7.12.2008 | 13:17
Hvenær verður byrjað að handtaka Íslensku útrásar glæpamennina.
Íslensku fjárglæfra víkingarnir eru allir enn í fullu fjöri. Byrjaðir að reyna að kaupa rústirnar af gömlu fyrirtækjunum, og beita sömu sjónhverfingunum og áður. Hversu lengi ætla stjórnvöld að leyfa þessum mönnum að vaða uppi.
Menn sem hafa spilað sig stóra skulda tugi og hundruð milljarða króna og það er ekki fræðilegur möguleiki að þeir séu borgunarmenn fyrir þessum skuldum. Samt sem áður keyra þeir enn um á Range Rover jeppunum sínum eins og ekkert hafi í skorist.
það á að stoppa þessa menn strax......
![]() |
Bagger í haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2008 | 19:38
Eðaltöffari.
Íslenskt tónlistarlíf verður svo sannarlega fátæklegra nú þegar Guðmundur Rúnar Júlíusson er allur. En eins og með aðrar goðsagnir mun arfleifð hans lifa um aldur og æfi. Lögin hans Rúnars munu hljóma um alla framtíð. Hann var frontari í öllum helstu hljómsveitum síðustu 45 ára. Hljómar, Trúbrot, Ðe lónlí blu bojs, GCD, og svo Rokksveit Rúnars Júlíussonar. það er mikið afrek að vera alltaf á toppnum í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Þjóðin hefur misst einn af sínum vöskustu sveinum.
Sendi Maríu frænku minni og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Rúnars Júlíussonar.
......
![]() |
Rúnar Júlíusson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 17:53
Flott hjá þér Hermann.
Ekki nóg með það að Hermann frændi minn sé eini forstjórinn sem réttir þessum góðgerðarsamtökum hendi. Hann er eini maðurinn á Íslandi sem hlær svo hátt að það mælist á Richter skala.
Skemmtilegur kall.....
![]() |
Forstjóri gerist sjálfboðaliði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2008 | 08:38
Enn hefur ekkert alvarlegt gerst.
Nú á þriðja degi mínum sem starfandi húsmóðir er allt eins og best verður á kosið. Börnin hafa ekki kvartað mikið, en feldu þó tillögu mína um að borða bara fisk alla vikuna. Þessi vika verður sennilega sú rólegasta hjá þvottavélinni í langan tíma. Hún hefur þó tvisvar þurft að spretta úr spori það sem af er, en það telst ekki mikið hér á bæ. Það verður erfitt að ætla að sleppa við að þvo í framtíðinni þegar frúin sér að ég kann þetta alveg. Mér var nú samt bent á það í morgun að það væri gott að setja rauðan sokk með ljósum þvotti þ.e.a.s ef ég vill sleppa við að þvo í nánustu framtíð.
Af frúnni er það að frétta að hún flaug til Boston á laugardag, Virginiu á sunnudag, skoðaði verksmiðju í gær sem vinnur Ýsu frá Íslandssögu. Í dag er flogið til Buffalo í New York fylki og þar eru einnig kaupendur og verksmiðja sem verða heimsótt. Það vill svo heppilega til ( fyrir hana ) að þakkargjörðar útsölur standa nú sem hæst, svo að það er mögulegt að hún fari eitthvað í búðir. Stefnan er svo að koma heim á föstudags eða laugardagsmorgun.
Það verður gott að fá hana heim, það er svo sannarlega tómlegt hér þegar hún er ekki heima.
Heimilisraunir......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 18:45
Guð hjálpi okkur.
Ef að þetta er það sem koma skal.
Amen....
![]() |
VG stærsti flokkurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.11.2008 | 15:52
Hefur útvarpsstjóri íhugað að segja af sér ?
Þetta hefur verið aðal spurningin hjá undirmönnum útvarpsstjóra undanfarnar vikur. Geri fastlega ráð fyrir því að Páll verði í settinu í Kastljósinu í kvöld, þar sem hann verður spurður að því hvort að hann ætli að axla ábyrgð á þessari óráðsíu.
Hvað varðar svæðisstöðvarnar þá er það alveg fyrir neðan allar hellur að láta sukkið í æðstu stjórn RÚV bitna á landsbyggðinni. Ég er nokkuð viss að það eru ekki þær sem orsaka þennan gríðarlega halla. Laun helstu stjórnenda eru allt of há, sérstaklega útvarpsstjóra sjálfs.
Enn geldur því landsbyggðin fyrir sukkið í borginni.
740 milljóna tap á RÚV....
![]() |
700 milljóna sparnaður hjá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 20:46
Nú mun reyna á húsbóndann.
Næsta vika verður sérkennileg að mörgu leyti hér á heimilinu. Ég verð einn með börnin í viku. Frúin er á leið vestur til Ameríku í vinnuferð á næsta laugardag. Það er óhætt að segja að það verður öðruvísi hér þegar hún er ekki heima. Frá því í byrjun febrúar árið 2000 höfum við ekki verið lengur aðskilin en tvo sólarhringa.
Einkasonurinn 7 ára er strax byrjaður að skipuleggja nammikvöld á hverju kvöldi. Veit nú ekki hvers vegna hann heldur að ég sé svona eftirgefanlegur, kannski talar hann af reynslu. Hann er líka búinn að ákveða að systir hans 13 ára sjái um flest það sem að mamma hans gerir öllu jöfnu, og það er nú ansi margt hér innandyra. Ég var nú að reyna að segja honum að ég gæti nú sett í þvottavélina og jafnvel eitthvað fleira. Held að honum hafi ekkert litist allt of vel á það, en þetta leit betur út þegar ég hafði fullvissað hann um að leiðbeiningarnar væru á íslensku.
Ekki hafði hann meiri trú á hæfileikum föður síns í eldhúsinu. Hann laumaði því að mér að við gætum nú alltaf farið til ömmu ef við yrðum svöng. Það er öruggt að þar fáum við eitthvað gott. Hann er líka búinn að setja mömmu sinni fyrir hvernig Star wars flaugar hún á að kaupa í Ameríku, og það er ekki stuttur listi.
En ég hef fulla trú á að við klárum okkur vel, og Frúin geti verið áhyggjulaus vestur í Obamaríkjunum.
Lýsir yfir vantrausti á heimilisföðurinn......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 21:30
Kjarnakona.
Mér fannst ræða Margrétar Pétursdóttur góð. Hún var beitt en sanngjörn. Þetta sýnir okkur líka að ómenntað verkafólk hefur alla burði til að láta að sér kveða, og á að gera það. Hún bar sig fagmannlega að eins og hún væri alvön að koma fram og halda ræður. Ég veit sjálfur að það er ekkert sérstaklega auðvelt.
Að vísu fannst mér að femínista kaflinn hefði mátt missa sig. Konur þurfa að hætta að hamra stanslaust á þessu. í öllum þeim tilfellum sem ég veit um þá þarf frekar að ýta á konur að taka þátt, sérstaklega í stjórnmálum. Konur þurfa fyrst og fremst að taka sig á í sínum eigin röðum og gefa sig fram til starfa.
Karlar vilja konur, allavega flestir.....
![]() |
Bankaleyndina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2008 | 19:19
Hlandmáttlaus stjórnarandstaða.
Þá hefur Steingrími og félögum tekist að eiða enn einum deginum í akkúrat ekki neitt. Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að margt hefði mátt betur fara undanfarna tvo mánuði. En það er öruggt mál að það er ekkert í samanburði við það ef að afturhaldskommarnir í Vinstri grænum kæmust til valda, þá fyrst færi allt til andskotans.
Það yrði stórslys.....
![]() |
Vantrauststillaga felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 18:15
Tveggja daga gömul frétt.
Ekki er nú þessi ágæti blaðamaður að fylgjast mikið með. Þetta óhapp gerðist á laugardaginn. Vissulega fréttnæmt en common.
mbl.is síðastir með fréttirnar.....
![]() |
Féll í höfnina á Hvammstanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)