Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2009 | 10:23
Hvað segir VG við því.
Ætli Steingrímur og hans meðreiðarsveinar séu ennþá jafn æstir að vinna með Samfylkingunni eftir kosningar. Samfylkingin er eini flokkurinn sem ætlar að gefa eftir fullveldið og leggjast inn á gólf hjá ráðherrunum í Brussel. Það eitt segir manni að þeir hafa ekki nokkra hugmynd um hvernig á að koma þjóðarskútunni í örugga höfn.
Ráðþrota......
ESB efst á blaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 18:38
Þjóðþekktir Íslendingar.
Fyrir nokkrum árum var súgfirðingurinn Elvar Atli Ævarsson staddur í biðröð fyrir utan veitingastaðinn Astró í Bankastræti. Hann hafði ásamt félögum sínum staðið alllengi og beðið eftir að verða hleypt inn. Lítil hreyfing var á röðinni enda staðurinn þétt setinn. Þá kemur askvaðandi Björgvin nokkur Halldórsson stórsöngvari með meiru, og fer fram fyrir alla og gerir sig líklegan til að ganga inn. Elvar bendir honum kurteislega á að röðin sé fyrir þá sem ætli inn og hann eigi að fara aftast. Hvað er þetta drengur, veistu ekki hver ég er sagði þá söngvarinn með þjósti.
Jú ertu ekki þulan á Stöð 2 sagði Elvar þá sposkur við mikla kátínu viðstaddra.
VIP......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2009 | 13:03
Þetta verður spennandi.
Fyrstu tölur komnar og lofa góðu fyrir okkur Vestfirðinga. En það er ekki mikið að marka þetta ennþá og þetta getur breyst mikið. En það sem er gott er að kjörsókn var um 65% sem er langbesta niðurstaða í þeim prófkjörum og póstkosningum sem fram fara fyrir þessar Alþingiskosningar.
Þessi atkvæði sem talinn hafa verið eru frá Akranesi og Borgarnesi þannig að Ásbjörn á örugglega eftir að færast ofar. Það gæti einnig skírt það að skagamennirnir tveir Bergþór og Þórður eru í 2 og 3 sæti. Vonandi að Birna færist líka ofar því að það þarf klárlega hæfa konu þarna inn á milli karlanna.
norðvesturland.is..........
Einar Kristinn í efsta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 18:38
Vinstri Grænir. Þar sem vegurinn endar.
Ef að fólk hefur ekki séð hvernig vinnulag þessa fólks er á síðustu vikum þá er fólk ekki að fylgjast með. Steingrímur telur upp einhverja hluti, og slær sig til riddara. Þessar hugmyndir voru komnar til sögunnar þegar hann var ennþá á mótþróaskeiðinu.
Það er orðið ljóst að VG fer í þessar kosningar á sömu gömlu truntunum sem hafa ekki skilað neinu á undanförnum árum. Það gerir hann þrátt fyrir mikla óánægju eigin flokksmanna við aðferðir við röðun á lista.
Steingrímur Joð er gamall Trabant á holóttum vegi.....
Sterk skilaboð frá yngra fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2009 | 19:26
Ekki er nú mannvalið mikið á þeim bænum.
Það er greinilega enginn hæfur til að leiða þennan sundurlausa hóp. Eina manneskjan sem hægt er að treysta fyrir Samfylkingunni er Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði hugsað sér að fara að enda sinn stjórnmálaferil. Það sem eftir situr af honum fyrir utan það að hafa verið fyrsta konan til að verða forsætisráðherra er að hún er mesta eyðslukló sem setið hefur í ráðuneyti. Einnig er félagslega húsnæðiskerfið hennar sem myllusteinn um háls sveitarfélaga á landsbyggðinni.
Skortur á leiðtogum......
Jóhanna svarar kalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2009 | 16:57
Opinn og lýðræðislegur flokkur.
Nú hafa frambjóðendur VG í NV-kjördæmi kvartað yfir því að Jón Bjarnason hafi haft félagaskrá fyrir kjördæmið sem þingmaður, en ekki aðrir frambjóðendur. Þetta segir okkur hinum allt um hvernig lýðræðið virkar í Vinstri-Grænum. Þetta forskot hans er því eina ástæðan fyrir því að hann situr sem fastast í 1 sætinu í NV-kjördæmi. Það sést líka glögglega hversu lítið fylgi maðurinn hefur að aðeins 250 manns styðja hann í 1 sætið þrátt fyrir að hann einn hafi haft aðgang að félagaskrá flokksins, og getað haft samband við kjósendur.
Einræðisflokkur......
VG: Enginn frambjóðandi með nýja félagaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 23:20
Stoltur af mínum mönnum.
KFÍ burstaði í kvöld Hött með 42 stiga mun og tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar. Þetta er besti árangur hjá KFÍ í 6 ár. Liðinu var nú spáð falli fyrir tímabilið svo að þetta er enn sætara. Nú tekur við einvígi við Val sem endaði í 2 sæti. Við erum búnir að vinna annan leikinn á móti þeim en tapa hinum svo þetta verður áhugavert. Óska Hamri til hamingju með sætið í IE deildinni. KFÍ hefur aðeins 2 sinnum komist í úrslitakeppni 1. deildar áður og farið upp í bæði skiptin. Vonandi verður svo í þetta skiptið líka.
ÁFRAM KFÍ......
Hamar endurheimtir sæti í úrvalsdeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2009 | 06:53
Halló, er einhver heima.
Það verður gaman að sjá hvort að þetta verður til þess að Magnús Þór áttar sig á að erindi hans í pólitík er ekkert. Hafi hann einhvern tímann haft það þá hvarf tiltrú manna alveg í útlendingabrölti hans og fleiri fyrir síðustu kosningar og í bæjarstjórn Akraness. Þetta sýnir jafnframt að hann er utanveltu í flokknum, því hann er jú sterkastur í NV-kjördæmi. Enda engin önnur ástæða fyrir því að Magnús bauð sig fram í þessu kjördæmi, hann ætlaði að láta persónufylgi formannsins draga sig inn á þing.
Varaformaðurinn settur af.......
Sigurjón náði 2. sætinu hjá Frjálslyndum í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 13:04
Nóg komið af svindli og svínaríi.
Held að það hafi ekki verið nein glóra í því að leyfa þessum mönnum að halda áfram með þetta. Nú geta kröfuhafar gert kröfur um greiðslur ef einhverjir peningar eru þá eftir í kassanum. Ætli það verði ekki niðurstaðan að peningarnir eru allir horfnir fyrir löngu, ef þeir voru þá einhvern tímann til.
Saga þessara fyrirtækja sem þessir svokölluðu útrásar víkingar áttu er að verða eins og raunverulegt matador spil. Peningarnir virðast aldrei hafa verið raunverulegir, alla vega veit engin hvar þeir eru niðurkomnir. Nú er mér spurn hversu miklu hafa þessir menn komið undan af peningum og eignum frá því í byrjun október. Enn hefur ekkert verið gert til þess að lámarka skaðann. Þar skiptir engu máli hver er í ríkisstjórn. Það er eins og yfirvöld þori ekki að rugga bátnum.
Hvers vegna eru eigur þessara manna ekki frystar........
Frekari greiðslustöðvun hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2009 | 21:37
Viðskiptaráðherra hrósar sjálfstæðismönnum.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra missti það út úr sér í kastljósi í kvöld að staða ríkissjóðs hefði verið mjög góð og hann því vel í stakk búinn til að taka við svo miklum skuldum. Hann sagði jafnframt að þegar eignir bankanna hefðu verið seldar þá væri staða Íslands bara nokkuð góð miðað við mörg lönd í vestur Evrópu. Hvað skildi nú Steingrímur Joð segja við þessu hrósi til Sjálfstæðismanna, sem höfðu jú náð að greiða niður skuldir fyrri ríkisstjórna vinstri manna frá árum áður þar sem verðbólgan var að meðaltali 50%. Þar var m.a Steingrímur nokkur Joð ráðherra í sínu sáluga Alþýðubandalagi.
Held að fólk ætti nú að spara aðeins ruglið um að Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans séu búin að setja landið á hausinn. Þó að flokkurinn beri vissulega sína ábyrgð, þá er langt frá því að hann eigi sök á vandanum. Það er ljóst mál að það sem verður okkur til bjargar nú í þessari alþjóðlegu kreppu, er það að vinstri menn höfðu til allrar guðs blessunar ekki komist með puttana í ríkiskassann í 18 ár.
Hrós til Sjálfstæðisflokksins.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)