18.6.2008 | 14:19
Svipta menn meiraprófinu strax.
Það er bara ein leið til að ná að leggja bíl svona við þessar aðstæður. Hann kemur allt of hratt af aðreininni sem sést vinstra megin á myndinni, eins og sagt er í fréttinni. Horfði sjálfur á fóðurbíl fara alveg eins að fyrir rúmum tíu árum. Glópalán að engin bíll varð undir þessu ferlíki.
Það er löngu vitað að sumum liggur meira á en öðrum......
![]() |
Átján hjóla trukkur á hliðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.6.2008 | 11:18
Hvers vegna má ekki gagnrýna dómara.
Guðjón Þórðarson hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir harða gagnrýni á dómara og Knattspyrnusambandið. Auk þess hefur ÍA verið sektað um 20 þúsund fyrir sama mál. Það er alveg furðulegt hvað það er alltaf alvarlegt þegar dómarar fá að heyra að þeir séu ekki að standa sig. Eitthvað hefur nú verið til í þessu hjá Guðjóni, því sá dómari sem um ræðir hefur ekki verið settur á leik í efstu deild síðan.
Í gærkvöld fengu svo dómarar sneið úr átt sem engin bjóst við. Nefnilega frá gamla körfuboltadómaranum Leifi Garðarssyni Þjálfar Fylkismanna. Leifur var mjög óhress með misræmi og virðingarleysi hjá sumum dómurum, og ég veit að Leifur er ekki að tjá sig um svona mál nema að vel ígrunduðu máli. Það verður spennandi að sjá hvernig KSÍ mun tækla þessa annars tímabæru gagnrýni Leifs.
Það vill nefnilega æði oft verða þannig að dómarar eru stikkfrí og það má alls ekki gagnrýna þá. Ef þú vogar þér að setja út á þeirra störf þá færðu leikbann og sekt, eða ert rekinn út úr húsi.
Allir verða að geta tekið gagnrýni, líka dómarar í Íþróttum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 16:38
Full sátt á milli KFÍ og Hótel Cabin.
Það er mér mikil ánægja að tilkynna eftirfarandi.
Starfsfólk Hótel Cabin og forsvarsmenn KFÍ áttu í dag góðan símafund og urðu ásátt um að leysa málið í sameiningu. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins, og eru samskipti Hótel Cabin og KFÍ í sátt og verða svo framvegis.
Ingólfur Þorleifsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 09:30
Hvernig er svona lagað mögulegt.
Í fréttum í gær var sagt frá manni sem var dæmdur í fangelsi og sviptur ökuleyfi í fjögur ár fyrir að vera valdur að mjög alvarlegu slysi á Suðurlandsvegi í desember 2006. Í slysinu létu tveir einstaklingar lífið, m.a. fimm ára gömul stúlka. Í slysinu slasaðist bróðir stúlkunnar mjög alvarlega og nær sér aldrei.
Það sem að sló mig mest við fréttina er að þessi maður sem nú loksins var dæmdur hefur verið stoppaður níu sinnum fyrir of hraðan akstur síðan slysið varð. Níu sinnum ! Hvað er að kerfi sem getur ekki tekið svona menn úr umferð strax. Var verið að bíða eftir að hann dræpi fleiri.
Það hlýtur að vera krafa þeirra sem keyra um vegina að svona ökuníðingar fái aldrei að aka bíl framar. Sá sem er tekinn níu sinnum fyrir of hraðan akstur, eftir að hafa verið valdur af tvöföldu banaslysi, hefur ekki þroska til að aka bíl svo mikið er víst.
Tifandi tímasprengja......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2008 | 19:00
Ykkur til upplýsingar.
Þá er bara allt í himna lagi hér fyrir vestan. Allur snjór löngu farinn og sumarið komið. Það er gráupplagt fyrir þá sem vilja sleppa við nuddið á suðurlandinu að skella sér til Vestfjarða í sumar.
Perlan Vestfirðir.....
![]() |
Snarpur kippur á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2008 | 16:25
Opinn Gluggi.
Síðasta bloggfærsla hér virðist hafa vakið eftirtekt því hún hefur ratað inn á visir.is. Þá má segja að tilganginum hafi verið náð. En það er eitt sem vekur undrun mína í fréttinni, en þar er talað við hótelstýruna Jónu Scheving sem segir m.a.
"Okkur þykir það afar leitt að þetta skuli hafa komið fyrir en ég vísa því algjörlega á bug að starfsfólk okkar hafi átt hluta að máli. Enda bendir ekkert til þess," segir Jóna. Hún bætir því við að allt bendi til þess að þjófur hafi farið inn í nokkur herbergi í gegn um glugga sem stóð opinn.
Hvers vegna var þessi gluggi opinn ? Ef þessi gluggi var á herbergi þjálfarans hvernig komst þjófurinn þá inn á hin herbergin ? Hvernig getur hótelið ekki verið bótaskylt þegar farið er inn um opinn glugga og inn á herbergi gesta ?
Hvað varðar restina af fréttinni á vísi.is þá er hún nú færð aðeins í stílinn hjá blaðamanninum. Við hjá KFÍ erum ekki æf úti neinn. Við erum fyrst og fremst leið yfir að svona lagað geti komið fyrir á Íslandi. Einnig erum við undrandi á að Hótelið sjái sér meiri hag í því að vísa frá sér allri ábyrgð, frekar en að bæta þetta tjón. Við höfum hvergi farið fram á að starfsfólk hótelsins bæti skaðann. Hins vegar ætti hótelið að gera það orðspors síns vegna.
Inn og út um gluggann......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 17:04
Hugsið ykkur tvisar um áður en þið gistið á Hótel Cabin í Borgartúni.
Um síðustu helgi gisti þjálfari okkar KFÍ manna á Hótel Cabin í Reykjavík. Hann var á leið heim til Makedóníu í frí. Hann tékkaði sig inn á sunnudagskvöld og fór svo með félaga sínum á kaffihús í rúman klukkutíma. Þegar hann kom til baka var taskan hans horfin úr herberginu. Hann fór í afgreiðsluna og þar var starfsmaður sem sagðist ekkert geta gert fyrir hann.
Málið var kært til lögreglu og skýrsla tekin. Þar kemur fram að gluggi hafi verið opinn á herberginu og þar hafi þjófurinn farið inn. Seinna um kvöldið finnst hinsvegar taskan í öðru herbergi á hótelinu. Ekkert bendir til þess að brotist hafi verið inn í hvorugt herbergið. Það bendir hinsvegar margt til að bæði herbergin hafi verið opnuð með lykli.
Það þarf ekki að taka það fram að tjónið er mikið fyrir Borce. Öllu var stolið úr töskunni hans. Fartölvu, upptökuvél, síma, vegabréfi, flugmiðum og einnig 50 DVD diskum með þjálfaraefni sem hann hefur safnað að sér á löngum tíma. Hann er nú fastur á Íslandi og kemst ekki heim fyrr en hann fær nýtt vegabréf, en það getur tekið allt að tveimur vikum.
Það sem að okkur finnst undarlegast er að hótelið segist ekki geta gert neitt þrátt fyrir að allt bendi til að starfsmaður hafi farið inn á herbergin. Tjónið er metið af lögreglu á 300.000 krónur og það eru miklir peningar.
Það er á hreinu að hvorki ég né nokkur á okkar vegum mun gista á þessu hóteli í framtíðinni. Íþróttahreyfingin er stór fjölskylda og þessi skilaboð munu berast víða. Það er ljóst að hótelið á eftir að verða af mörgum 300.000 kallinum í framtíðinni.
Það er ljóst að svona hluti á engin að komast upp með að humma fram af sér. Við hófum haft samband við fjölmiðla til að fólk fái að vita hvernig málum er háttað á þessu hóteli.
Þjófabæli.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.5.2008 | 16:07
Hvernig getið þið búið þarna ?
Er spurning sem við Vestfirðingar fáum æði oft fyrir sunnan. Ekkert nema snjólóð og grjóthrun. En málið er bara að það skiptir ekkert máli hvar maður býr, náttúran tekur í taumana hvar sem er.
Vonandi að allir séu heilir......
![]() |
Afar öflugur jarðskjálfti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 19:58
Vitanlega vilja Akurnesingar taka við þessu fólki.
Þessi fundur segir allt sem segja þarf um málflutning Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Frjálslynda flokksins í þessu flóttamannamáli. Það hljóta allir að sjá hvaða hvatir standa að baki þeim málflutningi sem Magnús hefur viðhaft í þessu máli. Allt tal þeirra um að Akurnesingar vilji ekki þetta fólk er bull.
Dagar Frjálslynda flokksins eru senn taldir. Þessi andúð þeirra á útlendingum verður til þess að fólk missir þá litlu trú sem það hafði á þessum flokki.
Þeir hefðu betur einbeitt sér að sínu eina máli hingað til.
kvótakerfinu.....
![]() |
Góður andi á upplýsingafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 12:37
Nú ferðumst við um Ísland í sumar.
Nú er að koma fiðringur í mann að fara af stað með fellihýsið. Það verður að vísu dýrt að draga það, en það verður að hafa það. Stefnan er sett á að nota fríhelgarnar vel í sumar og skoða þá fjölmörgu staði sem Vestfirðir bjóða uppá. Í júlí er svo ættarmót Hannesar ættarinnar frá Keflavík haldið á skógum undir Eyjafjöllum.
Útilegumenn í Ódáðahraun.......
![]() |
Sólarferðum aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)