Hver er umboðslaus núna.

Fyrir áramót hamraði Steingrímur Joð mikið á því að ríkisstjórnin hefði ekki umboð  til að takast á við ástandið. Þessi sami Steingrímur hefur nú setið umboðslaus í minnihluta stjórn sem studd er af handónýtum Framsóknarflokk. En samt hefur Steingrímur ekki komið nokkrum sköpuðum hlut í framkvæmd. Formaður þess sama Framsóknarflokks sér nú mikið eftir öllu saman, enda ekki skrítið. Allar hugmyndir þeirra eru skotnar niður með það sama af ríkisstjórnarflokkunum.

En það sem að ríkisstjórninni hefur fundist mest aðkallandi, fyrir utan að reka Davíð að sjálfsögðu, er að þvinga í gegn um þingið þetta stjórnarskrármál. Það á að gera þrátt fyrir að þetta sé minnihlutastjórn. Ekkert gerist hins vegar í málefnum sem skipta máli.  Á sama tíma er verið að greiða út tvo milljarða úr ríkissjóði í atvinnuleysisbætur. 20 þúsund manns eru atvinnulaus, 10 þúsund börn eiga annað foreldrið án atvinnu og 600 börn eiga báða foreldranna atvinnulausa. Samt hefur ekkert gerst á síðustu tveimur mánuðum til að laga ástandið.

Öll stóryrðin fyrir áramót. Frysting eigna auðmanna, afnám verðtryggingar, niðurfelling skulda. En eina lausnin verður samt ESB aðild og skattahækkannir. Það er það eina sem þessari vonlausu ríkisstjórn dettur í hug að bjóða uppá. En ég hef trú á þjóðinni, hún er ekki á sama máli.

Tala minna gera meira......


mbl.is Bullandi ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Geri mér vonir um að þjóðin breyti rétt í kjörklefanum eftir rúmar 3 vikur. Það er dýrt að kjósa svo ekki er gott ef fólk fer illa með það vald sem það hefur í kjörklefanum.

Finnst að setja ætti upp nóg af ruslapokum á kjörstöðum fyrir þá sem ætla sér að kjósa VG, svo þeir geti þá allt eins hent kjörseðlunum milliliðalaust í ruslið.

VÖRUMST VINSTRI SLYSIN

SKATTMANN RETURN !

Hafsteinn Björnsson, 1.4.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband