Hvað ætla vinstri menn að gera ?

Það verður að segjast eins og er að þetta stóra styrkjamál kemur sér ekki aðeins illa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er það versta sem komið gat fyrir þjóðina. Stjórnarflokkarnir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þegar þetta var látið leka úr rannsóknarskýrslu. Þetta styrkjamál er smámál miðað við þá stöðu sem uppi er í ríkisfjármálunum , 183 milljarðar sem uppá vantar, hvað á að gera í því ? 18 þúsund eru atvinnulausir, hvað á að gera í því ? Mikill fjöldi fyrirtækja stefnir í gjaldþrot, hvað á að gera í því ?

Svo það sé á hreinu þá fordæmi ég svona háa styrki eins og þessa tvo sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk.  þegar ég segi að þetta sé smámál þá á ég við í líkingu við ástandið í þjóðfélaginu.

Það sem að er verst við þetta er að nú geta vinstri flokkarnir einblínt á þetta mál og notað það í kosningabaráttunni. Þar með þurfa þeir ekki að ræða málefni sem varða ástandið í þjóðfélaginu og hvað sé til ráða. Það kemur sér einstaklega vel fyrir þessa flokka því að þeir hafa engar lausnir á vandanum sem uppi er. Þeir munu reyna að skattleggja sig út úr vandanum. Með því að leggja auknar álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu mun ástandið aðeins versna. Hver hefur trú á því að heimili og fyrirtæki sem er í vandræðum með að standa í skilum geti bætt á sig auknum kostnaði nú.

Þeir geta ekki komið sér saman um Helguvíkurmálið, Bakka við Húsavík, Evrópusambandið og fleiri mál eru upp í loft hjá þeim. Á meðan eykst vandi heimila og fyrirtækja í landinu. Verði þeim að góðu sem vilja stuðla að því.

Það er aðalatriði málsins......


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Efast um að nokkur trúi því lengur, að þessi gjörspillti flokkur ykkar sé upptekinn af vanda heimilanna, enda ber hann stærstu ábyrgðina á því, hvernig komið er fyrir heimilunum.

Óska samt þér og þínum flokkssystkynum góðs gengis við "lífróðurinn". Hann verður ykkur erfiður.

Snæbjörn Björnsson Birnir, 11.4.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Við berum líka ábyrgð að stærstum hluta á einu mesta framfaraskeyði  Íslandssögunnar. Það er erfitt fyrir suma að muna það í öllu skítkastinu.

Ingólfur H Þorleifsson, 11.4.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Og hvert hefur það leitt þjóðina?? Allt í molum og þjóðin rúin trausti hvarvetna. Þetta framfaraskeið sem þú nefnir, var að mörgu leyti líkt því, er Baron von Munchausen dró sjálfan sig og hestinn eftir hárinu uppúr mýrinni, nema hvað hér uppgötvaðist að þetta var allt meira eða minna blöff og allt hrundi. 

Snæbjörn Björnsson Birnir, 11.4.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Og hvers vegna hrundi allt. Var það vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn lét það gerast. Alls ekki. Ég sé það á skrifum þínum að það er vonlaust að reyna að segja þér hvað er helsta orsökin fyrir hruninu.

Þetta gerðist þrátt fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins, ekki vegna hennar. Allt tal um annað er einföldun manna sem vita ekki betur.

Ingólfur H Þorleifsson, 12.4.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband