Færsluflokkur: Bloggar
8.3.2009 | 18:32
Vika er langur tími í pólitík.
Það er ekki nema tvennt sem kemur til greina. Annað hvort hafa veikindi hennar horfið til verri vegar á einni viku, sem ég vona svo sannarlega að sé ekki ástæðan, og óska henn velfarnaðar í sinni baráttu. Mér finnst aftur á móti mun líklegra að á þessari viku hafi samherjar hennar komið henni í skilning um að hún yrði að víkja flokksins vegna. Það hefði bara ekki gengið upp hjá henni að halda áfram. Skrifaði reyndar um þetta fyrir nokkrum dögum og sjá má hérna.
Það hefur komið skírt fram á undanförnum dögum að að fólki finnst þetta jaðra við valdníðslu að setja sig og félagana í efstu sætin, og halda áfram þrátt fyrir kröfur um endurnýjun. Ingibjörg er án efa einn af þeim stjórnmálaleiðtogum sem standa uppúr á Íslandi. Það verður erfitt fyrir nýjan leiðtoga að halda saman fjölbreyttum hópi fólks í Samfylkingunni.
Rétt ákvörðun.....
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 09:54
Gleðidagur. Spurning um að flagga.
Mikið er nú gott að vakna og sjá að miklar líkur eru til að bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Álfheiður Ingadóttir séu á leið út af þingi. Verð nú bara að vera alveg heiðarlegur og segja að ég gleðst mjög yfir því að losna við þær útaf þingi ef það verður raunin. Sýnist á þessum úrslitum að VG fólk í Reykjavík sé mér sammála.
Hvað varðar Álfheiði þá held ég að fólk hafi séð hennar innræti í mótmælunum í haust þar sem hún fór framarlega í flokki þeirra ribbalda sem höguðu sér verst og svertu málstaðinn alvarlega. Þegar hún tók þátt í því að brjótast inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu fengu margir nóg. Kolbrún hefur á sínum þingferli verið á móti öllu sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram. Öfgarnar í hennar málflutningi hafa ekki farið vel í fólk. Hún hefur alltaf tekið þúfur og hríslur fram yfir þjóðina, og bara í síðustu viku tóku þingmenn af henni ráðin Íslandi til heilla.
En þetta eru svo sannarlega góð skipti hjá VG Í Reykjavík. Á Svandísi Svavarsdóttur hef ég mikið álit og tel að hún sé mjög sterkur stjórnmálamaður, þó að ég sé ekki skoðanabróðir hennar þá fer þar öflug kona. Vona bara að hennar styrkur verði ekki til að hinar tvær detti inn á þing aftur.
Bleikt eða blátt......
Lokatölur komnar hjá VG í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 20:43
Ber mestu ábyrgðina á bankahruninu.
Maðurinn sagði ekki af sér fyrr en hann vissi að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu. Reyndar var Björgvin ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur búinn að gefast upp töluvert áður. Hann hefði aldrei sagt af sér ef hann hefði séð stjórnina halda áfram. Allt tal um að sýndarafsögn hafi hjálpað honum í þessu prófkjöri er því kjaftæði.
Það er því að verða deginum ljósara að Samfylkingin ætlar að tefla fram öllum þeim þingmönnum sem voru í efstu sætum síðast. Endurnýjunin verður engin ef fram fer sem horfir. Hvað ætli potta og pönnu fólkið sem barðist á Austurvelli fyrir endurnýjun segi við því. Björgvin G Sigurðsson ber mestu ábyrgð á bankahruninu sem ráðherra bankamála.
Engin endurnýjun......
Afsögnin skipti miklu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.3.2009 | 16:39
Besti smalinn vinnur.
Þetta fyrirkomulag eins og er hjá Samfylkingunni í NA-kjördæmi hélt ég að allir væru hættir að nota. Opið prófkjör þar sem besti smalinn vinnur burt séð hvað hann hefur fram að færa. Hef það frá mjög ábyggilegum starfsmanni þingsins að Möllerinn hafi ekki sést þar svo vikum skipti. Skildi hann hafa verið í smalamennsku ?
Opin prófkjör eru úrelt fyrirbæri......
Góð kjörsókn í prófkjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er fólk nokkuð búið að gleyma því að Ingibjörg sakaði Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn um að beita sér sérstaklega gegn þessum þjófum. Set hér inn part úr ræðu hennar.
Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við.
Við skulum líka muna að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að koma böndum á þessa menn. Það var þegar hann barðist fyrir fjölmiðlalögunum sem allt varð vitlaust útaf, og forsetinn sendiherra útrásarþjófanna neitaði að samþykkja. Hvernig halda þeir vinstri menn sem nú vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður hefur farið að viðbrögðin hefðu verið ef setja hefði átt lög til að takmarka framgang þessara manna. Það er að koma í ljós að Baugsfylkingin og forsetinn eiga ansi stóran þátt í því að þessir þjófar komust svona langt.
Við reyndum......
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.3.2009 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.3.2009 | 19:41
Þvílíkur áhugi á Vestfjörðum allt í einu.
Ekki það að maður sé ekki feginn að losna við krepputalið smá stund. En hvað er málið með þessa blessuðu fréttamenn. Þó svo að það snjói svolítið og smá spýjur komi úr snarbröttum hlíðum. Þetta ástand er hvorki verra né betra en í ótalmörg skipti áður. Eins og Diddi Rós sagði í fréttunum áðan þá er þetta bara venjulegt vetrarveður sem gert er allt of mikið úr. Það skal þó tekið fram að það er aldrei of varlega farið hjá yfirvöldum sem annast eftirlit í fjöllunum. En fyrir stóru flóðin var ekki spáð í svona lagað. Yfirvöld fóru ekki að ríma hús fyrr en eftir að þau féllu.
Það væri nú munur ef fjölmiðlafólk sýndi meiri áhuga öllum þeim frábæru hlutum sem eru að gerast hér á svæðinu á hverjum degi. En því er nú ekki að heilsa nema að litlu leyti. það er eins og ekki sé varið í fréttir af svæðinu nema að þær séu neikvæðar. Þetta er orðið svolítið þreytandi að ekki megi snjóa þá fari misjafnlega upplýstir fréttamenn á stúfana og dramatiseri fréttir með þvílíkum tilþrifum. Spurningar þeirra eru líka á stundum stórskemmtilegar eins og þessi sígilda "Stendur flóðbylgjan enn yfir" sem fréttakona spurði íbúa á Suðureyri fyrir nokkrum árum eftir að sjór gekk á land eftir að snjóflóð féll úr norðurhlíðum Súgandafjarðar.
Ég get staðfest það hér sem innfæddur Vestfirðingur að ég hef oft séð meiri snjó en í dag, bara svo að það sé á hreinu. En þar sem eru fjöll þar geta komið snjóflóð, og við gerum okkur grein fyrir því. Það þarf ekki að blása þetta svona upp í fjölmiðlum.
Æsifréttamennska......
Bolvíkingar komnir heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 18:03
Hvar eru evrusinnarnir nú.
Hvers vegna hefur ekki einn einasti samfylkingarmaður tjáð sig um það sem þessi hagfræðingur hefur að segja. Kannski er það vegna þess að þetta kolfellir þær hugmyndir sem Samfylkingin hefur sett fram um evru og ESB. Ég er ansi hræddur um að fólk þurfi að hugsa sig vel um áður en það kýs Samfylkinguna og Evrópudrauma þeirra.
Stórhættuleg evra.....
Evran hefði gert illt verra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.3.2009 | 17:23
ESB eða ekki.
Fólk sem vill ekki inn í Evrópusambandið kýs semsagt ekki þetta nýja kaffibandalag. Samfylkingin sem ekki gat hugsað sér að starfa með Sjálfstæðisflokknum nema hann samþykkti ESB, er þá annaðhvort að gefa eftir eða VG metur stólanna meira en málefnin og samþykkir að hefja viðræður.
Fólk sem ekki vill í ESB getur treyst því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á leið þangað inn ef tekið er mið af könnunum um aðildarviðræður og inngöngu .
X-D ekki ESB......
Samfylkingin gangi bundin til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2009 | 15:56
VG á móti nýjum framboðum.
Ástæðan fyrir því að VG vildi koma kosningum á sem allra fyrst var aðeins til að ný óánægju framboð hefðu ekki tíma til að skipuleggja sig. Öll óánægjuframboð af vinstri vængnum taka fylgi af VG. Ekki mun ég gráta það heldur gleðjast sérstaklega yfir hverju framboði sem tilkynnt er um. En svona er nú lýðræðishyggjan í Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
Afturhaldskommatittsflokkur......
Vilja gegnsætt réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2009 | 20:37
Ingibjörg Sólrún búin að vera.
Þetta sýnir fólki að hún hyggst ekki axla neina ábyrgð. Ég trúi ekki fyrr en ég sé það að fólk í Samfylkingunni ætli að sætta sig við þessi vinnubrögð formannsins. Hún viðurkennir hér að hafa vitað af ástandinu í apríl í fyrra. Það dugar ekki hjá henni að segja að Seðlabankinn og fjármálaeftirlitið hafi ekki brugðist nógu hratt við tilmælum ríkisstjórnarinnar.
Nú er ljóst að báðir lykilráðherrar Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, forsætis og fjármálaráðherra munu hætta. Björgvin G Sigurðsson sagði af sér þegar hann vissi að stjórnin var sprungin. Það hefði hann aldrei gert nema af því að hann vissi að Samfylkingin ætlaði að sprengja stjórnina. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa fólks að Ingibjörg hypji sig á brott með hinum sem bera ábyrgð í þessu máli. En Ingibjörg ætlar að láta persónufylgi Jóhönnu Sigurðardóttur fleyta sér yfir versta ölduskaflinn.
Miðað við það sem maður hefur lesið hjá hinum ýmsu samfylkingar mönnum og konum undanfarið, þá sættir það fólk sig ekki við svona vinnubrögð. Fólk hlýtur að styðja Jón Baldvin frekar en Ingibjörgu ef það ætlar að halda trúverðugleika Samfylkingarinnar lifandi. Kjósendur sjá auðveldlega í gegnum svona plott.
Pólitískt sjálfsmorð.......
IMF varaði við í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)