Nýtt tímabil að hefjast.

kfi-logoÁ næsta föstudag er fyrsti leikur KFÍ í 1 deildinni í körfubolta. Það er spenningur í mannskapnum að byrja að spila aftur eftir margra mánaða hlé. Æfingar hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að ýmislegt smálegt hafi komið upp eins meiðsli og seinkanir vegna atvinnuleyfa og fleira. En nú er allt að verða klárt.

Við erum með fimm erlenda leikmenn í ár, einn frá USA og fjóra frá gömlu Júgóslavíu. Við lítum á Evrópu sem eitt atvinnusvæði þar sem frjálst flæði á að vera og þess vegna höfum við farið þá leið að fá þessa leikmenn þrátt fyrir mikinn kostnað. Það hefur gengið erfilega að fá íslenska leikmenn vestur þrátt fyrir topp aðstæður til körfuknattleiksiðkunar.

Við setjum stefnuna á að komast upp í úrvalsdeild á ný, eftir nokkur ár í 1 deild. Við vorum stutt frá því að komast í úrslitakeppnina síðasta vor. Lékum úrslitaleik við Stjörnuna um fimmta og síðasta sætið í úrslitunum. Stjarnan vann og fór svo alla leið og upp í úrvalsdeild og eru nú með sterkt og skemmtilegt lið sem á eftir að gera góða hluti í vetur.

Það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast í vetur. Deildin hefur aldrei verið eins sterk og það virðist sem að allir geti unnið alla. Flest lið hafa styrkt sig mikið og það er gott mál. Okkur er spáð þriðja sæti í vetur og sæti í úrslitum. Nú þurfum við að standa undir því og sýna hvað í okkur býr. Það verður án efa full vinna að standa undir því. við erum tilbúnir.

Áfram KFÍ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband