Vandræði á vandræði ofan.

Það er ljóst að eftir Kastljós í kvöld halda vandræði Vilhjálms borgarstjóra áfram. Það er nokkuð öruggt að pólitískum ferli hans er lokið. Það er tvennt í stöðunni, annaðhvort vissi hann um þennan samning eða þá að hann var ekki að vinna vinnuna sína sem stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur.

Allir þeir hlutir sem sem hann segist ekki hafa haft hugmynd um í þessu ferli öllu sýna svart á hvítu að hann hefur ekki verið að fylgjast með á fundum Orkuveitunnar. Það er út af fyrir sig alvarlegur hlutur að kjörnir fulltrúar kynni sér ekki mál til fullnustu sem þeir eru kjörnir til að fjalla um.

Nú er staðan orðin þannig að sjálfstæðismenn í Reykjavík verða að stokka upp spilin, og hefja sína vinnu frá grunni. Þá liggur beinast við að nýr oddviti stýri þeirri vinnu. Vilhjálmur nýtur varla þess stuðnings sem til þarf til að vinna borgina á ný.

Sá sundurleyti hópur sem er að taka við meirihlutanum verður varla langlífur, og þá þurfa sjálfstæðismenn að vera sterkir til að taka aftur við forystu hlutverkinu. Það eru margir öflugir borgarfulltrúar í Sjálfstæðisflokknum til að taka við oddvitahlutverkinu og vinna borgina á ný.

Orð gegn orði.....


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ring a bell enyone....."til í allt án Villa"

"Sá sundurleyti hópur sem er að taka við meirihlutanum verður varla langlífur"  Þú hlítur að vera meina síðasta meirihluta, D+B

Það sem gerir þetta mál alveg sprenghlægilegt er það að sjálfstæðismenn eru alltaf að tönglast á þessu, sundurleiti hópur bla, bla.  R-listinn sá "sundurlindi hópur" stjórnaði borginni í 12 ár og gekk bara vel.  Svo loksins komast sjálfstæðismenn að og stjórna henni í 17 mánuði en klúðra svo málunum aðstoðarlaust, af því að annað hvort var Villi of duglegur við að vera einræðisherra í flokknum og reyndi þannig að líkjast Davíð, eða að óréttmæt tilraun til uppreisnar var gerð.  Í rauninni skiptir ekki máli hvort var í gangi, enginn borgarfulltrúi sjálfstæðismanna kemur frá þessu máli óskemmdur.  Og það sem meira er að formaður flokksins og varaformaður bera líka ábyrgð á þessu klúðri.

Ég get ekki séð að nokkur annar flokkur hafi ástæðu til að treysta td.  Gísla Marteini eða Þorbjörgu Helgu, meintum smessurum. 

Siggi Hreins (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband