Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2009 | 06:46
Spurning um að taka þetta til greina.
Þessa snilldarvísu eftir Hákon heitinn Aðalsteinsson ætti forsetinn að fara með næst þegar hugur hans leitar á hestbak.
Brotnir og slasaðir bíða menn bana
sem bægslast á hrossum um hóla og hlíð.
Ég hef fram að þessu haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð.
En gott samt að hann er fundinn blessaður......
Ólafur Ragnar slasaðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 12:46
Tölvunámskeið á Selfossi.
Ef tekið er mið af færni Selfossþingmannanna Margrétar og Bjarna Harðar þá er full ástæða til að halda námskeið í Outlook póstforritinu þar í bæ. En að málinu sjálfu þá held ég svei mér að Margrét hafi rétt fyrir sér. Allt frá því að Þráinn fékk þessa pólitísku bakteríu hefur hann verið úti að aka. Held að hann ætti að einbeita sér að því sem hann gerir best.
Nýtt pólitískt líf......
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2009 | 18:08
Asnar upp til hópa.
Stjórnarliðar hafa látið eins og fulltrúar stjórnarandstöðunnar og allir þeir sem hafa verið andvígir samningnum séu ekki með öllum mjalla. Mér finnst að eitthvað nýtt komi fram á hverjum degi sem styður það að þessi samningur er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við. Þetta sérfræðiálit er enn eitt dæmið um að við verðum að semja upp á nýtt. Það er grátlegt að sjá það að stjórnarliðar og þá sérstaklega samfylkingarfólk skuli vilja fórna landinu okkar fyrir áframhaldandi stjórnarsetu og ESB.
Ég held svei mér þá að sjónvarpsmaðurinn Gísli Einarsson hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að flest fólk sé ekki eins og fólk er flest.
Nei við Icesave.....
Skynsamlegt að semja að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 12:46
Föðurbetrungur.
Ég hef svo sem enga trú á að Ögmundur standi á sínu. Hann mun verða svínbeygður til að skipta um skoðun. En annars yrði það nú ekki mikill skaði þó að þetta gagnslausa lið færi frá.
Síðustu mánuðir hafa sýnt okkur að þeim mun ekki takast að koma okkur út úr þessu ástandi.
Börnin taka við af foreldrunum.....
Ríkisstjórn á suðupunkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2009 | 21:43
Það er aðeins eitt sem skiftir máli.
Skítt með stefnu VG. Skítt með alla sem kusu okkur, Skítt með ESB andstöðuna. Skítt með eigin hugsjónir. Skítt með íslensku þjóðina næstu 20 árin. Skítt með það þótt ég verði ómerkingur orða minna. Skítt með það þó að staðan versni með hverjum deginum.
Steingrímur mun selja sitt auma sálartetur til að sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda á næstunni. Hann veit nefnilega jafn vel og þjóðin að núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekist og mun ekki takast að gera það sem þarf. Hann veit líka að það munu sjálfstæðismenn að sjálfsögðu gera.
Trausti rúinn leiðtogi.....
Svigrúm til að setja skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2009 | 14:21
Skriða af mannavöldum.
Sama hvað má segja um Óshlíðina og allar þær hættur sem henni fylgja þá er þessi skriða að mestu leyti af mannavöldum. Í gegn um árin er búið að moka meira og meira undan þessum bökkum sem þetta lak úr núna. Það var ekki spurning um hvort þetta gerðist heldur hvenær.
Mennirnir og náttúran....
Stór grjótskriða féll á Óshlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2009 | 07:43
Og hversu lengi á að bíða með að taka þessa menn úr umferð?
Er ekki kominn tími til að stjórnvöld fari að taka þessa glæpamenn, og reyna að ná því sem eftir er af peningunum. Það koma fram nýjar sannanir á hverjum degi um stórfelda þjófnaði úr bönkunum. Tölurnar eru svo háar að venjulegt fólk skilur þær ekki. Ríkisstjórnin situr samt ennþá og gerir ekki neitt til að þessir menn svari til saka. Á meðan eru þeir ennþá út í heimi að leika sér fyrir stolnu peningana.
Mælirinn er fullur.....
Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.8.2009 | 18:06
Klaufalegt val á aðstoðarmanni.
Miðað við þetta hérna þá hefði Gylfi Magnússon getað vandað sig betur við að velja sér aðstoðarmann. Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að vera ósvífinn gagnvart fólkinu í landinu sem heldur í þá veiku von að ástandið batni, og spillingarliðið fari frá. Getur mögulega verið að í þeim stóra hópi viðskipta og hagfræðinga sem úr var að velja hafi engin verið skárri en þessi fyrrverandi hagfræðingur greiningadeildar Landsbankans.
Það voru jú greiningadeildirnar sem kepptust við að ljúga að þjóðinni að allt væri í himnalagi fram á síðasta dag. Viðskiptaráðherra hlýtur að þurfa að útskýra þetta val sitt.
Svör óskast.....
Aukin upplýsingaskylda banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2009 | 09:55
Gjafprís.
Ég keypti eggjabakka í Esso á Suðureyri á laugardag. það voru ekki vistvæn brúnegg. Hann kostaði 815 Íslenskar krónur.
Hvað ætli álagningin á því sé mikil ?.....
Brúnegg hækka um 20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2009 | 12:56
Þjófur eða þjófur. Hver er munurinn ?
Í einhverja daga hafa nokkrir ungir menn setið í gæsluvarðhaldi vegna fjársvika varðandi lánaumsóknir hjá íbúðalánasjóði. Þeir sviku þar út einhverja tugi milljóna. Nú er ég ekki að mæla þeim né öðrum bót sem stunda þannig iðju, en hvers vegna eru þeir sem stálu tugum og hundruðum milljarða úr bönkunum ekki í gæsluvarðhaldi. Þetta íbúðarlánasjóðsmál er hjómið eitt miðað við það sem þjóðin fékk að sjá í Kaupþingslánabókinni.
Til að kóróna allt saman þá hafa stjórnendur þessa gjörspillta ríkisbanka látið setja lögbann á birtingu gagnanna, og koma þannig í veg fyrir að þjóðin fái að sjá svínaríið. Á meðan sitja forystumenn ríkisstjórnarinnar og gera ekki neitt. Menn bera fyrir sig bankaleynd og trúnað við viðskiptavini.
Hvernig væri að gjaldfella þessi lán, og frysta eigur þessara manna sem tæmdu bankana korteri fyrir hrun.
Munurinn er engin.......
Hreiðar Már segir lánin lögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)