30.12.2009 | 06:47
Hvað ætla stjórnarþingmenn að samþykkja.
Þeir þingmenn sem sagt hafa opinberlega að þeir hyggist samþykkja þetta mál hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að samþykkja. Atburðir dagsins sanna svo ekki verður um villst að það er langt frá því búið að leggja fram öll gögn í málinu. Ef Össur er að segja satt, sem ég ætla ekki að draga í efa þá er um stórkostlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar að ræða. Helsti bardagamaður Steingríms Joð heldur leyndum mikilvægum gögnum fyrir utanríkisráðherra.
Hvað skildi það nú þýða þegar talað er um traust í samstarfi, tölum nú ekki um ef samstarfið gengi út á annað en að halda lífi í handónýtri ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem hefur það eitt sér til frægðar unnið að vera afkvæmi þess að vinstri menn náðu saman í fyrsta skipti í sögunni.
Eru þetta vinnubrögð sem fólk á Íslandi ætlar að láta bjóða sér uppá. Það að ætla að samþykkja þessar drápsbyrðar á íslensku þjóðina án þess að hafa öll gögn í hendi er gríðarlegt ábyrgðarmál.
Þingmönnum sem eru kosnir til að vinna fyrir fólkið í landinu ber skilda til að kynna sér málin ofan í kjölinn. Það hafa stjórnarþingmenn ekki gert í þessu máli, og maður spyr sig hvað það er sem rekur þá til að berja þennan óskapnað í gegn um þingið.
Trúnaðarbrestur á stjórnarheimilinu.....
Icesave-umræðu frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.