Bölvað kjaftæði.

gosiÞað verður að segjast eins og er að það trúir varla nokkur maður því að Steingrímur Joð hafi ekki vitað um þessa skipan í stjórn bankanns. Samfylkingin setur þarna aðalhöfund efnahagsstefnu flokksins í verðugt embætti. Fólk ætti að gera sér grein fyrir hans hlut í Icesave ferlinu og því sem á eftir fylgdi. Set svo hér inn staksteina dagsins þar sem sést hversu öruggt er að trúa Steingrími.

Lítil stoð í Steingrími.

Björn Bjarnason hefur birt merkilegt yfirlit yfir framgang Icesave-málsins. Það er ótrúleg lesning. Framganga forráðamanna þess er lyginni líkust.

Tökum dæmi af Steingrími J. Hann sagði í mars á þessu ári: »Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi, og hans fólk glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.«

Steingrímur »veit« og hann »lofar því«.

Hinn 3. júní spyr formaður Framsóknarflokks, Sigmundur Davíð, Steingrím J. Sigfússon í þinginu um stöðu málsins. Steingrímur svarar:

»Ég held ég geti fullvissað hv. þingmann að það standi ekki til að ganga frá einhverju samkomulagi í dag eða einhverja næstu daga og áður en til þess kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utanríkismálanefnd.«

Daginn eftir lá fyrir samningur, gerður án samráðs við utanríkismálanefnd.

Er að undra að málið komi á afturfótunum fyrir þing og þjóð? Steingrímur »veit«, hann »lofar«, hann »fullvissar« um að eitthvað verði »að sjálfsögðu« gert. Og ekkert stenst.

Steinrímur J. Sigfússon getur sagt eins og karlinn: »Ég viðurkenni að ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér en á móti kemur að mér hefur aldrei skjátlast.«

Ekki orð að marka þennan mann......


mbl.is Steingrímur furðar sig á skipan í bankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Í stað þess að senda "eftirlaunaembættismenn" í einhverri leyninefnd til að semja við Breta og Hollendinga þá hefði ríkisstjórnin átt að sjá sóma sinn í að senda "her" sérfróðra manna til þess að takast á við einhverja erfiðustu og mikilvægustu samninga sem landið hefur þurft að gera.  Miðað við þær gríðarlegu fjárhæðir sem fyrir liggur að þjóðfélagið þurfi að taka á sig í vöxtum og afborgunum af Icesave þá hefði kostnaður við stóra samninganefnd skipaða m.a. sérfræðingum í alþjóðarétti, fjármálum, hagfræði, viðskiptum og öðrum hámenntuðum aðilum ekki numið nema broti af því.  En fjármálaráðherrann ákvað að pukrast með þetta mál.

Jón Óskarsson, 29.12.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Rosalega er þér illa við Steingrím J. Sigfússon.

Þetta er orðið eitthvað persónulegt.

Níels A. Ársælsson., 29.12.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Nílli þú ættir að þekkja það þegar menn fá eitthvað á sálina.

En hitt er rétt að það ættu allir að taka það persónulega að þessi maður skuli vera kominn til valda. Slíkur á skaðinn af stjórnarsetu hans eftir að verða, og ég þarf ekki pistil um það sem á undan er gengið í tíð sjálfstæðismanna. Mér er fullljóst hver ábyrgð þeirra er.

Samfylkingin aftur á móti er í afneitun og Steingrímur hjálpar þeim að fela sig á bak við það sem hinir gerðu, og gerðu ekki.

Ingólfur H Þorleifsson, 29.12.2009 kl. 16:31

4 Smámynd: Sigurður Helgason

NÍELS hann ber ábyrgðina af þessu öllu, hann seldi bankana og kom þessari græðgisvæfingu á stað,eigendur bankana voru í VG, og sköllótti ráðgjafinn er líka í VG sem situr nú á þingi fyrir VG, ertu ekki að skilja þetta eða ertu ,,,,,,,,, kannski,

Ég er sjálfstæðismaður og skil þetta mjög vel burt með þennan lygara.  

Sigurður Helgason, 29.12.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband