En samt situr Jóhanna sem fastast

Þessi skýrsla er bara staðfesting á því sem allir nema Samfylkingin hafa vitað. Ábyrgð hennar á hruninu er engu minni en Sjálfstæðisflokksins. Nú rúmu ári eftir að Sjálfstæðisflokkurinn axlaði sína ábyrgð kemur þessi skýrsla. Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á mistökum sínum í aðdraganda hrunsins segir Jóhanna. Þessi kattarþvottur vekur hjá manni nokkrar spurningar.

Hvenær má búast við að Jóhanna biðji þjóðina afsökunar á þeim fjölda mistaka sem hún og ríkisstjórn hennar hafa gert eftir hrun ?

Hvers vegna sitja ráðherrar Samfylkingarinnar sem sátu í hrunstjórninni, og viðurkenna nú getuleysi sitt ennþá í ríkisstjórn ?

Verður þetta til þess að Jóhanna og hennar félagar fara að horfa til framtíðar í stað þess að berja höfðinu stöðugt við steininn ?

Er von að maður spyrji......


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Hvernig axlaði Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð?

Svavar Bjarnason, 4.12.2010 kl. 20:24

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Ingólfur ekki minni þáttur það er á hreinu, aftur á móti þá virðist vera að koma meira og meira í ljós þáttur Samfylkingarinnar í þessu hruni og allt útlit fyrir að hann sé stærri.... Tala nú ekki um ef að þáttur Samfylkingarinnar eftir hrun yrði skoðaður sérstaklega þá kæmi í ljós hversu stór hann var og er....

Allt gert sem hægt er til að hjálpa vinum sínum að klára rán sitt  á Landi og Þjóð, má ég þá frekar biðja um sjálfstæðisflokkinn,  Ríkisstjórnin verður að segja af sér vegna þátta hennar í þessu hruni, og úr því að hún er svona sigurviss um veru sína áfram þá ætti það ekki að velkjast fyrir henni að komast ekki aftur til valda...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2010 kl. 23:34

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Svavar Sjálfstæðisflokkurinn vék frá, það er annað en Samfylkingin gerði, hún fór beint í skotgröf og það harða til þess að tryggja það hún gæti klárað verk sitt, svo harða að það er að koma í hausin á henni núna til baka og það eina sem hún getur gert í stöðunni er að segja af sér......

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2010 kl. 23:39

4 Smámynd: Svavar Bjarnason

Eitthvað á Ingólfur erfitt með að svara fyrir sig sjálfur fyrst hann þarf utanaðkomandi hjálp. "Sjálfstæðisflðkkurinn vék frá, það er annað en Samfylkingin gerði". Hvílíkt bull! Íhaldið beið afhroð í kosningunum svo að það lenti í stjónarandstöðu. Það er ekki að axla ábyrgð. Annars er afneitun ykkar íhaldsmanna yfirgengileg. Frumorsk hrunsins á Íslandi var hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna, þar sem helmingaskiptaregla íhalds og framsóknar réð ríkjum. Allir þekkja nöfn þessara bankaglæpona, en þeir tengdust ALLIR íhaldi og framsókn. Það mætti hafa miklu fleiri orð um það mál, en ég læt staðar numið núna, enda klukkan orðin margt.

Svavar Bjarnason, 5.12.2010 kl. 00:28

5 Smámynd: Magnús Ágústsson

mér er ekkert vel við sjallana en er fólk virkilega búið að gleyma því hvernig flestir stóru útrásavíkingarnir keyptu samfó

hérna er góð færsla um málið 

http://kristinn-karl.blog.is/blog/kristinn-karl/entry/1122721/

Magnús Ágústsson, 5.12.2010 kl. 03:57

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er margt sem styður þá skoðun að nú sé kominn tími á að gefa stjórnmálaflokkunum endurhæfingarfrí frá ráðherrastólunum. Þetta er leiðin til þess: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 05:25

7 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Eitthvað er minni þitt gloppótt Svavar ef þú manst ekki að Geir Haarde, Björn Bjarnason og  Árni Mathiesen sem höfðu verið í forystusveit Sjálfstæðisfokksins stigu til hliðar og hættu í stjórnmálum. Nýr formaður tók við Sjálfstæðisflokknum og nokkrir nýir þingmenn komu inn í kosningum. En hjá Samfylkingunni hinsvegar tók einn af ráðherrunum sem ekki stóðu sig við sem formaður og hinir sátu sem fastast að ISG undanskilinni.  Það er rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í kosningunum síðustu. En mundu að hann er nú búinn að taka sinn skell og er aftur orðinn stærstur samkvæmt endurteknum könnunum. Samfylkingin hinsvegar hefur enga ábyrgð axlað og á eftir að fá sinn skell í næstu kosningum, sannaðu til.

Ingólfur H Þorleifsson, 5.12.2010 kl. 15:59

8 Smámynd: Svavar Bjarnason

Sjálfstæðisflokkurinn er aldeilis búin að axla ábyrgð.

Sjálfur formaðurinn er jafnvel einn af hrunamönnum. Þú manst allt bröltið í kringum fyrirtækin þar sem hann var í stjórn. Manstu bótasjóðinn t.d.? Allt þetta brölt kostaði ansi marga milljarða en lenti á skattgreiðendum, ekki satt?

Svavar Bjarnason, 5.12.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband