Opinn Gluggi.

Síðasta bloggfærsla hér virðist hafa vakið eftirtekt því hún hefur ratað inn á visir.is. Þá má segja að tilganginum hafi verið náð. En það er eitt sem vekur undrun mína í fréttinni, en þar er talað við hótelstýruna Jónu Scheving sem segir m.a.

"Okkur þykir það afar leitt að þetta skuli hafa komið fyrir en ég vísa því algjörlega á bug að starfsfólk okkar hafi átt hluta að máli. Enda bendir ekkert til þess," segir Jóna. Hún bætir því við að allt bendi til þess að þjófur hafi farið inn í nokkur herbergi í gegn um glugga sem stóð opinn.

Hvers vegna var þessi gluggi opinn ? Ef þessi gluggi var á herbergi þjálfarans hvernig komst þjófurinn þá inn á hin herbergin ? Hvernig getur hótelið ekki verið bótaskylt þegar farið er inn um opinn glugga og inn á herbergi gesta ?

Hvað varðar restina af fréttinni á vísi.is þá er hún nú færð aðeins í stílinn hjá blaðamanninum. Við hjá KFÍ erum ekki æf úti neinn. Við erum fyrst og fremst leið yfir að svona lagað geti komið fyrir á Íslandi. Einnig erum við undrandi á að Hótelið sjái sér meiri hag í því að vísa frá sér allri ábyrgð, frekar en að bæta þetta tjón. Við höfum hvergi farið fram á að starfsfólk hótelsins bæti skaðann. Hins vegar ætti hótelið að gera það orðspors síns vegna.

Inn og  út um gluggann......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband