Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2009 | 18:41
Fullkomlega eðlileg niðurstaða.
Það þýðir ekki Þorgerður að láta eins og þetta komi þér á óvart. Þú sem annar af forystumönnum flokksins undanfarin ár veist vel hvers vegna fylgið hrinur af flokknum. Og svo eftir að þetta nýjasta mál er komið upp þá má nær örugglega gera ráð fyrir að fylgið dali enn frekar. Þar kemur að því að þú og þeir sem að þessu komu þurfið að axla ábyrgð.
Við hinir almennu flokksmenn út um allt land sem nú í miðri kosningabaráttu reynum að benda fólki á hvers vegna það á að kjósa flokkinn, munum ekki sitja undir því að vera sökuð um spillingu og mútuþægni. Ef þér og hinum sem bera þessa ábyrgð er hins vegar eitthvað umhugað um gengi flokksins í framtíðinni þá skuluð þið axla ábyrgð strax. Það dugar ekki lengur að segjast ekki vita hvað var í gangi, það trúir því ekki nokkur maður.
Því fyrr því betra.....
Hvítþvegin bleyjubörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2009 | 18:43
Eina rétta í stöðunni..
Þessir styrkir eru í hæsta máta óeðlilegir og eina rétta að skila þeim. En eftir situr að fyrrverandi forysta hefur skilið eftir svöðusár á flokknum sem seint mun gróa. Þetta er nákvæmlega eitthvað sem flokknum vantar ekki nú ofan á allt annað rétt fyrir kosningar. Það er algert dómgreindarleysi hjá fyrrum formanni og framkvæmdarstjóra að taka við svona styrkjum.
Glórulausir styrkir.....
Styrkir endurgreiddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2009 | 21:49
Brúarsmiður dagsins.
Jóhanna getur haldið áfram að reisa skýjaborgir, en brúarsmiður verður hún aldrei. Tölum nú ekki um þegar Tröllið sem aðstoðar hana byrjar að taka gjald af þeim sem ganga á brúnni áður en byrjað er að reisa hana. Og jafnvel þó að Guðbjartur Hannesson lofi að fella niður gjaldið, þá mun þetta aldrei takast.
Vonlausir smiðir......
Byggja þarf velferðarbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2009 | 19:10
Hvað lagði Baugur mikið í Samfylkinguna ?
Eða S hópurinn í Framsókn. Við skulum fara varlega í að kasta steinum. Þegar talað var um Goldfinger um daginn þá kom í ljós að allir flokkar höfðu fengið styrk frá Geira. Lög voru samþykkt af öllum flokkum til að koma í veg fyrir svona styrki, það er það sem skiptir máli.
Styrkjum góð málefni.....
30 milljóna styrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Miðað við þetta þá er málflutningur VG um að Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans beri ábyrgð á hruni bankanna og íslensk efnahagslífs þvættingur. Þetta er nákvæmlega það sem sagt hefur verið frá því í haust. Það eru utanaðkomandi aðstæður á lánamörkuðum og fall Lehman brothers sem ráða mestu þar um. VG verða því að finna nýja frasa í hvelli.
Gott hjá Steingrími að viðurkenna þetta fyrir kjósendum......
Varpar ljósi á ábyrgð annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2009 | 06:44
Af meintu málþófi sjálfstæðismanna.
Það hefur verið ansi hreint magnað að fylgjast með tilraun minnihluta ríkisstjórnarinnar til að níðast á stjórnarskránni í þessi stjórnlagaþingsmáli. Misvel upplýstir vinstri bloggarar hafa keppst við að ráðast á sjálfstæðismenn og saka þá um málþóf, og að halda þinginu í gíslingu.
Stjórnarskráin er ekki bara eitthvað plagg sem sýsla má með í pólitískum hrossakaupum til að þóknast Framsóknarflokknum. Henni er ekki breytt nema á margra ára eða áratuga fresti. Einnig hefur það aldrei gerst án samþykkis allra flokka og í góðri sátt. Í þetta skiptið ætlar minnihluta stjórnin að þvinga þetta í gegn um þingið í andstöðu við stærsta flokkinn.
Það er áhugavert í ljósi aðstæðna að rifja upp hér hver skoðun forvígismanna stjórnarflokkanna var fyrir tveimur árum þegar stjórnarskrárbreytingar voru ræddar í þinginu.
- Ögmundur Jónasson: Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa.
- Össur Skarphéðinsson: Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og það er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál.
- Kolbrún Halldórsdóttir: Eins og ég sagði finnst mér þetta vera óðagot og mér þykir það mjög miður því að hér er verið að fjalla um afar víðtækt og mikilvægt mál sem ég held að þjóðin verðskuldi að fái betri umfjöllun um en hér virðist eiga að fást.
- Steingrímur J. Sigfússon: En ég bara trúi því ekki að menn ætli að bera það á borð að örvæntingin í stjórnarherbúðunum, sem myndaðist á fáeinum sólarhringum fyrir og um flokksþing Framsóknarflokksins, sé gjaldgeng ástæða til þess að standa svona að málum, að umgangast stjórnarskrá og vandasöm viðfangsefni þar með léttúð af þessu tagi. Ég læt segja mér það þrisvar að menn ætli í raun og veru að gangast við því að slíkt sé verjanlegt og réttlætanlegt og fara þá leið allar götur til enda.
Hvað það er sem hefur fengið þetta ágæta fólk til að skipta um skoðun á svo stuttum tíma er vandsvarað. En miðað við þetta þá á ríkisstjórnin að sýna sóma sinn í að draga þetta mál til baka og fara að ræða mál sem skipta fólkið í landinu máli. Það breytir nákvæmlega engu hvort þetta mál er geymt fram yfir kosningar.
Stjórnarskráin eru grunnlög lýðveldisins......
Þingfundur hafinn á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2009 | 22:52
VG vill að Reykvíkingar borgi skuldir útrásarvíkinganna.
Jón Bjarnason lýsti því yfir á fundinum í kvöld á Ísafirði að hann vildi að skuldir þjóðarinnar yrðu greiddar í jöfnu hlutfalli við þensluna. Semsagt að fólk í NV-kjördæmi þyrfti ekki að búast við skattahækkunum og niðurskurði, en Reykvíkingar yrðu að taka á sig alla byrðina því að þar hefði þenslan verið.
Hvað segir Katrín við þessu.......
Vinstri græn stærst í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2009 | 22:06
Ríkisstjórnin hefur ekki nokkurn áhuga á að ræða Stjórnlagaþing.
Jóhanna og Steingrímur hafa ekki minnsta áhuga á að ræða þetta stjórnarskrárfrumvarp sem þau lögðu sjálf fram.Þetta mál telja þau svo mikilvægt að þau halda fyrir utan málum sem bráðliggur á að ræða frekar en þetta. Þau hafa ekki haft tíma til að vera í þinginu til að ræða þetta stórmál þeirra. Í fimm daga hafa þau hundsað þingið og þjóðina og ekki nennt að hafa fyrir því mæta.
Það er nú allur áhugi þeirra á þessu stjórnlagaþingi.
Ráðherraleti.......
Enn fjölmargir á mælendaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2009 | 22:48
Hvað mun gerast 8 apríl ?
Mín ágiskun er að þá verði stýrivextir lækkaðir um 4-8 % og það verður sagt að kröfu ríkisstjórnarinnar. Það munu foringjar ráðalausu ríkisstjórnarinnar gera til að kaupa sér fylgi í kosningunum 25 apríl. En hvað hefur annars gerst síðustu tvo mánuði sem gefur fólki von um að vinstri flokkarnir hafi minnstu hugmynd um hvernig á að bregðast við ástandinu. Hárétt ekki nokkur hlutur.
Skítapólitík......
Voru sammála um að lækka vexti um 1 prósentu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2009 | 21:52
Hver er umboðslaus núna.
Fyrir áramót hamraði Steingrímur Joð mikið á því að ríkisstjórnin hefði ekki umboð til að takast á við ástandið. Þessi sami Steingrímur hefur nú setið umboðslaus í minnihluta stjórn sem studd er af handónýtum Framsóknarflokk. En samt hefur Steingrímur ekki komið nokkrum sköpuðum hlut í framkvæmd. Formaður þess sama Framsóknarflokks sér nú mikið eftir öllu saman, enda ekki skrítið. Allar hugmyndir þeirra eru skotnar niður með það sama af ríkisstjórnarflokkunum.
En það sem að ríkisstjórninni hefur fundist mest aðkallandi, fyrir utan að reka Davíð að sjálfsögðu, er að þvinga í gegn um þingið þetta stjórnarskrármál. Það á að gera þrátt fyrir að þetta sé minnihlutastjórn. Ekkert gerist hins vegar í málefnum sem skipta máli. Á sama tíma er verið að greiða út tvo milljarða úr ríkissjóði í atvinnuleysisbætur. 20 þúsund manns eru atvinnulaus, 10 þúsund börn eiga annað foreldrið án atvinnu og 600 börn eiga báða foreldranna atvinnulausa. Samt hefur ekkert gerst á síðustu tveimur mánuðum til að laga ástandið.
Öll stóryrðin fyrir áramót. Frysting eigna auðmanna, afnám verðtryggingar, niðurfelling skulda. En eina lausnin verður samt ESB aðild og skattahækkannir. Það er það eina sem þessari vonlausu ríkisstjórn dettur í hug að bjóða uppá. En ég hef trú á þjóðinni, hún er ekki á sama máli.
Tala minna gera meira......
Bullandi ágreiningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)