Flott hjá þeim að hafa skoðun og koma henni á framfæri.

Þetta er rétta leiðin hjá krökkunum í Hafnarfirði að koma óánægju sinni inn til bæjarstjórnar. Nú veit ég ekki hvernig ferlið hefur verið í kynningu á þessum niðurskurði til félagsmiðstöðvanna í Hafnarfirði, hvort þetta var kynnt fyrir krökkunum. Það vill nefnilega stundum gleymast að krakkar eru líka fólk og eiga að fá að hafa sitt að segja í málum sem þessum.

Síðan er hin hliðin sú að niðurskurður og hagræðing bitnar alltaf á einhverjum. Þeir sem þær ákvarðanir taka eru oft ekki sáttir við að þurfa að skera niður, sérstaklega þegar kemur að þjónustu við börn og aldraða. En einhver verður að taka ákvarðanir á endanum óvinsælar jafnt sem vinsælar.

Niðurskurður er aldrei vinsæll......


mbl.is Unglingar ræða við bæjarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband