Færsluflokkur: Bloggar
5.7.2011 | 18:07
Kjarkleysi sjávarútvegsráðherra !
Í nýjasta blaði fiskifrétta lýsir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi þingmaður og togaraskipstjóri þeirri skoðun sinni að veiða eigi mun meira úr þorskstofninum en Hafró leggur til. Þessi sami Guðjón Arnar hefur einmitt verið helsti ráðgjafi Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra undanfarin misseri. Ráðherrann sér ekki ástæðu til að hlusta á sinn helsta ráðgjafa, heldur lepur upp glórulausa exelútreikninga fiskifræðinganna hjá Hafró og leggur til nákvæmlega það sem þeir segja.
Það er ekki merki um neitt nema kjarkleysi ráðherranns nú þegar allt er fullt af þorski um allan sjó. Til hvers í fjandanum eru menn að ráða sér ráðgjafa ef ekkert er hlustað á þá. Það er orðið þjóðþrifamál að losna við þennan huglausa furðufugl úr ráherraembættinu ekki seinna en strax. Þessi ákvörðun nú, og frumvarpsómyndin sem hann lagði fram í lok þings taka af allan vafa um að maðurinn sé hæfur í embætti.
Þorskkvótinn 177.000 tonn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2011 | 13:44
Fallinn með 4,9
Það er nú meira hvað blessuðu fólkinu ætlar að ganga vel að koma þessum breytingum á kvótakerfinu í framkvæmd. Nú hefur hópur sérfræðinga sem ráðherrann sjálfur fékk til að gera úttekt á frumvarpinu gefið því falleinkunn. Ráðherrann og formaður sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar láta ekki ná í sig vegna málsins, eðlilega. Það hlýtur að vera fátt um svör þegar svona dómar liggja fyrir.
Vissulega eru vankantar á núverandi kerfi sem ekki er vanþörf á að sníða af. Allt sem kallast getur brask á ekkert heima í sjávarútvegi frekar en öðrum rekstri. Þeir sem vilja gera út og veiða fisk eiga að fá að gera það á sem hagkvæmastan hátt. Hinir sem eru í greininni á öðrum forsemdum eiga að gera eitthvað annað. Sáttanefndin hafði komist að ágætis niðurstöðu um leiðir, en forystumenn þessa málaflokks ætla sér að hundsa það sem þar kom fram og keyra þetta frumvarp í gegn pólitískt.
Það síðasta sem greinina vantar nú eru rómantískar atkvæðatillögur eða pólitísk afskipti með ráðherraalvaldi. Það á að henda þessu frumvarpi, enda handónýtt.
Frumvarpið fær falleinkunn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2011 | 15:31
Íslensk fyndni
Þetta er nú meira leikritið sem sett er upp í saksóknaraleikhúsinu þessa dagana. Farið er fram á gæsluvarðhald yfir fyrrum starfsmönnum Landsbankans og eftirfarandi eru rökin fyrir kröfunni.
Sérstakur saksóknari vísaði til töluliðar a) í fyrstu málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála þegar hann óskaði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði, en þar segir að úrskurða megi mann í gæsluvarðhald ef: að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni,"
Er sérstakur að grínast eða !! Það eru tvö og hálft ár síðan þessir menn rændu bankana innanfrá. Ef þeir hafa ætlað sér að eyða gögnum og/eða hafa áhrif á rannsóknina þá eru þeir búnir að hafa allan tíma í heiminum til að gera það.
Heavy Special er klárlega með þetta.....
Í gæslu til 25. janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2010 | 12:29
Til ævarandi skammar
Fyrir okkur öll og sérstaklega stjórnvöld ef þessu frábæra starfi verður hætt. Það er ljóst að hin ýmsu gæluverkefni stjórnvalda ættu miklu frekar að leggjast af en svona starfsemi. Það er eins og kerfisfólkið sem setur slíka afarkosti að ekki er mögulegt að reka innan þeirra marka, geri sér ekki grein fyrir því að Sólheimar eru heimili fjölda fólks.
Vonandi að þjóðin rísi nú upp á afturlappirnar og verji Sólheima svo að þetta starf getir haldið áfram um aldur og ævi.
Lifi Sólheimar.....
Verður rekstri Sólheima hætt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2010 | 18:54
Klárlega vanhæf ríkisstjórn
Nú þegar fyrir liggur að nýr samningur mun spara þjóðinni hátt í 200 milljarða frá þeim samningi sem ríkisstjórnin ætlaði að þvinga uppá þjóðina þá hljóta að vakna spurningar um hversu hæfir þeir eru sem dásömuðu fyrri samning. Oft og iðulega hélt fjármálaráðherra því fram að fyrri samningur væri það besta sem væri í boði og við ættum að samþykkja hann.
Blessunarlega tók fyrrum flokksbróðir Steingríms, nefnilega forsetinn Ólafur Ragnar fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og neitaði að skrifa undir lög um samninginn. Þar virðist hann hafa sparað skattgreiðendum þessa lands 200 milljarða. Það þarf vart að minnast á á gremju forystumanna ríkisstjórnarinnar með þann verknað.
Hversu mikið traust er hægt að bera til þeirra sem gleypa hrátt allt sem lagt er á þeirra borð erlendis frá. Hvað hafa illa ígrundaðar samþykktir ríkisstjórnarinnar kostað þjóðina mikla peninga síðustu tvö ár.
Er kominn tími á aðra rannsóknarskýrslu......
200 milljörðum hagstæðari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2010 | 18:58
En samt situr Jóhanna sem fastast
Þessi skýrsla er bara staðfesting á því sem allir nema Samfylkingin hafa vitað. Ábyrgð hennar á hruninu er engu minni en Sjálfstæðisflokksins. Nú rúmu ári eftir að Sjálfstæðisflokkurinn axlaði sína ábyrgð kemur þessi skýrsla. Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á mistökum sínum í aðdraganda hrunsins segir Jóhanna. Þessi kattarþvottur vekur hjá manni nokkrar spurningar.
Hvenær má búast við að Jóhanna biðji þjóðina afsökunar á þeim fjölda mistaka sem hún og ríkisstjórn hennar hafa gert eftir hrun ?
Hvers vegna sitja ráðherrar Samfylkingarinnar sem sátu í hrunstjórninni, og viðurkenna nú getuleysi sitt ennþá í ríkisstjórn ?
Verður þetta til þess að Jóhanna og hennar félagar fara að horfa til framtíðar í stað þess að berja höfðinu stöðugt við steininn ?
Er von að maður spyrji......
Samfylkingin biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.11.2010 | 09:16
Þjóðin gefur stjórnlagaþingi langt nef
Þá er það orðin staðreynd að þátttaka í kosningum í gær er ein sú minnsta frá upphafi. Rúm 60% þjóðarinnar telur ekki ástæðu til að velja annað þing en þjóðþingið til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Forsætisráðherra tók það skýrt fram í viðtölum í gær að mjög mikilvægt væri að þátttaka yrði góð. Nú er ljóst að svo var ekki og Þar með hefur enn eitt gæluverkefni ríkisstjórnarflokkanna fengið falleinkunn og skilur lítið eftir nema kostnað fyrir skattgreiðendur.
Enn eru tvö stór gæluverkefni inn á borði stjórnarinnar sem kosta munu þjóðina mikla peninga þegar upp verður staðið. Umsókn um inngöngu í ESB er annað þeirra. Í því máli hefur margoft komið fram að meirihluti þjóðarinnar mun hafna því að ganga í ESB. Samt sem áður heldur ríkisstjórnin áfram með ærnum kostnaði tilraunum til að innlima okkur í sambandið.
Það sem er þó að kosta okkur mest er sú óvissa sem uppi er í sjávarútvegnum vegna stöðugra árása og hótanna stjórnarliða. Í stað þess að efla greinina og auka kvóta er henni haldið í heljargreipum óvissu og úrræðaleysis.
Er ekki mál að linni.....
Kosningaþátttaka líklega um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2010 | 12:39
Að halda fast í stólinn sinn
Það er alkunn staðreynd að ríkisstjórnin er ekki á vetur setjandi vegna ósamstöðu flokkanna tveggja sem hana skipa. Það líður varla sá dagur að ekki gangi pillur á milli samherja. En óttinn við að missa sæti sitt við stjórnarborðið er öllu yfirsterkara. Fólk er tilbúið að láta hrauna yfir sig frá samherjum bara til að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki að.
En þrátt fyrir þessa áráttu þá var gott hjá Jóhönnu að sitja sem fastast í morgun. Hún hefur sennilega verið búin að ákveða að kaupa M og M í fríhöfninni í Keflavík.
Jóhanna situr sem fastast......
Hafnaði boði um forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2010 | 19:48
Ráðherra ekki tilbúinn að bera pólitíska ábyrgð
Orð Runólfs um ástæður ráðherra segja allt sem segja þarf. Árni Páll á að víkja líka enda klárlega komið í ljós að hann er ekki hæfur til að gegna ráðherradómi. Hann réð kunningja sinn og er svo ekki tilbúinn að bera pólitíska ábyrgð á því.
Þetta er helsta vonarstjarna Samfylkingarinnar gott fólk. Er þetta nýja Ísland sem vinstri menn tala um.
Ég bara spyr......
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.8.2010 | 17:37
Um öryggi í jarðgöngum
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um öryggi í Hvalfjarðargöngum. Könnun hefur leitt það í ljós að þau séu ein hættulegustu göng Evrópu. Nú ætla ég ekki að meta hvort það er rétt eða ekki, en mér verður hugsað til þeirra ganga sem ég ek næstum daglega. Vestfjarðagöngin voru vígð fyrir bráðum 15 árum en samt er ekki enn komið útvarps og GSM samband, sem telst öryggisbúnaður í öðrum jarðgöngum á Íslandi. Í þau örfáu skipti( blessunarlega) sem slys hafa orðið hér í göngunum, og á æfingum hafa fjarskipti verið til trafala. Þrátt fyrir það er ekki að sjá neinn vilja til úrbóta hjá samgönguyfirvöldum.
Nú líður að því að Óshlíðargöng opni og þar er vafalaust allt eins og best verður á kosið varðandi öryggi vegfarenda. Kostnaðurinn við að koma Vestfjarðagöngum í nútímalegra horf er varla svo stór að það þurfi að dragast ár eftir ár.
Spurning hvort kemur á undan örugg fjarskipti hér, eða önnur göng undir Hvalfjörð.
Öryggi vegfarenda í fyrsta sæti......
Ræddu öryggi í jarðgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)