Sólin kom upp í morgun.

Eins og við mátti búast.

Þessi kosningabarátta var stutt og snörp. Hún var líka óvenjuleg að því leyti að hún snérist ekki um málefni. Þess vegna varð hún leiðinlegri en oft áður. Þó eins og alltaf stendur uppúr vinnan og samskiptin við allt það góða fólk sem kemur að svona verkefni. Það er stutt í að við förum aftur í svona baráttu því Þetta verður stutt kjörtímabil. Þá verða vopn vinstri manna að vera önnur og betri en beitt var í þessari baráttu. Þá verða engir styrkir til að hjálpa þeim. Þá mun heldur ekki duga að segja að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á öllu sem miður hefur farið.

Það er ljóst að gríðarlega erfitt verkefni bíður þeirra sem nú setjast á Alþingi Íslendinga. Nú verður það fólk að leggja til hliðar pólitíska duttlunga og  fara saman í að vinna þjóðina út úr þessari klípu sem við erum í. Aðeins þannig mun það takast. Ég óska að sjálfsögðu öllum nýju þingmönnunum til hamingju með kjörið.

Sjálfstæðisflokkurinn fær útreið í þessum kosningum. Það er okkur sjálfum að kenna, en ekki því að hinir hafi svona margt fram að færa. Það sem verður að gerast á næstu misserum og mánuðum ef  að flokkurinn ætlar ekki að verða einn af smáflokkunum, er að sumt fólk sem þar starfar fari að setja flokkinn númer eitt. Ástæðan fyrir þessu hruni nú er að sumir  hafa allt of mikið hugsað um sjálfan sig og sett hagsmuni flokksins og fólksins til hliðar. Það er ekki vænlegt til árangurs. Það er engin stærri en liðið sem hann er í.

Strax og ljóst varð útkoman yrði slæm í þessum kosningum hófst vinna við að koma flokknum á þann stað sem hann á heima, sem stærsti flokkur landsins. Í þeirri vinnu ætla ég að leggja mitt af mörkum og ég veit að flokkurinn mun stoppa stutt við þar sem hann er núna.

Um leið og ég þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn í þessari kosningabaráttu hér í Ísafjarðarbæ þá segi ég við allt það góða fólk. Við vitum að stefna Sjálfstæðisflokksins er sú stefna sem koma mun landinu út úr efnahagskreppunni. Höldum áfram að vinna eins og við höfum gert síðustu tvær vikur og þá mun verða stutt í að við komumst til valda á ný.

Kosið á ný innan tveggja ára.......


mbl.is 27 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góðan daginn Golli og til hamingju með úrslit kosninga.

Mér finnst eins og þú hafir verið að koma úr 18 ára túr á frystitogara eða útlegð.

Þú vonandi gerir þér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn verður aldrei neitt annað en smáflokkur nema til komi enn meiri hreinsun í allri forystu flokksins í öllum kjördæmum.

Sjálfstæðisflokkurinn er núna tekinn við hlutverki Frjálslyndaflokksins með öfugum formerkjum að vísu, flokkur sem berst fyrir óbreyttu kvótakerfi.

Það eru dapurleg örlög þessa fyrrum stærsta stjórnmálaflokks landsins að einángrast sem kvótaflokkur fyrir fámenna klíku spiltra einstaklinfga innan LÍÚ, einstaklinga sem misnotað hafa aðstöðu sína dæmalaust gróflega árum saman.

Einstaklinga sem rústað hafa heilu byggðarlögunum, landsfjórðungunum og öllu bankakerfinu og heimilum landsins.

Einstaklinga sem rændu öllum Lífeyrissjóðum og Sparisjóðum landsmanna svo gjörsamlega að eftir stendur nánast ekki neitt nema óskin um að ríkið komi með peninga til bjargar.

Einstaklinga sem eyðilögðu arfleið forfeðra okkar og rústuðu framtíð barna okkar og ófæddra kynslóða.

Bestu kveðjur frá Tálknafirði.

Níels A. Ársælsson., 26.4.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Já sólin, hún svíkur ekki sína   Kosningabaráttan er sem betur fer að baki og ég tek undir þau orð þín að nú verði þingheimur að taka höndum saman og ganga í verkin.

bestu kveðjur

Rannveig Þorvaldsdóttir, 26.4.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband