Færsluflokkur: Bloggar

Útrásin til Grænlands.

Það eina góða við að útrásarvíkingarnir settu þjóðina á hausinn er það að maður hefur alveg verið laus við bullið í ÓRG undanfarna mánuði. Sendiherra útrásarinnar er sennilega réttnefni á þennan fyrrum pólitíska ref. Það er spurning um að hafa hann í nokkra mánuði hjá Ísmanninum okkar á Grænlandi, hann hefði eflaust gott af því að vera hjá Sigga P.

Grænlandsgrís.....


mbl.is Ólafur Ragnar heimsækir Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján er snillingur.

Það ætti að heiðra þennan mann fyrir eljusemina í baráttunni við öfgasamtök víða um heim sem vilja friða allt. Þessar hvalveiðar áttu að vera byrjaðar fyrir mörgum árum. Það væri ágætt ef þessir friðunarfuglar gætu sagt okkur hvað hvalir við Ísland eru búnir að éta mikið af fiski síðan hvalveiðibannið var sett á.

Það er nauðsynlegt að skjóta þá......


mbl.is Risavaxinn morgunverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er að gefast upp.

Á ráðaleysi ríkisstjórnarinnar. Hvar er skjaldborgin sem slá á um heimilin. Þetta er eitt af þeim örþrifaráðum sem fólk mun grípa til nú þegar lán þeirra hafa hækkað um helming. Frá því að nýja stjórnin tók við þá hafa myntkörfulánin hækkað um 35%. Þetta er væntanlega það sem þau kalla norrænt velferðaþjóðfélag.

Bankarnir og lánveitendur fyrst og fólkið síðast. Það er nákvæmlega það sem er að gerast. Ég skil þennan blessaða mann vel að hafa gripið til þessa örþrifaráðs. Hann á lof skilið að fara þessa leið, og það á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Ríkisstjórnin er hinsvegar á fullri ferð með að gefa eftir sjálfstæðið.

Burt með vonlausa ríkisstjórn......


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litill drengur ljós og fagur.

Þorleifur HHann Þorleifur Hallbjörn er átta ára í dag. Enn rennur upp fyrir manni hversu tíminn er fljótur að líða. Það er óhætt að segja að hjá átta ára dreng sé nóg að gera og varla að dagarnir séu nógu langir. Nú er sundnámskeið í gangi. Svo hefst leikjanámskeið í kjölfarið. Hver dagur er nýtt ævintýri. Seinna ætlar hann að verða geimfari. Verð að viðurkenna að mér lýst betur á þann draum en þegar hann var staðráðinn í að verða sjóræningi.

En það er með þetta eins og allt annað, tíminn einn leiðir í ljós hvað verður í framtíðinni.

Lífsins skilning öðlast senn......


Við borgum ekki erlendar skuldir óráðsíumanna.

Var það ekki þetta sem Davíð Oddsson sagði í frægu Kastljósviðtali og allt varð vitlaust útaf. Mér hefur sýnst á viðbrögðum fólks á síðustu dögum að æ fleiri séu sammála Davíð um þetta. Það er augljóst mál að þetta Icesave mál er stórhættulegt fyrir ríkisstjórnina hvernig sem það fer í þinginu.

Ef ekki næst meirihluti um málið þá er stjórnin sprungin og vandséð að hún haldi áfram úr því. Ef hins vegar meirihluti Alþingis samþykkir þennan samning þá springur þjóðin. Það hefur sýnt sig að mikill meirihluti þjóðarinnar tekur ekki í mál að borga skuldir örfárra fjárglæframanna.

Hver verður niðurstaðan......


mbl.is Icesave: Hægt að byggja allan Ísafjörð tíu sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall fyrir Samfylkinguna.

75 prósent aðspurðra vilja fara sömu leið og Sjálfstæðisflokkurinn. Tvöföld atkvæðagreiðsla er það sem við höfum lagt áherslu á. VG hafa einnig verið sammála okkur í því að hafa það form á þessu. Samfylkingin hefur talað mikið um að efla lýðræðið og láta þjóðina ráða för.

Nú getur hún sýnt það í verki að henni sé alvara með tali sínu. Á samt ekki von á að sú verði raunin. Það hentar nefnilega ekki Samfylkingunni.

Tvöföld atkvæðagreiðsla......


mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur eins og barinn rakki.

Formaður Framsóknarflokksins fór frekar illa með ráðalausan Steingrím Joð í Kastljósinu nú áðan. Hann rak hvað ofan í annað bullið ofan í fjármálaráðherra. Ef einhver er enn á þeirri skoðun að núverandi ríkisstjórn muni ná að gera það sem til þarf þá er hann beðinn um að gefa sig fram. Fjöldin allur af fólki dauð sér eftir því að hafa komið þessu fólki til valda.

Steingrímur er nú að sína sitt rétta pólitíska eðli þegar hann sveiflast eins og vindhani í hverju málinu af öðru. Það er orðið lýðnum ljóst að allt hans innantóma gaspur í gegnum árin var marklaust hjal. Það sem hann segir í dag er breitt á morgun. Hann gæti verið kominn á allt aðra skoðun þá.

Vonlaus ríkisstjórn......


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin er komin út í horn.

Það er greinilegt að að þegar menn með öllum mjalla skoða þessi mál ofan í kjölinn þá sjá þeir það sem blasir við. Sjávarútvegurinn þolir aldrei þessa fyrningaleið. Það er jafnframt ljóst að þeir sem harðast tala innan Samfylkingarinnar eru fylgjandi því að landsbyggðin verði slegin af. Það er grátlegt að sjá þingmenn sem fólk af landsbyggðinni hefur kosið til að vinna fyrir sig, berjast með kjafti og klóm fyrir því að þessi leið verði farin. Þeir þingmenn eru eingöngu reknir áfram á hatrinu á útgerðinni. Þeir taka engu tali jafnvel þótt þeir viti að þessi óútfærða leið er stórhættuleg.

En það er gleðilegt fyrir fólk á landsbyggðinni að sjá að Samfylkingin er að einangrast í þessu vonlausa máli. Það gefur fólki von um að þessi arfavitlausa leið verði ekki farin.

Menn eru að ranka við sér.....


mbl.is „Pólitískt sjálfsmorð“ að kollvarpa sjávarútveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkilegur Marshall.

Róbert Marshall er einhver ómerkilegasti stjórnmálamaður sem komið hefur fram á sjónarsviðið lengi. Það sá maður fyrst í störfum hans sem aðstoðarmaður samgönguráðherra, og enn frekar nú. Í dag hefur þjóðin ekkert að gera við svona trúða á Alþingi. Maðurinn hefur ekkert fram að færa nema hroka og ómerkilegheit.

Ef hann heldur að fólk ætli að gleyma þeim styrkjum sem Samfylkingin fékk frá Baugsmafíunni, sem btw hefur komið téðum Róberti þangað sem hann er í dag, þá er það mikill misskilningur hjá honum. Held að hann ætti að fara varlega í að ræða styrki og önnur slík mál í þinginu.

Fólk veit betur.....

 


mbl.is Sakaði Róbert Marshall um ósmekklegheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimasætan fermist í dag.

SN850748Það stendur mikið til á heimilinu í dag því klukkan 14.00 fermist hún Regína Huld í Suðureyrarkirkju ásamt fimm skólasystkinum sínum. Von er á 100 gestum í veislu í dag svo það verður mikið fjör. Það er því mikil breyting framundan hjá Regínu því í næstu viku byrjar hún svo að vinna hjá Íslandssögu. Það er alltaf mikill áfangi að komast í fullorðinna manna tölu. Regína er að sjálfsögðu mjög spennt fyrir þessu öllu saman og hlakkar mikið til.

En mikið er tíminn fljótur að líða. Það er eins og það hafi verið í gær sem hún kom inn í líf mitt fjögurra ára hnáta sem sem faldi sig bak við stofustól og þorði varla að kíkja framundan honum. Nú er hún orðin unglingur með öllu sem því fylgir. hún á án efa eftir að standa sig vel í lífinu, samviskusöm og harðdugleg.

Gleðilega hátíð....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband