Klárlega vanhæf ríkisstjórn

Nú þegar fyrir liggur að nýr samningur mun spara þjóðinni hátt í 200 milljarða frá þeim samningi sem ríkisstjórnin ætlaði að þvinga uppá þjóðina þá hljóta að vakna spurningar um hversu hæfir þeir eru sem dásömuðu fyrri samning. Oft og iðulega hélt fjármálaráðherra því fram að fyrri samningur væri það besta sem væri í boði og við ættum að samþykkja hann.

Blessunarlega tók fyrrum flokksbróðir Steingríms, nefnilega forsetinn Ólafur Ragnar fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og neitaði að skrifa undir lög um samninginn. Þar virðist hann hafa sparað skattgreiðendum þessa lands 200 milljarða. Það þarf vart að minnast á á gremju forystumanna ríkisstjórnarinnar með þann verknað.

Hversu mikið traust er hægt að bera til þeirra sem gleypa hrátt allt sem lagt er á þeirra borð erlendis frá. Hvað hafa illa ígrundaðar samþykktir ríkisstjórnarinnar kostað þjóðina mikla peninga síðustu tvö ár.

Er kominn tími á aðra rannsóknarskýrslu......


mbl.is 200 milljörðum hagstæðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Takk sjálfstæðisflokkur fyrir Icesave.    Sjalli gaf sjöllum landsbankann , honum var stjórnað af sjöllum og sjallar stofnuðu Icesave og sjallar rændu bankann innanfrá og sjallar settu svo bankann á hausinn.

Sjallar þvælast svo fyrir björgunarstarfinu í þessu landi, m.a. með því að tefja icesave vandamálið sem þeir komu þjóðinni í hvað eftir annað.   Það er engin önnur leið til en að semja um þetta, nú loks liggur ásættanlegur samningur á borðinu og EF SJALLAR KOMA Í VEG FYRIR AÐ HANN GANGI Í GEGN,  ÞÁ VERÐA AFLEIÐINGARNAR ALFARIÐ Á ÞEIRRA ÁBYRGÐ.

Óskar, 9.12.2010 kl. 19:20

2 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Er þessi Óskar frændi Steingríms Joð eða kannski eitthvað skyldur Svavari Gests?? Ég er búinn að lesa bloggfærslur við þessa frétt og téður Óskar virðist copy/paste sama bullinu við þær allar!

Hafsteinn Björnsson, 9.12.2010 kl. 19:37

3 Smámynd: Óskar

Neinei Hafsteinn, ekki allar.  En segðu mér , hvað af þessu er bull ?  Þetta er bara allt saman satt og rétt!  -- nei ég er ekkert skyldur Steingrími og Svavari en takk samt fyrir áhugann á ætterni mínu.

Óskar, 9.12.2010 kl. 19:42

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ertu ekkert að lagast af fráhvörfunum Golli minn ?

Níels A. Ársælsson., 9.12.2010 kl. 23:03

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Lagast lítið Nílli. Það er svo fátt sem fær mann til að hugsa sér til hreyfings nú á tímum vinstri aflanna. Held að á meðan ekkert betra býðst að ég haldi mig hægra megin !!!

Ingólfur H Þorleifsson, 10.12.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband