Lækka stýrivextina strax.

Það er sterkur leikur í þeirri stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu. Það sjá það allir sem sjá vilja að þetta stýrir ekki neinu. Lækkun niður í 6-8% skilar sér strax inn til heimila og fyrirtækja sem eru mörg hver illa stödd nú vegna skulda. Þetta yrði einnig til að létta á fólki og veita því meiri trú á framhaldið. Það hlýtur að vera komið að þessu nú, og engin ástæða til að bíða eftir næsta vaxtadegi í seðlabankanum.

Lægri stýrivexti......


mbl.is Blaðamannafundur kl. 15 í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þessir stýrivextir hafa þá náttúru að halda uppi verðbólgu og gengi krónunnar niðri. Draga úr framkvæmdum, hamla starfsemi fyrirtækja og vinna allt sem hægt er til bölvunar fyrir efnahagskerfi þjóðarinnar. Sem sagt, þveröfug áhrif miðað við sagðan tilgang Bleðlabankans með háum stýrivöxtum. Og hvar er ábyrgðin? Auðvitað hjá Ceaucescu Oddssyni og leiguþýi hans í Bleðlabankanum. Þessu er hægt að breyta með því að hækka greindarstigið í Bleðlabankanum og það er gert með því að henda Ceaucescu Oddssyni og hyski hans út úr Bleðlabankanum eða að leggja hann að öðrum kosti niður og færa starfsemina í nýstofnaðan ríkisbanka.

corvus corax, 9.10.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband