Kannast fólk við Gylfa Magnússon ?

copy_of_gylfi_magnussin_hagfraedingur 

Rakst á þessa skemmtilegu grein áðan. Verð  að segja að þetta setur málin í nýjan vinkil.

Eins og menn muna fékk Baugur útflutningsverðlaun forseta Íslands í fyrra. En Baugur er ekki eina útrásarfyrirtækið sem hefur fengið þá maklegu viðurkenningu. Örfáum misserum áður fékk annað fyrirtæki, Kaupþing banki, þessi sömu verðlaun.

Það var fámenn dómnefnd sem ákvað að verðlauna Kaupþing fyrir þátt þess í útrásinni. Við afhendingu verðlaunanna kom fram hjá nefndinni að "Kaupþing banki fær verðlaunin fyrir þann árangur sem fyrirtækið hefur á skömmum tíma náð á þróuðum mörkuðum erlendis. Fyrirtækið fer fremst í öflugri útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og hefur vakið athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Djörfung og dugur einkenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög ör undanfarin ár og hefur það gegnt lykilhlutverki í fjárfestinga- og viðskiptabankastarfssemi hér á landi. Síðustu ár hefur bankinn stóraukið starfsemi sína á erlendri grundu með stofnun dótturfélaga og kaupum á fjármálafyrirtækjum."

Kaupþing fær hér mikil verðlaun fyrir ákafa útrás og gríðarlegan vöxt sinn. Dómnefndin var fámenn en góðmenn og til að tryggja að fagleg sjónarmið réðu en ekki pólitískt ábyrgðarleysi og spilling, var fenginn fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands í nefndina. Það var að sjálfsögðu enginn annar en Gylfi Magnússon dósent sem settist í dómnefndina og verðlaunaði Kaupþing fyrir mjög öran vöxt og ákafa útrás, alnafni Gylfa Magnússonar baráttumanns, sem hefur í snjöllum útifundarræðum krafist þess að allir þeir sem einhvern þátt áttu í að illa fór í efnahagslífinu, haldi sig fjarri öllum "björgunaraðgerðum", og er jafnframt alnafni þess Gylfa Magnússonar sjáanda, sem fréttamenn segja jafnan að hafi séð allt fyrir, varað eindregið við útrásinni og einkum barist gegn stækkun bankanna.

- Vef-þjóðviljinn þann 4. febrúar 2009.

Gæti mögulega verið að þriðji nafni þeirra félaga sé nú viðskiptaráðherra í minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það er nefnilega það.......


mbl.is Eiríkur og Ingimundur hafa svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er sem sagt svona Nýfrjálshyggjusöfnuður á Ísaafirði!  Og fara vonandi "fjöruleiðina" ?

Auðun Gíslason, 6.2.2009 kl. 20:56

2 identicon

Eftirfarandi lét Davíð út úr sér rétt fyrir bankahrunið

Íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standa traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Kerfisbundið afnám ýmiss konar hafta í efnahagsstarfseminni á síðustu fimmtán árum eða svo, einkavæðing, markvissar skattalækkanir og alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs hafa þegar skilað stórfelldum ávinningi og lagt grunninn að nýju framfaraskeiði á komandi árum. Við munum hiklaust halda áfram á þeirri braut þegar við höfum unnið okkur út úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem nú steðja að.”

Þvílíkur snillingur! Já já bara halda áfram á sömu braut, maðurinn var algjörlega blindur á þessa frjálshyggjusýn sína. Burt með hann, hann er búinn að skaða þess þjóð nóg. Það sem er síðan undarlegt að nokkur einasti maður skuli verja nokkuð sem kemur frá Sjálfstæðisflokknum, þessi flokkur sem stjórnað hefur hérna í 18 ár hefur spillt stjórnsýslu landsins og komið skósveinum sínum fyrir í feitustu embættunum og réttast væri að fara og taka til í hæstarétti þegar búið er að rusla út úr Seðlabankanum.Mér finnst sorglegt að sjá minn gamla vinnustað, Seðlabankann með slíkann yfirmann og enn meira sé ég eftir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og ég skal lofa því við móður mína að þann flokk skal ég aldrei kjósa aftur.

Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Valsól, ég sýnist reyndar að Geiri litli hafði sagt þetta í ávarpi á ársfundi SÍ í mars 2008. http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Raedur_og_greinar_radherra/Rada_rh._Sedlabanka_isl.pdf

En hei, Geir/Davíð, hver er munurinn.....

Harpa Oddbjörnsdóttir, 6.2.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

mér sýnist, átti þetta að vera...

Harpa Oddbjörnsdóttir, 6.2.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband