Færsluflokkur: Bloggar
20.4.2009 | 16:58
Ég skal taka ábyrgð á þessum auglýsingum.
Þetta er nákvæmlega það sem fólk kýs yfir sig ef það styður VG eða Samfylkinguna. Ég get ekki séð hvers vegna svona mikilvægt er að tengja þessar auglýsingar við einhver nöfn. Það sem mestu máli skiptir er að hún segir allt sem segja þarf.
Sannleikanum er hver sárreiðastur.....
Tengist ekki endurreisnarhópi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.4.2009 | 18:05
Samfylkingin lýgur að þjóðinni.
Miðað við þessar fréttir er Samfylkingin langt frá því búin að gera hreint fyrir sínum dyrum í sambandi við styrki til flokksins árið 2006. Það er með hreinum ólíkindum hvernig fólk réðst á Sjálfstæðismenn og sakaði þá um að þiggja mútur. Síðar kom í ljós að þriðjungur styrkja Samfylkingarinnar kom frá Baugi, eða öllu heldur þeirra styrkja sem gefnir eru upp.
Samspillingin......
Kosningar kosta 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2009 | 14:35
Kemur kannski ekki á óvart.
Tók þetta próf í morgun. Kosninga kompás mbl.is. Það er ljóst af niðurstöðunni að ég er hægri maður eins og kannski hefur komið fram áður.
Sjálfstæðisflokkur (D) | 86% | |
Framsóknarflokkur (B) | 80% | |
Frjálslyndi flokkurinn (F) | 76% | |
Lýðræðishreyfingin (P) | 73% | |
Samfylkingin (S) | 73% | |
Borgarahreyfingin (O) | 66% | |
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) | 60% |
Höldum okkur hægra megin.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2009 | 12:35
Vinstri flokkarnir lofa að reka sjávarútveginn í gjaldþrot.
á veiðum og vinnslu
af afkomendunum?
>> Úttekt Deloitte á fyrningarleiðinni sýndi að það tekur öflug sjávarútvegsfyrirtæki einungis sex ár með fimm prósenta fyrningu að fara á hausinn.
Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.4.2009 | 15:33
Hvað með Össur sjálfan.
Hann er nú einhver mesti strigakjaftur sem situr á Alþingi. Skildi hann sjálfur standast þau skilyrði sem hann setur starfsmönnum sínum um góða siði. Hvernig hann lét í ræðustóli Alþingis í gær getur varla tallist til góðra siða. Einnig þarf hann að athuga hvað hann skrifar á tölvugarminn sinn, hálf sofandi um miðjar nætur.
Batnandi mönnum er best að lifa......
Össur setur siðareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2009 | 09:45
Sjávarútvegsstefna Samfylkingarinnar í hnotskurn.
Það er ansi hreint áhugavert að hlusta á Helga Hjörvar á landsfundi Samfylkingarinnar í lok mars. Þar upplýsir hann fólk um það að Samfylkingin hafi ekki hugsað sér að setja fram stefnu í sjávarútvegsmálum. Það var hins vegar sjálfskipaður hópur sem kastaði fram í fljótheitum stefnu flokksins sem rúmaðist á einu blaði. Er undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar ekki mikilvægari en það í augum Samfylkingarinnar að það sé í lagi að kasta til hendinni í þeim málum.
Þetta gerir manni auðveldara en áður að skilja hvers vegna þetta fólk er tilbúið að afhenda ráðherrunum í Brussel yfirráðin yfir fiskimiðunum við Ísland. Þeim er nákvæmlega sama. Þetta skírir enn fremur hvers vegna Samfylkingin ákveður að endurnýta hugmynd um fyrningaleið sem búið var að kasta eftir kosningarnar 2003. Eftir að ég hlustaði á þetta þá skil ég enn frekar hvers vegna Þórður Már Jónsson er talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum sjávarútvegsins. Stefnan er engin og framtíðarsýnin engin.
Sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins starfaði aftur á móti í heilt ár. Hún fundaði átta sinnum og þar af voru tveir opnir fundir þar sem öllum gafst kostur á að koma sínum áherslum á framfæri.
Svona eru vinnubrögð Samfylkingarinnar......
Heildaraflinn eykst um 14,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.4.2009 | 18:50
Skýr viðbrögð Sjálfstæðisflokksins – hvað með Samfylkinguna?
Varðandi styrkina tvo sem bárust í árslok 2006 þá liggur það fyrir að mistök voru gerð þegar fallist var á að taka við þessum styrkjum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist við með skýrum hætti:
- Upplýst hefur verið hverjir höfðu milligöngu um að óskað var eftir styrkjunum
- Fyrrverandi formaður hefur lýst yfir því að hann hafi borið ábyrgð á því að við styrkjunum var tekið
- Til að stuðla að því að traust og friður skapist um flokksstarfið hefur framkvæmdastjóri flokksins látið af störfum
- Ný forysta flokksins hefur einnig ákveðið að endurgreiða styrkina
- Upplýst hefur verið um öll framlög til flokksins frá fyrirtækjum yfir einni milljón króna árið 2006.
Það er aftur á móti með öllu óskiljanlegt að umræðan hverfist eingöngu um Sjálfstæðisflokkinn og áhugi fjölmiðlamanna á að halda málefnum Sjálfstæðisflokksins í fréttum dag eftir dag er einkennilegur. Lítil athygli er sýnd ýmsum staðreyndum um aðra flokka, einkum Samfylkinguna, þótt ýmsar spurningar hafi vaknað t.d.: - Hverjum skuldar Samfylkingin 124 milljónir króna?
- Hvers vegna er ekki gengið á Jón Ólafsson og orð hans um að hann hafi greitt upp skuldir R-listans á sínum tíma?
- Hvað með ummæli Jón Ólafssonar í nóvember 2005 þegar hann var spurður um hvort hann myndi fá eitthvað í staðinn og svaraði því að hann hefði átt von á því, hélt að hann myndi fá það?
Fjölmiðlar og aðrir í umræðunni hljóta að elta þessar vangaveltur uppi og krefja viðkomandi flokka um svör.
Svör óskast frá Samfylkingunni......
Ingibjörg: Styrkir til flokksins óeðlilegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.4.2009 | 19:59
Pólitískt kjarkleysi Ólínu.
Ég setti fram spurningu til Dr. Ólínu Þorvarðardóttur sem er 2 maður á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi á bloggsíðu hennar. Þar spurði ég hana hvernig Samfylkingin ætlaði að mæta þeim vanda sem við blasir í ríkisfjármálunum. Ég spurði hana hvernig það væri mögulegt án þess að skera verulega niður í menntamálum, heilbrigðismálum og samgöngumálum. Þessir þrír málaflokkar eru fjárfrekustu málaflokkarnir ásamt velferðarmálum.
Eins og við var að búast var frekar fátt um svör. Að vísu á að hlífa velferðarkerfinu, halda sjó í menntamálum. Að öðru leyti hafði frambjóðandinn ekki svör. Ég gerði þá aðra athugasemd þar sem ég sagði að svo væri sem mig hefði grunað að pólitískt kjarkleysi Ólínu væri það sama og hennar meðreiðarsveina. Þá var ekki að sökum að spyrja. Athugasemdinni var eytt út hið snarasta eins og þeim athugasemdum sem frú Ólína hefur ekki svör við, eða passa ekki við glansmynd Samfylkingarinnar.
Þá vita kjósendur það......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.4.2009 | 15:12
Hvers vegna þora vinstri menn ekki að ræða vanda heimilanna.
Það er augljóst að þeir vilja helst ekki ræða þetta ástand sem uppi er. Það er ósköp skiljanlegt í ljósi þess að lausnirnar eru engar. Þetta styrkja mál er smámál miðað við vanda heimilanna. Þessir styrkir eru löglegir og þeirra er löglega aflað. Þeir eru aftur á móti siðlausir og fullkomlega óeðlilegir. En Þeir flokkar sem keppast við að ata sjálfstæðisflokkinn aur eru ekki hótinu skárri í sinni peningasöfnun.
En það breytir ekki því að vinstri menn munu ekki geta skýlt sér bak við þetta og þannig komist hjá því að ræða hvað þeir ætla að gera til bjargar heimilum og atvinnulífi. Þá fyrst mun fólk sjá að þetta lið er algerlega ráðalaust. Það er staðreynd málsins.
55 ára þingreynsla skilar ekki neinu til þjóðarinnar.....
Málsókn til varnar heimilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2009 | 14:10
Hvað ætla vinstri menn að gera ?
Það verður að segjast eins og er að þetta stóra styrkjamál kemur sér ekki aðeins illa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er það versta sem komið gat fyrir þjóðina. Stjórnarflokkarnir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þegar þetta var látið leka úr rannsóknarskýrslu. Þetta styrkjamál er smámál miðað við þá stöðu sem uppi er í ríkisfjármálunum , 183 milljarðar sem uppá vantar, hvað á að gera í því ? 18 þúsund eru atvinnulausir, hvað á að gera í því ? Mikill fjöldi fyrirtækja stefnir í gjaldþrot, hvað á að gera í því ?
Svo það sé á hreinu þá fordæmi ég svona háa styrki eins og þessa tvo sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk. þegar ég segi að þetta sé smámál þá á ég við í líkingu við ástandið í þjóðfélaginu.
Það sem að er verst við þetta er að nú geta vinstri flokkarnir einblínt á þetta mál og notað það í kosningabaráttunni. Þar með þurfa þeir ekki að ræða málefni sem varða ástandið í þjóðfélaginu og hvað sé til ráða. Það kemur sér einstaklega vel fyrir þessa flokka því að þeir hafa engar lausnir á vandanum sem uppi er. Þeir munu reyna að skattleggja sig út úr vandanum. Með því að leggja auknar álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu mun ástandið aðeins versna. Hver hefur trú á því að heimili og fyrirtæki sem er í vandræðum með að standa í skilum geti bætt á sig auknum kostnaði nú.
Þeir geta ekki komið sér saman um Helguvíkurmálið, Bakka við Húsavík, Evrópusambandið og fleiri mál eru upp í loft hjá þeim. Á meðan eykst vandi heimila og fyrirtækja í landinu. Verði þeim að góðu sem vilja stuðla að því.
Það er aðalatriði málsins......
Flokkarnir skulda hálfan milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.4.2009 kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)