Samfylkingin er komin út í horn.

Það er greinilegt að að þegar menn með öllum mjalla skoða þessi mál ofan í kjölinn þá sjá þeir það sem blasir við. Sjávarútvegurinn þolir aldrei þessa fyrningaleið. Það er jafnframt ljóst að þeir sem harðast tala innan Samfylkingarinnar eru fylgjandi því að landsbyggðin verði slegin af. Það er grátlegt að sjá þingmenn sem fólk af landsbyggðinni hefur kosið til að vinna fyrir sig, berjast með kjafti og klóm fyrir því að þessi leið verði farin. Þeir þingmenn eru eingöngu reknir áfram á hatrinu á útgerðinni. Þeir taka engu tali jafnvel þótt þeir viti að þessi óútfærða leið er stórhættuleg.

En það er gleðilegt fyrir fólk á landsbyggðinni að sjá að Samfylkingin er að einangrast í þessu vonlausa máli. Það gefur fólki von um að þessi arfavitlausa leið verði ekki farin.

Menn eru að ranka við sér.....


mbl.is „Pólitískt sjálfsmorð“ að kollvarpa sjávarútveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Niðustaða: Ef tekið verður fyrir það að kvótagreifar fái að selja leiguliðum afnotarétt af auðlindinni þá hrynur sjávarútvegur.

Ef kvótagreifum leyfist ekki lengur að selja sig út úr útgerðarfyrirtækjum fyrir milljarða og skilja fyrirtækin eftir skuldsett upp fyrir lunningar þá er það rán og ofbeldi.

Ef Samherji, Grandi og Brim fara að veina og hætta útgerð þá mun ekki sá fiskur veiðast sem skip fyrirtækjanna hefðu annars veitt.

Merkileg niðurstaða!

Ef samgönguráðherra innkallar sérleyfi til leigubílaaksturs þá mun akstur leigubifreiða leggjast af?

Árni Gunnarsson, 4.6.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það er undarleg niðurstaða að halda að ef einn hætti að veiða fisk, þá geti ekki annar veitt fiskinn.   Þessum sömu aðilum er í sjálfsvald sett hvort þeir vilja bjóða í hann eins og aðrir.   þeir geta nú ekki leigt hann frá sér, veðsett hann eða selt hann, nú er hann eign þjóðarinnar en ekki einstakra sægreifa.    Nú keppast sægreifarnir um að fá ekki bara leigupenna til að skrifa fyrir sig, heldur kaupa þeir líka blöð til að koma áróðri sínum að og í þokkabót þá fá þeir bæjarstjóra út um land til að sannfæra samfélagið að byggðirnar leggist af ef ekki verður haldið áfram að mylja undir rassinn á sægreifunum.  Eru þessir sömu bæjarstjórar að hugsa um litlu sjómennina, eða eru þeir bara að hugsa um þessa stóru sem hafa sennilega boðið þeim í stórar veislur, boðið þeim í stórar laxveiðiár, eða sent þeim stórar vínflöskur um jól og afmæli.  Litlu kvótalausu sjómennirnir hafa ekki efni og svona stórlífi, (eða var það stóðlífi)

Kristinn Sigurjónsson, 5.6.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Einar Ben

Samkvæmt Lygasambandi Íslenskra Útvegsamanna mun fiskurinn í kringum landið gufa upp verði fyrningarleiðin farin....

........þetta eru skrítin rök.....

......en samt ekki, það sem gerist er að fáir útvaldir fá ekki lengur að veiða eða leigja frá sér óveiddan fiskinn svo ekki sé talað um að veðsetja þessi syndandi kvikindi fyrir allt upp að 4500kr. kg. og í framhaldinu æða út um heim og kaupa sér bílaumboð eða sumarbústaði í ölpunum fyrir aura sem ekki eru til.

Einar Ben, 5.6.2009 kl. 01:25

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Það skrýtna við "fyrningaleiðina" er að þegar lesið er í gegnum útgefið efni um hana er nánast ekkert að finna um útfærslu og framkvæmd og aðeins óljósar hugmyndir um hvað skal koma í staðinn. Meðan þetta tvennt vantar stendur orðið "fyrningaleið" ekki fyrir stefnu í málinu heldur er það pólitískt upphróp. Innantómt.

Það má leggja niður kvótakerfið mín vegna, en ef menn ætla að fara í uppskurð á þessari undirstöðu atvinnulífsins þarf að marka leiðina og skilgreina ákvörðunarstað. Ekkert fúsk takk, það hefur reynst okkur nógu dýrt á öðrum sviðum. 

Haraldur Hansson, 5.6.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband