagsins. Þetta næturgauf á Alþingi er ekki að skila neinu. Held að það vær nær hjá þingforseta að hætta á kristilegum tíma, og láta fólk svo mæta á vinnutíma á morgnanna en ekki um miðjan dag.

Stjórnlaust Alþingi......


mbl.is Fundað fram eftir nóttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnvana, máttvana.

Sungu Stuðmenn og það kom upp í huga mér við að hlusta á harmsöng fjármálaráðherra á Alþingi í morgun. Að heyra söng ráðþrota manns sem er búinn að láta beygja sig alveg ofan í svaðið af Bretum og Hollendingum, var sérdeilis upplífgandi með hádegisverðinum. Hann skilur bara ekkert í því að þingmenn skuli vilja fá allar þær upplýsingar um málið sem þeir eiga lögbundinn rétt til. Sumt er bara ekki við hæfi að ræða í sölum Alþingis. Hvar í ósköpunum á þá að ræða þá Steingrímur, í reykfylltum bakherbergjum ?

Maðurinn er greinilega alveg búinn að gleyma öllum ræðunum um þrískiptingu valds sem fluttar hafa verið í stjórnarandstöðutíð hans. Nú ætlar hann með valdi að koma hvaða bulli sem er óræddu í gegn um þingið. Skítt með það hvort það kemur þjóðinni vel eða illa.

Skaðræðisríkisstjórn....


mbl.is Hagstæðustu kjör sem fást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðrétt.

 Veðrið hér er ekki upp á marga fiska, hér slær í 20 m/s og kyngir niður snjónum. Þetta eru ekki beint kjör aðstæður til þess að vera berhentur við saumaskap í alla nótt og væri ég alveg til í að skipta við vinstri-rauða, kaffihúsaliðið, sem vill rífa af okkur sjómannaafsláttinn. Ef trefla-liðið og jakkafata-hyskið á þinginu væri sett á bryggjuna, berhent, og ósofið og látið standa þar við saumaskap í alla nótt. Þá kæmi annað hljóð í strokkinn hjá þessu handsnyrta liði sem duglegt er við að heimta dagpeninga ef það fer norður fyrir Elliðarár.

Þorbjörn Víglundsson háseti á Júpiter ÞH á bloggi sínu www.tobbivilla.123.is

Álit sjómanns á ráðamönnum þjóðarinnar.....


Látið skeika að sköpuðu.

Ráðherra ætti að fara varlega í að rugga þessum bát. Það er ekki það sem vantar núna að fá íslenska sjómenn upp á móti sér. Í 55 ár hafa þeir fengið þennan auka persónuafslátt, aðallega vegna þess að þeir eiga ekki sama möguleika á að nýta það sem skattarnir okkar fara í. Nægir þar að nefna heilbrigðisþjónustu, vegakerfið og ýmsa menningastarfsemi sem borguð er af skattgreiðendum.

Þó að hægt sé að segja að sjómannstarfið sé mikið breytt, þá hefur ekkert breyst um það að þeir eru mikið að heiman frá sinni fjölskyldu. Þeir hafa ekki möguleika til að nýta sér það sem upp er talið að ofan. Þess vegna á ráðherrann að láta þetta vera og líta sér nær í niðurskurðinum.

Sjómenn standið þétt saman......


mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlegið um alla Evrópu.

13245Það er ég viss um að helstu ráðamenn Breta og Hollendinga sitja hlægjandi yfir viský glasi yfir flugfreyjunni og jarðfræðingnum á litla Íslandi, sem halda að einhver sé að hlusta á þau. Sendum bara lettersbréf til þeirra og segjum þeim til syndanna segir Jóga við Denna. Svarið er nú komið tæpum þrem mánuðum síðar og viti menn, Gordon gamli er búinn að hugsa um litla Ísland allan tímann síðan hann fékk bréfið góða.

En hann var ekki að hugsa um okkur af góðmennsku. Nei við skulum fá að borga hverja krónu sama hvað kemur upp síðar í Icesave ferlinu. Hann lítur nefnilega svo á að samningurinn sé bindandi fyrir íslendinga. Eftir lestur á þessu  bréfi frá Gordoni Brúna verður gaman að sjá hvað þeir íslensku alþingismenn sem sagt hafa samkomulagið ásættanlegt munu gera.

Að vísu er Jóga búin að senda annað bréf. Vonandi að svar berist með vorskipinu.

Bindandi samningur skal það vera........


mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver man ekki eftir Rauða hernum.

Er þetta ekki sami Guðmundur Franklín og kom að rekstri fyrirtækja hér fyrir vestan og voru kölluð Rauði herinn. Rauðsíða á Þingeyri og Rauðfeldur á Bíldudal ef ég man rétt. Hvorki var nú rekstur þeirra né endalok til fyrirmyndar, og margir sem töpuðu peningum á því ævintýri.

Þess vegna spyr maður sig hvort nefndur Guðmundur Franklín hafi lært meira um rekstur fyrirtækja síðustu tíu árin. Held að okkur vanti ekki fleiri ævintýramenn til að reka fyrirtækin okkar.

Trausta aðila til að reka Haga takk fyrir.....

 


mbl.is Ræða við Arion banka um Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum góðverk fyrir jólin.

Hvernig væri nú að koma og hvetja okkar menn til dáða í leiknum og styrkja um leið kirkjuna fyrir jólin. Það er dapurleg staðreynd að síðasta árið hafa aldrei fleiri leitað ásjár hjá kirkjunni á Íslandi vegna fátæktar. Nú er tækifæri fyrir okkur öll að láta eitthvað renna til góðs málefnis fyrir jólin.

Við getum öll séð af smá stund úr amstri dagsins til að gera góðverk.

Láttu ekki þitt eftir liggja......

 


mbl.is KFÍ styrkir fjölskylduhjálp á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er grín er það ekki ?

Það er ansi kómískt að loksins þegar þessu úrræði er beitt þá er það gegn einhverjum nokkrum milljónum sem skipta nákvæmlega engu máli í heildarmyndinni. Þeir hinsvegar sem rændu bankana og þjóðina eru fyrir löngu búnir að koma sínu undan á meðan fyrri og ekki síst núverandi stjórnvöld drógu lappirnar.  

Frystið eignir hjá þeim sem ollu hruninu með glannalegum ákvörðunum og svikamillum sem fólk gleypti við í góðri trú. Svona smáskammtalækningar duga engan veginn til að friða þjóðina. Það tekur svo út yfir allt velsæmi þegar þessir menn gera háar kröfur í þrotabú gömlu bankanna vegna vangoldinna launa og fríðinda.

Talandi um að vera óforskammaður......


mbl.is Staðfestir kyrrsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfavitlaus ákvörðun kirkjuþings.

Á kirkjuþingi 2009 sem nú er ný lokið voru teknar ákvarðanir um breytingu á sóknum m.a. hér á vestfjörðum. Þær eru eftirfarandi.

 Vestfjarðaprófastsdæmi: Staðarprestakall og Þingeyrarprestakall, sameinist. Heiti hins sameinaða prestakalls verði Þingeyrarprestakall. Prestssetur verði á Þingeyri.

Súðavíkur,- Vatnsfjarðar- og Ögursóknir tilheyri Holtsprestakalli.

Þessar breytingar á að þvinga fram þrátt fyrir mótmæli frá öllum sóknarnefndum á svæðinu. Það eru vinnubrögð sem ekki eiga að sjást innan kirkjunnar, eða annarsstaðar. Fólk á að fá að hafa eitthvað um svona mál að segja. En í þetta skiptið og vafalaust mörg önnur eru það starfsmenn úr Reykjavík sem ákveða breytingar á landsbyggðinni.

Það er alveg greinilegt að þeir sem leggja fram svona tillögur hafa ekki kynnt sér mikið staðhætti hér á þessu svæði. Flestir sem hefðu gefið sér smá tíma í að skoða þessi mál hefðu sett Þingeyri undir Holtsprestakall og látið Staðarsókn vera óbreytta. En málið var bara ekki svo einfalt. Það var örugglega búið að lofa Þingeyringum því að þeir hefðu prest á staðnum. Undanfarin ár hafa þeir haft hálfgerðan farandprest. Sá prestur er reyndar mágkona biskupsins yfir Íslandi.

Hvort að það hefur haft eitthvað að gera með þessa undarlegu ákvörðun læt ég lesendur um að ákveða, en ég er sjálfur ekki í neinum vafa. Þessar breytingar taka reyndar ekki gildi fyrr en annar hvor hættir, presturinn á Þingeyri eða Suðureyri. Það gæti því orðið langt í að þessar vitlausu breytingar verði að veruleika.

Þegar maður sér hverskonar vinnubrögð eru viðhöfð innan kirkjunnar þá hugsar maður um það hvort maður á ekki að verja tíma sínum í annað en vinnu innan hennar. Ég hef síðustu ár verið sóknarnefndarmaður í Staðarsókn og kirkjuvörður í Suðureyrarkirkju og haft gaman af. Það er spurning hvað maður gerir í framhaldinu.

Einræði er slæmt......


mbl.is Samþykkt að sameina átta prestaköll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband