Hvernig á þetta að geta gengið upp.

Ég sé ekki í augnablikinu hvor flokkurinn mun lúffa eftir kosningar.  Það er á hreinu miðað við þessi orð Björgvins að annar flokkurinn verður að gefa eftir ef þeir eiga að ná saman. Held að þetta sé ekki eina málið þar sem ágreiningur á milli flokkanna kemur upp á yfirborðið. Á föstudag klofnaði minnihlutastjórnin í Helguvíkurmálinu.

Það er því ljóst að allt hjal þeirra um að ganga bundin til kosninga og samstarfsvilja eftir kosningar er ótrúverðugt.

Marklaust hjal.....


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Sérðu það ekki nei? Samfylkingin mun snúa bakinu við ESB á sömu mínútu og kjörstaðir loka.

Í Samfylkingunni ræður vinstrisinnaðasti armurinn - og hann hefur engan áhuga á ESB. Jóhanna er Vinstri Græn út í gegn.

Við sjáum í dag að Steingrímur ætlar að koma á fót Gjaldeyrislögreglu Ríkisins með það að markmiði að festa betur í sessi haftaþjóðfélagið sem honum er svo hugfólgið.

Loka á landinu og snúa sér að sjálfsþurftarbúskap. Engum má vegna vel, þá verður hann skattlagður til bana. Stefna Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna er að allir skuli vera jafnir, þó það þýði að allir verði eins í sömu eymdinni.

Samfylkingin lúffar og verið er að narra kratana til að kjósa Samfó til að tryggja haftastjórninni áframhaldandi setu.

Guð blessi Ísland á meðan við upplifum þær myrku miðaldir sem senn fara í hönd.

Liberal, 20.4.2009 kl. 21:01

2 identicon

Hvernig ætti VG að geta farið með Sjálfstæðismönnum, kvóta og álfurstaflokki?

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þá eru þeir að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband