Kjósum með hausnum, ekki hjartanu.

  

Sjálfstæðisflokkurinn er rétti kosturinn. Þetta viljum við gera.


  • Við ætlum að gefa fólkinu í landinu von með því að virkja í því kraftinn, byggja upp atvinnulífið og vinna okkur út úr kreppunni

  • Við höfum áætlun um að skapa allt að 20 þúsund ný störf á næsta kjörtímabili

  • Sjálfstæðisflokkurinn vill að þeim sem eru í vanda vegna greiðslubyrði húsnæðislána standi til boða skilvirk og einföld lausn sem gengur út á að unnt sé að lækka greiðslubyrði lána um 50% í þrjú ár gegn því að lengja lánið á móti

  • Við viljum nýta auðlindir landsins og byggja upp í orkufrekri atvinnustarfsemi

  • Við ætlum að standa með íslenskum sjávarútvegi og koma í veg fyrir að útgerðir landsins verði settar á hliðina með því að innkalla kvótann

  • Sjálfstæðisflokkurinn mun setja í forgang að hagræða í ríkisrekstrinum og ná tökum á ríkisfjármálunum í stað þess að velta vandanum yfir á skattgreiðendur landsins

  • Við ætlum að koma fyrirtækjunum úr forsjá ríkisins eins fljótt og kostur er og tryggja að einkaframtakið fái að njóta sín á ný

  • Á undanförnum átján árum höfum við byggt upp samfélag á heimsmælikvarða með sterkum innviðum; mennta- og heilbrigðiskerfi í fremstu röð, miklar framfarir hafa orðið í samgöngumálum og stóraukin framlög til velferðarmála - á þessum sterka grunni munum við byggja

      

  • Hvað mun vinstristjórnin gera?


    Margir samverkandi þættir þurfa að ganga upp á næstu misserum til þess að Ísland og íslenska þjóðin nái að vinna sig út úr erfiðleikunum. Gengi krónunnar þarf að styrkjast, vextir að lækka hratt, taka þarf erfiðar ákvarðanir í ríkisfjármálum til þess að ná saman fjárlögum fyrir næstu ár í samræmi við efnahagsáætlun IMF og loks þarf að skapa ný störf og vinna þannig gegn atvinnuleysi. Hvað hefur vinstristjórnin boðað?

  • Kolbrúnu Halldórsdóttur finnst það „groddalegt“ að stunda rannsóknir og olíuleit á Drekasvæðinu og vill hætta við áformin strax

  • Fréttamaður þurfti að spyrja Steingrím J. Sigfússon sex sinnum hvort hann vildi fara út í olíuvinnslu á svæðinu og fékk það svar að VG myndi sjá til að loknum rannsóknum – eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2.

  • Vinstri grænir vilja ekki álver á Bakka og ekki álver í Helguvík – þar eru 6000 til 8000 störf sem gætu skapast

  • Össur Skarphéðinsson ákvað á borgarafundi í Reykjavík eftir að hafa verið spurður ítrekað af spyrlunum að snúast gegn álveri á Bakka og lýsa því yfir að hann vildi ekki álver þar

  • Enn sem komið er hefur vinstristjórnin ekki útskýrt fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hvernig hún muni snúa sér í ríkisfjármálunum og því berast ekki lánagreiðslur frá sjóðnum til landsins

  • Framundan eru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð í ríkisrekstrinum: Trúir því einhver að Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson muni standa í lappirnar í niðurskurði á opinberu fé? Trúir því einhver að þau muni standast þá freistingu að að seilast í vasa fólks með því að hækka skatta í staðinn?

  • Stefna beggja flokka er að taka með valdi aflaheimildir frá útgerðum landsins sem mun setja stóran hluta af útgerðarfélögum þjóðarinnar á hliðina og valda bönkunum miklu tjóni


    Valið er augljóst - setjum X við D á morgun.......


mbl.is Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já athyglisvert kjósa með höfðinu, xd og viðhalda spillingu og sukki ? má ég þá frekar biðja um að kjósa eftir hjartanu.

hilmar jónsson, 24.4.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það er nú svo með mig alla vega að hjartað og hausinn eru sama sinnis, og því ætla ég að setja X við O. Er búinn að fá nóg af sukki og svínaríi.

Hjörtur Herbertsson, 24.4.2009 kl. 16:56

3 Smámynd: Elín Arnar

Hvar eru aðgerðirnar fyrir heimilin? þessi lenging í lánum er nú þegar orðin. Það er ekkert nýtt í þessu... hálf máttlaust af sjálfstæðisflokknum verð ég að segja...

Elín Arnar, 24.4.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Flokkur gefur von. Mikill er mátturinn. Er þá Guð ekki til?

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Gunnar Hallsson

Það er mitt hjartansmál að kjósa ekki  Sjálfstæðisflokkinn. Ákvörðun mín byggir á rökhugsun og því mun ég kjósa bæði með haus og hjarta.

Gunnar Hallsson, 24.4.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Ársæll Níelsson

  • Við ætlum að gefa fólkinu í landinu von með því að virkja í því kraftinn, byggja upp atvinnulífið og vinna okkur út úr kreppunni

  • Við höfum áætlun um að skapa allt að 20 þúsund ný störf á næsta kjörtímabili
  • Bravó. Þvílíkar klisjur. Mér skilst nú reyndar að allir flokkar ætli að vinna okkur út úr kreppunni og fjölga störfum.
    Þvílíkt hugmyndaauðgi frá Sjálfstæðismönnum. 
    Sökkva svo enn meira gríðarlegum verðmætum og skella enn fleiri álverum á klakann og það á sama tíma í álverð hríðlækkar. Svo á, þvert á loforð um að efla atvinnulífið og þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar - þar með talið stórs hluta sjálsfstæðismanna - að standa vörð um mannréttindabrot sem koma í veg fyrir nýliðun og hafa blóðmjólkað sjávarbyggðir. 
    Til að toppa allt á svo að halda óbreyttri stefnu í einkavæðingamálum. Svona lærir þá sjálfstæðisflokkurinn af sínum mistökum og ætlar sér að gera þau betur í seinna skiptið. 

Ársæll Níelsson, 24.4.2009 kl. 17:53

7 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Komdu amk hausnum í lag karl! :)

 Ég er að kjósa í mitt fyrsta skipti og ég skoðaði ALLA flokka eins vel og ég gat og ég sé hvergi hvar sjálfstæðis menn ætla koma minni miðstétt til hjálpar!

Ég segi Xið við F og reisum upp okkar þjóðerni! Ísland heldur höfðinu hátt og missum EKKI trú á okkar krónu!

Ottó Marvin Gunnarsson, 24.4.2009 kl. 18:07

8 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ingólfur.  Það sem þið Sjálfstæðismenn ætlið að gera fjölskyldum þessa lands með því að lengja íbúðalánin er næg ástæða til að enginn hugsandi maður vill kjósa ykkur.  Fyrir utan svo allt annað...

En þú gæti prufað að hvetja fólk að kjósa með rassgatinu...

Eigið góðann kjördag.

Sigurður Jón Hreinsson, 24.4.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband