Gleðidagur. Spurning um að flagga.

Mikið er nú gott að vakna og sjá að miklar líkur eru til að bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Álfheiður Ingadóttir séu á leið út af þingi. Verð nú bara að vera alveg heiðarlegur og segja að ég gleðst mjög yfir því að losna við þær útaf þingi ef það verður raunin. Sýnist á þessum úrslitum að VG fólk í Reykjavík sé mér sammála.

Hvað varðar Álfheiði þá held ég að fólk hafi séð hennar innræti í mótmælunum í haust þar sem hún fór framarlega í flokki þeirra ribbalda sem höguðu sér verst og svertu málstaðinn alvarlega. Þegar hún tók þátt í því að brjótast inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu fengu margir nóg. Kolbrún hefur á sínum þingferli verið á móti öllu sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram. Öfgarnar í hennar málflutningi hafa ekki farið vel í fólk. Hún hefur alltaf tekið þúfur og hríslur fram yfir þjóðina, og bara í síðustu viku tóku  þingmenn af henni ráðin Íslandi til heilla.

En þetta eru svo sannarlega góð skipti hjá VG Í Reykjavík. Á Svandísi Svavarsdóttur hef ég mikið álit og tel að hún sé mjög sterkur stjórnmálamaður, þó að ég sé ekki skoðanabróðir hennar þá fer þar öflug kona. Vona bara að hennar styrkur verði ekki til að hinar tvær detti inn á þing aftur.

Bleikt eða blátt......


mbl.is Lokatölur komnar hjá VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband