Og hversu lengi á að bíða með að taka þessa menn úr umferð?

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld fari að taka þessa glæpamenn, og reyna að ná því sem eftir er af peningunum. Það koma fram nýjar sannanir á hverjum degi um stórfelda þjófnaði úr bönkunum. Tölurnar eru svo háar að venjulegt fólk skilur þær ekki. Ríkisstjórnin situr samt ennþá og gerir ekki neitt til að þessir menn svari til saka. Á meðan eru þeir ennþá út í heimi að leika sér fyrir stolnu peningana.

Mælirinn er fullur.....


mbl.is Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

a) enginn er glæpamaður fyrr en hann er sakfelldur.

b) Það eru engar "sannanir um þjófnað", þvert á móti er ekkert sem bendir til þess að menn hafi gert eitthvað sem var ólöglegt, þó svo að menn greini á um siðferðið.

c) Stolnu peningana?  Hvaða stolnu peninga?  

Þarftu ekki að sanna glæp áður en þú kallar fólk glæpamenn?

Með fullri virðingu fyrir þér, félagi, þá ertu fífl. 

Liberal, 5.8.2009 kl. 08:06

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það gæti nú átt við svo fjölmarga Sjálfgræðismenn í dag "liberal". Held reyndar að þeir séu ekki svona mikil fífl, alli allavega, þeir bara kunna sig ekki andstöðunni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.8.2009 kl. 08:17

3 Smámynd: DanTh

Að geta ekki rætt málin án þess að vera með skæting lýsir ræflinum sem ritar þau.  Liberal skrifaðu undir eigin nafni og sýndu þar með að þú þorir að standa undir skrifum þínum. 

Það er verið að gera landsmenn alla ábyrga fyrir því efnagastjóni sem þessir menn ullu samfélaginu.  Tjónið er aulgjóst, þó svo Liberal hafi ekki vitsmunalega getu til þess að tengja í þeim efnum.

DanTh, 5.8.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Dan. Þetta er leið hugleysingjanna til að tjá sig. Sá hugleysingi sem kýs að kalla sig Liberal afhjúpar lítilmennsku sína og aumingjaskap með stóryrðum sem hann þorir ekki að standa við.

Meira er ekki um þann ræfil að segja.

Ingólfur H Þorleifsson, 5.8.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband