Færsluflokkur: Bloggar
1.5.2009 | 08:54
Vanhæf ríkisstjórn.
Það var áhugavert að hlusta á frænda minn Finnboga Sveinbjörnsson formann verkalýðsfélags Vestfjarða í útvarpinu í gær. Þar var hann að tala um atvinnuleysisbætur og lægstu laun. En það sem að ég hjó helst eftir hjá honum var þegar hann hvatti fólk til að mæta í kröfugöngur á 1. maí með skiltin frá því í haust. Þar var vinsælasta skiltið fyrir utan "helvítis fokking fokk" skilti þar sem stóð "vanhæf ríkisstjórn". Einnig kyrjaði pottormasveitin þetta stanslaust í mótmælunum.
Ég er sammála Finnboga með það að þessi ríkisstjórn sem setið hefur undanfarið, og verið er að reyna að hnoða lífi í er vanhæf, eða átti hann við eitthvað annað þegar hann hvatti fólk til að koma með gömlu skiltin. Það er ekkert að gerast sem kemur til góða fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Það hjálpar engum að lengja í snörunni. Það skiptir ekki máli fyrir fólk hvort það fer á hausinn núna eða í haust. Á meðan ástandið versnar stöðugt þá eru ríkisstjórnarflokkarnir að karpa um ESB. Það gera þeir Þrátt fyrir að vita að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild. Þangað til stjórnmálamenn sjá hvaða mál það eru sem þarf að fara í strax þá eru þeir allir vanhæfir.
Verðugur er verkamaðurinn launanna......
Kröfuganga og útifundur 1. maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 12:34
Að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig.
Það er nú hvorki vænlegt fyrir Guðlaug eða Sjálfstæðisflokkinn ef hann situr sem fastast þrátt fyrir þetta. Það er svona fólk í Sjálfstæðisflokknum sem er stærsta ástæðan fyrir því hve slæma útreið hann fékk í kosningunum. Þeir liðsmenn sem hugsa ekki um hag flokksins og fólksins sem þeir vinna fyrir, heldur bara um sjálfan sig eiga að vera í öðru liði. Flokkurinn losnaði sem betur fer við megnið af þeim fyrir kosningarnar en Guðlaugur er eftir og sýnir ekkert fararsnið á sér.
Ef að takast á að byggja upp flokkinn okkar aftur þá verður traust og trúnaður að ríkja milli kjósenda annarsvegar og kjörinna fulltrúa hinsvegar. Það á ekki við í þessu tilfelli. Guðlaugur er rúinn trausti og þessar útstrikannir sanna það. Hversu margir kusu svo aðra flokka vegna þess fáum við aldrei að vita. Þeir voru vafalaust fjölmargir. Með svona dragbíta verður Sjálfstæðisflokkurinn aðeins svipur hjá sjón .
Segðu af þér......
Guðlaugur Þór niður um sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2009 | 19:40
Á tölvunámskeiði hjá Bjarna Harðar.
Það lítur út fyrir að Friðrik hafi farið á námskeið hjá Bjarna Harðar.
Rólegan æsing.....
Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2009 | 10:03
Sólin kom upp í morgun.
Eins og við mátti búast.
Þessi kosningabarátta var stutt og snörp. Hún var líka óvenjuleg að því leyti að hún snérist ekki um málefni. Þess vegna varð hún leiðinlegri en oft áður. Þó eins og alltaf stendur uppúr vinnan og samskiptin við allt það góða fólk sem kemur að svona verkefni. Það er stutt í að við förum aftur í svona baráttu því Þetta verður stutt kjörtímabil. Þá verða vopn vinstri manna að vera önnur og betri en beitt var í þessari baráttu. Þá verða engir styrkir til að hjálpa þeim. Þá mun heldur ekki duga að segja að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á öllu sem miður hefur farið.
Það er ljóst að gríðarlega erfitt verkefni bíður þeirra sem nú setjast á Alþingi Íslendinga. Nú verður það fólk að leggja til hliðar pólitíska duttlunga og fara saman í að vinna þjóðina út úr þessari klípu sem við erum í. Aðeins þannig mun það takast. Ég óska að sjálfsögðu öllum nýju þingmönnunum til hamingju með kjörið.
Sjálfstæðisflokkurinn fær útreið í þessum kosningum. Það er okkur sjálfum að kenna, en ekki því að hinir hafi svona margt fram að færa. Það sem verður að gerast á næstu misserum og mánuðum ef að flokkurinn ætlar ekki að verða einn af smáflokkunum, er að sumt fólk sem þar starfar fari að setja flokkinn númer eitt. Ástæðan fyrir þessu hruni nú er að sumir hafa allt of mikið hugsað um sjálfan sig og sett hagsmuni flokksins og fólksins til hliðar. Það er ekki vænlegt til árangurs. Það er engin stærri en liðið sem hann er í.
Strax og ljóst varð útkoman yrði slæm í þessum kosningum hófst vinna við að koma flokknum á þann stað sem hann á heima, sem stærsti flokkur landsins. Í þeirri vinnu ætla ég að leggja mitt af mörkum og ég veit að flokkurinn mun stoppa stutt við þar sem hann er núna.
Um leið og ég þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn í þessari kosningabaráttu hér í Ísafjarðarbæ þá segi ég við allt það góða fólk. Við vitum að stefna Sjálfstæðisflokksins er sú stefna sem koma mun landinu út úr efnahagskreppunni. Höldum áfram að vinna eins og við höfum gert síðustu tvær vikur og þá mun verða stutt í að við komumst til valda á ný.
Kosið á ný innan tveggja ára.......
27 nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 16:48
Kjósum með hausnum, ekki hjartanu.
Sjálfstæðisflokkurinn er rétti kosturinn. Þetta viljum við gera.
- Við ætlum að gefa fólkinu í landinu von með því að virkja í því kraftinn, byggja upp atvinnulífið og vinna okkur út úr kreppunni
- Við höfum áætlun um að skapa allt að 20 þúsund ný störf á næsta kjörtímabili
- Sjálfstæðisflokkurinn vill að þeim sem eru í vanda vegna greiðslubyrði húsnæðislána standi til boða skilvirk og einföld lausn sem gengur út á að unnt sé að lækka greiðslubyrði lána um 50% í þrjú ár gegn því að lengja lánið á móti
- Við viljum nýta auðlindir landsins og byggja upp í orkufrekri atvinnustarfsemi
- Við ætlum að standa með íslenskum sjávarútvegi og koma í veg fyrir að útgerðir landsins verði settar á hliðina með því að innkalla kvótann
- Sjálfstæðisflokkurinn mun setja í forgang að hagræða í ríkisrekstrinum og ná tökum á ríkisfjármálunum í stað þess að velta vandanum yfir á skattgreiðendur landsins
- Við ætlum að koma fyrirtækjunum úr forsjá ríkisins eins fljótt og kostur er og tryggja að einkaframtakið fái að njóta sín á ný
- Á undanförnum átján árum höfum við byggt upp samfélag á heimsmælikvarða með sterkum innviðum; mennta- og heilbrigðiskerfi í fremstu röð, miklar framfarir hafa orðið í samgöngumálum og stóraukin framlög til velferðarmála - á þessum sterka grunni munum við byggja
Hvað mun vinstristjórnin gera?
Margir samverkandi þættir þurfa að ganga upp á næstu misserum til þess að Ísland og íslenska þjóðin nái að vinna sig út úr erfiðleikunum. Gengi krónunnar þarf að styrkjast, vextir að lækka hratt, taka þarf erfiðar ákvarðanir í ríkisfjármálum til þess að ná saman fjárlögum fyrir næstu ár í samræmi við efnahagsáætlun IMF og loks þarf að skapa ný störf og vinna þannig gegn atvinnuleysi. Hvað hefur vinstristjórnin boðað?- Kolbrúnu Halldórsdóttur finnst það groddalegt að stunda rannsóknir og olíuleit á Drekasvæðinu og vill hætta við áformin strax
- Fréttamaður þurfti að spyrja Steingrím J. Sigfússon sex sinnum hvort hann vildi fara út í olíuvinnslu á svæðinu og fékk það svar að VG myndi sjá til að loknum rannsóknum eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2.
- Vinstri grænir vilja ekki álver á Bakka og ekki álver í Helguvík þar eru 6000 til 8000 störf sem gætu skapast
- Össur Skarphéðinsson ákvað á borgarafundi í Reykjavík eftir að hafa verið spurður ítrekað af spyrlunum að snúast gegn álveri á Bakka og lýsa því yfir að hann vildi ekki álver þar
- Enn sem komið er hefur vinstristjórnin ekki útskýrt fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hvernig hún muni snúa sér í ríkisfjármálunum og því berast ekki lánagreiðslur frá sjóðnum til landsins
- Framundan eru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð í ríkisrekstrinum: Trúir því einhver að Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson muni standa í lappirnar í niðurskurði á opinberu fé? Trúir því einhver að þau muni standast þá freistingu að að seilast í vasa fólks með því að hækka skatta í staðinn?
- Stefna beggja flokka er að taka með valdi aflaheimildir frá útgerðum landsins sem mun setja stóran hluta af útgerðarfélögum þjóðarinnar á hliðina og valda bönkunum miklu tjóni
Valið er augljóst - setjum X við D á morgun.......
Sögulegar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.4.2009 | 20:26
Hann hefði getað sagt sér það sjálfur.
Þegar hann ákvað að koma vinstri minnihlutastjórn til valda. Ástandið hefur stöðugt versnað frá 1 febrúar og nægir þar að nefna veikingu krónunnar um 20 %. Enn verri staða blasir við bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Fólk er að missa húsin sín og fyrirtækin fá ekki fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Þeir stjórnmálamenn sem halda því fram að ástandið hafi eitthvað lagast í tíð minnihlutastjórnarinnar eru lýðskrumarar og ekkert annað.
En það versta er að þeir sem nú eru við völd hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að mæta vandanum sem uppi er. Þeir forðast að ræða lausnir. Þeir snúa sig útúr spurningum um ástandið með orðagjálfri um ekki neitt. Þeir fela fávisku sína í umræðum um styrki til stjórnmálamanna, sem í dag skipta engu máli. Enn fremur skjóta þeir niður allar tillögur um uppbyggingu eins og álver og virkjanir sem er nákvæmlega það sem okkur vantar í dag.
Síðast í gær hafnaði iðnaðarráðherrann álveri á Bakka, og umhverfisráðherrann olíuvinnslu á norðaustur landi. Þannig að það er hárrétt hjá Sigmundi Davíð að annað og enn verra allsherjarhrun er yfirvofandi. Á því bera hann og Framsóknarflokkurinn ábyrgð með því að koma þessu liði til valda.
Allsherjarhrun í boði Framsóknarflokksins......
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2009 | 08:08
Ég er ósammála. Mótmælum öll.
Ég hef skráð mig á http://osammala.is/. Þar geta þeir skráð sig sem eru ósammála því sem Samfylkingin aðallega berst fyrir, að gefa eftir fullveldið og verða smá sker í Evrópuhafinu. Allt hugsandi fólk hlýtur að leggja sitt af mörkum til að svo verði ekki.
Þjóðin vill EKKI í ESB......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 20:19
Verði ykkur að góðu.
Þið sem kjósið þetta fólk sem veit ekki hvort það er að koma eða fara. Ef að fólki finnst þetta trúverðugt þá held ég að það ætti að kjósa þetta bull yfir sig. En þá skal fólk líka muna það að ástandið hefur aðeins versnað eftir að minnihlutastjórnin tók við. Meira að segja vinstri mennirnir sem hafa verið að rífa kjaft hér á síðunni minni gátu ekki sagt neitt við síðustu færslu um veikingu krónunnar. Nú er nefnilega ekki lengur hægt að kenna Davíð og Sjálfstæðisflokknum um.
Ekki samstaða um nokkurn skapaðan hlut.....
VG ekki gegn olíuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2009 | 17:18
Krónan í frjálsu falli.
Frá 1. febrúar hefur gengi krónunnar fallið um tæp 20 %. Það hefur hún gert þrátt fyrir allar fínu hugmyndirnar sem minnihlutastjórnin kom með inn í Seðlabankann. Trúverðugleikinn hefur ekki aukist hið minnsta þrátt fyrir að allir bankastjórarnir hafi verið látnir fara. Norskur sérfræðingur tók við, og stjórn peningamála var sett á laggirnar en allt kemur fyrir ekki.
Krónan var að braggast við aðgerðir fyrri ríkisstjórnar, en það er greinilegt að eftir að minnihlutastjórnin tók við þá er hún í frjálsu falli.
Gengisvísitalan er 223......
Krónan veiktist um 0,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 20:53
Hvernig á þetta að geta gengið upp.
Ég sé ekki í augnablikinu hvor flokkurinn mun lúffa eftir kosningar. Það er á hreinu miðað við þessi orð Björgvins að annar flokkurinn verður að gefa eftir ef þeir eiga að ná saman. Held að þetta sé ekki eina málið þar sem ágreiningur á milli flokkanna kemur upp á yfirborðið. Á föstudag klofnaði minnihlutastjórnin í Helguvíkurmálinu.
Það er því ljóst að allt hjal þeirra um að ganga bundin til kosninga og samstarfsvilja eftir kosningar er ótrúverðugt.
Marklaust hjal.....
Evrópustefnan verði á hreinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)