Þeim fjölgar stöðugt.

Sem sjá feigðina í þessari fyrningaleið stjórnarflokkanna. Að sama skapi fara þeir mikinn í að lofa leiðina sem halda að nú verði þeim allir vegir færir í útgerð og fiskvinnslu. Flestir þeirra sem hafa hátt um ágætið eru búnir að selja sig einu sinni út úr greininni, sumir þeirra oftar. Það er ekkert réttlæti í því að taka af einum til að rétta þeim sem hafa selt sig út. Þeir sem telja það réttlæti og reyna að bera það á borð eru ekki að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í greininni. Fólk sem er kjörið til að fara með atkvæði kjósenda verður skilyrðislaust að skoða svona mál ofan í kjölinn áður en það ákveður að það að fara í stærstu eignaupptöku sögunnar sé rétta leiðin. Þeir verða líka að hugsa um hag umbjóðenda sinna og þeirra fjölskyldna. Bæir eins og Ísafjarðarbær eiga allt undir því að stöðuleiki haldist, og fyrirtækin geti áfram starfað óáreitt.

Menn geta verið sammála um að það eru agnúar á núverandi kerfi og þá er hægt að sníða af. Það er hægt að gera í sátt allra sem að greininni koma ef rétt er haldið á spilunum. Sú leið sem stjórnarflokkarnir boða gerir þvert á móti. Hún mun koma af stað holskeflu málshöfðana gegn ríkinu og á endanum valda öðru hruni, í millitíðinni mun hún rústa sjávarútvegnum.

Nú munu væntanlega koma hér athugasemdir um að ég sé leigupenni LÍÚ, varðhundur sægreifanna og ýmislegt annað. En staðreyndin er sú að við hjónin störfum bæði við sjávarútveginn. Við höfum aldrei átt kvóta, eða hagnast á núverandi kerfi að öðru leyti en að hafa góða vinnu hjá traustum fyrirtækjum. Fyrirtækjum sem hafa keypt allan sinn kvóta. Þau hafa verið byggð upp á síðasta áratug í takt við lög og reglur frá Alþingi. Þess vegna er ég sannfærður um að þessi leið verður ekki farin án skaðabóta til þeirra sem hafa keypt aflaheimildir.

Illur ásetningur......


mbl.is SF leggst gegn hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú ofurlítið orðum aukið að þeim fjögi sem sjá ,,feigðina" í fyrnigarleið stjórnarflokkanna. Það hafa einugnis verið LÍÚ-mafían og strengjabrúður hennar sem hafa verið að reka upp hljóð. Þó það nú væri að sjóræningjarnir reyni að verja góssið sem þeir komust yfir.

Jóhannes Ragnarsson, 12.5.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Golli.

Það eru allt sömu aðilar í LÍÚ og SF svo ekki láta blekkjast af þessu rugli.

Og ef það hefur farið framhjá þér Golli þá er búið að kjósa !

Níels A. Ársælsson., 12.5.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Úr lögum um stjórn fiskveiða:

"...1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. ..."

Heldurðu að þessi lagagrein verði grundvöllur að skaðabótakröfum?

Finnur Hrafn Jónsson, 13.5.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þeir sem eru hrifnastir af þessari þjóðnýtingu, fyrir utan Huga Chavez, eru einmitt þeir sem hafa annað hvort selt sig út úr atvinnugreinninni.  Leyst út talsverðan hagnað með sölu á kvóta sem þeir fengu gefins.  Svo má ekki gleyma þeim sem hafa farið á hausinn í rekstri í greininni og staðfest endanlega að þeir eiga ekki að vera í forsvari á þessu sviði.  Þetta er harkalegt að segja, en skoðið bara málflutninginn og sanniði til, en sannleikurinn svíður ekki satt?

Þetta eru einmitt þau skilaboð sem við þurfum að senda alþjóðlegum fjárfestum, eða hvað?  Fjárfestið á Íslandi og ef pólitískir vinda blása á einhvern óheppilegan hátt fyrir ykkur, verðu eign ykkar þjónýtt.  Þetta er nefnilega bara þjónýting.  Fólk ætti ekki að láta einhver rómantísk rök rugla sig í rýminu. 

Svo tala málpípur vinstri manna fjálglega um að "tryggja" eigi nýliðun og svo framvegis.  Setja eigi þessar þjóðnýttu aflaheimildir á markað.  Hverjir eiga mesta peninga til þess að kaup þær eða leigja á hæsta verði á uppboðsmarkaði?  Ætli það séu þeir sem mest fjármagnið hafi?  Ætli það tryggi einhverjá "nýliðun"?

Þetta dæmigerður hringlandaháttur vinstrimanna sem er settur fram fyrir kosninga til þess að veiða atkvæði, enda hafa þau mestan áhuga á því, frekar en að veiða fisk.  Fyrirgefið, en það eru ekki á allir eitt sáttir um þetta.  Í lokin er rétt að taka það fram að ég á ekki gramm í kvóta og hef aldrei átt.  Mínir hagsmunir eru eins og 99% Íslendinga óbeinir og mér er annt um að þessi auðlynd sé nýtt sem skynsamlegast fyrir okkur öll.  Það gerum við ekki með því að tryggja sóun.

Helgi Kr. Sigmundsson, 13.5.2009 kl. 01:15

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ef veiðileyfi væru boðin upp með því að boðin væri prósenta af því verði sem fengist fyrir fiskinn á markaði skipti engu máli aðgangur að fjármagni. Einungis skipti máli hagkvæmni í rekstri.´

Þá væri möguleiki fyrir nýja aðila til að koma inn í greinina án þess að þeir þurfi að borga þeim sem fyrir eru fyrir eitthvað sem þeir eiga ekki.

Gjafakvóti til ákveðinna útvalinna er ekkert annað en sósíalismi af verstu gerð. Uppboð veiðileyfa er eðlilegur framgangur í nútíma markaðsþjóðfélagi.

Finnur Hrafn Jónsson, 13.5.2009 kl. 07:50

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Helgi minn farðu nú að hætta þessu !

Ekki dytti mér í hug að skera botnlangann úr manni !

Níels A. Ársælsson., 13.5.2009 kl. 08:33

7 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Níels minn, ertu að segja að aðeins "innvígðir" megi tjá sig um sjávarútvegsmál?

Það er gott að þú ætlar ekki að skera botnlanga úr manni.  Ég myndi t.d. ekki selja frá mér kvóta og gera svo ekkert annað en að mótmæla sama kvótakerfi og saka þá sem keyptu, um einhverja ómennsku.

Eigum við ekki bara að vera sammála um að vera ósammála, svona eins og Vinstri grænir og Samfylking?

Helgi Kr. Sigmundsson, 13.5.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband