Kjarnakona.

Mér fannst ræða Margrétar Pétursdóttur góð. Hún var beitt en sanngjörn. Þetta sýnir okkur líka að ómenntað verkafólk hefur alla burði til að láta að sér kveða, og á að gera það. Hún bar sig fagmannlega að eins og hún væri alvön að koma fram og halda ræður. Ég veit sjálfur að það er ekkert sérstaklega auðvelt.

Að vísu fannst mér að femínista kaflinn hefði mátt missa sig. Konur þurfa að hætta að hamra stanslaust á þessu. í öllum þeim tilfellum sem ég veit um þá þarf frekar að ýta á konur að taka þátt, sérstaklega í stjórnmálum. Konur þurfa fyrst og fremst að taka sig á í sínum eigin röðum og gefa sig fram til starfa.

Karlar vilja konur, allavega flestir.....


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Bíddu nú við væni minn !

Hver segir að Margrét sé ómenntuð ?

Og ertu að segja að það sé bara ómenntaður skríll sem eru verkamenn ?

Níels A. Ársælsson., 24.11.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Magga var tær snilld. Þau stóðu sig öll frábærlega og þetta var flottur fundur.

Verð samt að segja að seinni hlutinn af færslunni þinnir hljómar eins og ríkisstjórnin þessa dagana... bannað að tala um kreppu... bannað að tala um femínisma... óþarfi... þarf vinnufrið... hér er allt í glimrandi gír. Leyfið okkur að gera þetta í friði (ríkisstjórninni/körlunum).

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þér er velkomið Níels að túlka þetta eins og þér hentar. Margrét sagði það sjálf í Silfri Egils að hún væri ómenntuð verkakona, og þaðan hef ég það. Ég er ekkert að tala um að allur verkalýður sé ómenntaður. Ef þú lest þetta aftur þá er ég að tala um að ómenntaðir verkamenn geti átt fullt erindi í pólitík, það segir ekkert um hvort að allir verkamenn séu ómenntaðir.

Hvað varðar seinni athugasemdina þá er hún lituð eins og allt sem Katrín Anna setur frá sér. Það er undantekningalaust ein hlið á hennar skoðunum. Þess vegna bið ég hana að lesa líka aftur það sem ég skrifaði.

 " í öllum þeim tilfellum sem ég veit um þá þarf frekar að ýta á konur að taka þátt, sérstaklega í stjórnmálum. Konur þurfa fyrst og fremst að taka sig á í sínum eigin röðum og gefa sig fram til starfa. " Þetta hefur ekkert með karla að gera.

Ingólfur H Þorleifsson, 25.11.2008 kl. 06:27

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Eins og ég sagði... hljómar alveg eins og ríkisstjórnin sem segir að hún hafi ekkert með kreppuna að gera - og fjármálaeftirlitið sem segist heldur ekkert hafa með þetta að gera - og seðlabankinn sem segist ekkert hafa með þetta að gera - og útrásarvíkingarnir sem höfðu ekkert með þetta að gera...

Völdum fylgir ábyrgð. Ísland er karlaveldi og fara karlar með meirihlutavald í öllum grundvallarstoðum lýðræðisins, líka inn á fjölmiðlum sem og í viðskiptalífinu - og eiga mestan peninginn. Það þýðir því ekkert að ýta ábyrgðinni frá sér - en er auðvitað afar hentugt... rétt eins og ríkisstjórnin segir.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.11.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband