Færsluflokkur: Bloggar
29.5.2009 | 07:38
Þessi ríkisstjórn er algerlega ráðalaus.
Þetta gátu allir sagt sér. Þrátt fyrir að vinstri menn hafi ítrekað þrætt fyrir kosningar að þeir færu þessa leið til tekjuöflunar, þá er þetta nú komið á daginn. Það er löngu vitað að vinstri menn hafa engin ráð önnur en skattahækkanir. Þetta er aðeins byrjunin á svínaríinu sem fram undan er. Átta milljarðar á bök heimilanna er alls ekki það sem vantar nú. Þetta er væntanlega partur af skjaldborgaráætlun ríkisstjórnarinnar sem heilög Jóhanna hefur röflað um í allt vor.
Til hamingju allir með skattpíningastjórnina.....
Mjög óvinsælar aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2009 | 14:46
Látum kvikindið koma.
Þá er hægt að handtaka hann og kæra fyrir þau skemmdarverk sem unnin voru á árum áður. Þessi samtök eru rekin af rugluðu fólki um allan heim sem setur peninga í svona vitaleysu. Hver getur haldið því fram að maður sem ættleiðir hval sé með öllum mjalla. Hvalir eru ekkert öðruvísi en aðrar skepnur sem drepnar eru um allan heim.
Það væri réttast að stórauka hvalveiðar við Ísland, þó ekki væri nema bara vegna þess hve hvalurinn étur mikið af fiski.
Hlustum ekki á þessa fávita......
Aðgerð Ragnarök endurvakin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2009 | 09:03
Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Segir máltækið.
Þessi könnun á visir.is er vonandi vísbending um að fólk sé að átta sig á að vinstri flokkarnir eru ekki svarið við vandanum sem uppi er í þjóðfélaginu. Það verður skýrara með hverjum deginum sem líður.
Fólk er að átta sig á stöðu mála......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 22:14
Heimildarmaður Skutuls innan Sjálfstæðisflokksins.
Ég gat nú ekki annað en brosað út í annað í morgun þegar ég las frétt á skutull.is um meintar deilur sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ um fyrningaleiðina og kvótakerfið. Áður hefur verið frétt um klofning í meirihluta bæjarstjórnar í málinu. Í fréttinni í dag er vitnað í heimildarmann innan Sjálfstæðisflokksins. Þar er sagt orðrétt. "Öruggar heimildir skutuls.is innan Sjálfstæðisflokksins segja að sumir hafi viljað kalla saman sérstakan fund í bæjarmálaráði flokksins í Ísafjarðarbæ, til að ræða afstöðu hans, áður en kemur að næsta fundi bæjarstjórnar, þar sem málið verður til umræðu"
Eitthvað eru þessar heimildir nú lélegar. Bæjarmálaráðið fundaði nefnilega í byrjun síðustu viku þar sem þetta mál var m.a. rætt. Það er ekkert leyndarmál að í Sjálfstæðisflokknum eru ekki allir á sömu skoðun, svoleiðis hefur það aldrei verið, hvorki í kvótamálum né öðrum.
En á þeim sama fundi var hinsvegar meira rætt um úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar og aðgerðarleysi gagnvart heimilum og fyrirtækjum á landinu sem mörg hver eru að fara í þrot vegna seinagangs stjórnvalda. Um það ástand er hins vegar ekki hægt að lesa á óháða landsmálavefnum skutlull.is, enda passar þetta ekki við ímynd aðalfréttaritara vefjarins. Þar er heldur ekkert að finna um að stjórnarflokkarnir eru ekki á eitt sammála um að fara fyrningaleiðina ef tekið er mið af orðum sjávarútvegsráðherra. Það ætti þó að vera hægara um vik fyrir ritstjórnina að fá heimildir á stjórnarheimilinu en í Sjálfstæðisflokknum. Það sannast því enn og aftur að skutull.is er langt frá því að vera óháður fréttamiðill.
Fréttaritarinn hefur gefið sér tíma frá mikilvægum þingstörfum til að hafa uppá heimildarmanni sínum í Sjálfstæðisflokknum á Ísafirði, og skrifa frétt um málið. Hún hafði hins vegar ekki tíma til að hafa samband við forystufólk flokksins á Ísafirði, gott hjá henni.
Óháður vefmiðill......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 18:32
Lofar góðu.
Eða hitt þó heldur.
Það er óhætt að segja að fyrstu dagar þessa sumarþings og reyndar ríkisstjórnarinnar hafi verið allrar athygli verðir. Það er að fjölga málunum þar sem stjórnarflokkarnir eru á öndverðu meiði. ESB málið verður eins og bensín á eld þegar það kemur til umræðu í þinginu. Það varð lýðnum ljóst strax í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að VG liðar eru ekki par hrifnir af áróðri og úrræðaleysi samfylkingarfólks.
Guðfríður Lilja formaður þingflokks VG bað Jóhönnu vinsamlegast að tala aðeins fyrir sinn flokk þegar hún þuldi upp dásemdir Evrópusambandsins. Ekki eru þær stöllur sammála þar þó þær eigi sitthvað sameiginlegt.
Flokkarnir eru líka ósammála um hvað á að gera í fiskveiðistjórnunarkerfinu, það kom skýrt fram í dag í þinginu. Þar kom líka fram að Samfylkingin er einangruð í afstöðu til fyrningaleiðarinnar, því kom Jón Bjarnason til skila þó ekki væri mikið vit í því sem hann las upp úr stjórnarsáttmálanum. Það að hann kalli fólk sem er ekki sammála sér veruleikafirrta segir meira um hann sjálfan en nokkuð annað.
Og nú eru flokksfélagarnir í Samfylkingunni ósammála um tónlistarhúsið og svona mætti lengi telja. Á meðan þessi mikilvægu mál taka allan tíma frá stjórnarliðunum þá brenna heimilin og fyrirtækin til grunna og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjá ekki út úr augum fyrir reyk. Þrátt fyrir það er haldið á að bæta sprekum á bálið.
Það jákvæða er þó að þeirra helsta stefnumál frá minnihlutastjórninni er heldur betur að skila sér. Trúverðugleiki Seðlabankans er að aukast. Eftir að Davíð var rekinn hefur krónan veikst um 30%, og gengisvísitalan hefur aldrei verið hærri.
Komið ykkur að verki, ekki er vanþörf á.......
Veruleikafirrtur grátkór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 20:15
Aumasta stefnuræða síðustu ára.
Það er með ólíkindum að Jóhanna skuli endalaust hamra á því að eina leiðin sé að ganga í ESB. Það er öllum orðið ljóst að Samfylkingin hefur engin ráð um það hvernig á að bregðast við þeim vanda sem uppi er. Steingrímur Joð hefur nú sagt það síðustu 20 ár að þetta hafi verið sú aumasta stefnuræða sem hann hafi heyrt. Stöðu hans vegna getur hann ekki haldið sínum vana nú. Hann hefur örrugglega átt erfitt með að hlusta á þetta ESB væl í forsætisráðherra.
Slakt var það.......
Hljótum að vinna saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 22:19
Þeim fjölgar stöðugt.
Sem sjá feigðina í þessari fyrningaleið stjórnarflokkanna. Að sama skapi fara þeir mikinn í að lofa leiðina sem halda að nú verði þeim allir vegir færir í útgerð og fiskvinnslu. Flestir þeirra sem hafa hátt um ágætið eru búnir að selja sig einu sinni út úr greininni, sumir þeirra oftar. Það er ekkert réttlæti í því að taka af einum til að rétta þeim sem hafa selt sig út. Þeir sem telja það réttlæti og reyna að bera það á borð eru ekki að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í greininni. Fólk sem er kjörið til að fara með atkvæði kjósenda verður skilyrðislaust að skoða svona mál ofan í kjölinn áður en það ákveður að það að fara í stærstu eignaupptöku sögunnar sé rétta leiðin. Þeir verða líka að hugsa um hag umbjóðenda sinna og þeirra fjölskyldna. Bæir eins og Ísafjarðarbær eiga allt undir því að stöðuleiki haldist, og fyrirtækin geti áfram starfað óáreitt.
Menn geta verið sammála um að það eru agnúar á núverandi kerfi og þá er hægt að sníða af. Það er hægt að gera í sátt allra sem að greininni koma ef rétt er haldið á spilunum. Sú leið sem stjórnarflokkarnir boða gerir þvert á móti. Hún mun koma af stað holskeflu málshöfðana gegn ríkinu og á endanum valda öðru hruni, í millitíðinni mun hún rústa sjávarútvegnum.
Nú munu væntanlega koma hér athugasemdir um að ég sé leigupenni LÍÚ, varðhundur sægreifanna og ýmislegt annað. En staðreyndin er sú að við hjónin störfum bæði við sjávarútveginn. Við höfum aldrei átt kvóta, eða hagnast á núverandi kerfi að öðru leyti en að hafa góða vinnu hjá traustum fyrirtækjum. Fyrirtækjum sem hafa keypt allan sinn kvóta. Þau hafa verið byggð upp á síðasta áratug í takt við lög og reglur frá Alþingi. Þess vegna er ég sannfærður um að þessi leið verður ekki farin án skaðabóta til þeirra sem hafa keypt aflaheimildir.
Illur ásetningur......
SF leggst gegn hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.5.2009 | 16:50
Á fund skapara síns.
Ég verð nú að segja að blaðamannafundurinn sem var að enda í þessu svaraði ekki miklu fyrir þann fjölda sem er atvinnulaus og í vanskilum með sín lán. Það sem stendur uppúr er að VG svíkur kjósendur sína og lætur Samfylkinguna þvinga sig í ESB. Einnig er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir er alsendis ófær um að fara með stjórn efnahagsmála landsins og færir því allt sem því viðkemur í nýtt efnahagsráðuneyti. Reyndar er engin nógu hæfur í þessum flokkum til að stýra því og þess vegna verður áfram notast við Gylfa Magnússon.
Það er líka áhugavert að heyra að þau byrja niðurskurðinn á því að fljúga allri ríkisstjórninni til Akureyrar til að funda. Ekki er það nú góð byrjun og rétt skilaboð til fólksins í landinu sem á væntanlega að taka á árunum með þeim.
Það blasir við að þetta samstarf á eftir að vera stormasamt, svo ólíkir eru þessir flokkar þó þeir séu báðir úr vinstri armi stjórnmálanna. Ég get ekki séð að það gangi stóráfallalaust að leggja fram þingsályktunar tillögu, og koma henni í gegn um þingið þar sem annar stjórnarflokkurinn er á móti.
En annars gátu þau skötuhjú Steingrímur og Jóhanna ekki svarað að neinu viti því þeim lá svo á að fara til Bessastaða og hitta þann sem á jú heiðurinn af þessu öllu saman. Það var jú útrásar forsetinn sem kom þessu liði til valda.
Slæmur dagur......
Óbreytt stjórnskipan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2009 | 19:32
Titlingaskítur.
Þessar aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt til hjálpar þeim sem eru verst settir ná ekki nálægt því nógu langt. Það þarf t.d. að setja inn frystingu á lánum hjá þeim sem eru atvinnulausir. Þá er ég að tala um þannig frystingu að fólk stoppar að greiða á meðan það er atvinnulaust. Ef og þegar það fær síðan vinnu aftur þá heldur það áfram að greiða niður lánið. Vextir og höfuðstóll standa þá í stað á meðan frystingin er. Hvernig er hægt að ætlast til að fólk geti staðið í skilum þegar það hefur engar tekjur. Það er kominn tími til að þeir sem lána peningana taki smá skerf af kreppunni til sín.
Reyndar furða ég mig á því hvers vegna liðið sem fylkti sér á bak við Hörð Torfason í haust og lét öllum illum látum á Austurvelli er ekki byrjað að berja potta á nýjan leik. Frá því að þeim tókst ætlunarverk sitt að koma gömlu ríkisstjórninni frá þá hefur staðan versnað um allan helming. Var það annars ekki ástandið í þjóðfélaginu sem liðið var að mótmæla. Er allt í lagi að standa í rústunum vegna þess að vinstri stjórn er við völd.
Ekki taka mig þannig að ég sakni þess að sjá smettið á Hallgrími Helgasyni eða Herði Torfasyni. Mín vegna mættu þeir halda sig fjarri um alla framtíð. En ef þetta lið sem var að mótmæla í haust er eitthvað samkvæmt sjálfu sér þá ætti það að hunskast á Austurvöll strax á morgun og baula á ríkisstjórnina.
Ef að sú gamla var vanhæf þá er þessi óhæf.....
ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2009 | 16:47
Skiptir ekki nokkru máli.
Þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig á að leysa þann vanda sem uppi er og stöðugt vex. Það er óvirðing við það fólk og fyrirtæki sem er komið í þrot, að vera að spjalla um myndun ríkisstjórnar á meðan landið brennur. Það að láta ágreining um ESB verða til þess að þetta taki svona langan tíma er óásættanlegt.
Þetta fólk verður að skilja það að þolinmæði flestra er á þrotum. Þið fáið ekki endalausan tíma til að þrúkka um eitthvað sem ekki skiptir nokkru máli. Fólk vill lausnir í efnahagsmálum strax og engar refjar. Ef lausnirnar eru ekki fyrir hendi þá á að hleypa öðrum að stjórnarmyndunarborðinu.
Óréttlætið burt.....
Stjórnarsáttmáli í smíðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)