Vel rekin sjoppa.

Ég er alveg sammála Davíð með þetta. Forsvarsmenn bankanna og eigendur þeirra hafa grætt gríðarlega á síðustu árum. Hvers vegna ættum við hin, og börnin okkar og barnabörn að borga þegar kemur að skuldardögum. Það hlýtur að fylgja einhver ábyrgð með öllum þessum bónusgreiðslum og kaupréttarsamningum.

Dálítið gáleysislega er vægt til orða tekið.......


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Davíð stóð sig vel í viðtalinu.

Sigurjón Þórðarson, 7.10.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Að gefnu tilefni þá ætla ég líka að hæla karlinum, feiknagott viðtal. 

Atli Hermannsson., 7.10.2008 kl. 21:01

3 identicon

Hann var frábær, vægast sagt.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Steini Thorst

Alveg eðal viðtal og Davíð kom MJÖG vel útúr því. Hugsanlega ljósið í myrkrinu barasta.

Steini Thorst, 7.10.2008 kl. 21:06

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sammála.

Ingólfur H Þorleifsson, 7.10.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Hilmar Einarsson

Pabbi, mamma og blessuð börnin á heimilinu hafa lagt mikið á sig undanfarin tíu ár  með gegndarlausri aukavinnu við að byggja upp sjóði sem áttu að verða íbúðakaupasjóðir barnanna.  Tja, á sama tíma hefur umtalsverður hópur valið að fara út í íbúða kaup með nánast ekkert eigið fé. 

Lungi íbúðakaupa sjóða fyrrnefndra barna var festur í því sem álitið var þokkalega heiðarlega reknum fyrirtækjum, áhættunni dreift á milli nokkurra fyrirtækja, passað upp á að hafa nú ekki öll eggin í sömu körfunni.

Fjölskyldan sem lagði samviskusamlega fyrir er nú úthrópuð sem óreiðumenn í "feiknagóðu viðtali" DO.

Hinn stóri hópur ógæfufólkksins sem hefur fjármagnað tugamilljóna fasteigna kaup sín með lánum og lágmarks eigin fé fær kastað til sín björgunarhring í þessari tímabundnu holskeflu.

Vissulega hafa afborganir hækkað óhóflega vegna tímabundins verðbólgu skots, og sömuleiðis hefur tímabundið sigið á ógæfuhliðina vegna misgengis lána og fasteignaverðs.  Slíkt jafnar sig út með tímanum og smám saman næst að greiða niður fasteignalánin.

Hyskið sem hefur verið að leggja fyrir ásamt börnunum sínum til þess að eiga höfuðstól vegna íbúðakaupa barnanna eftir nokkur ár er barasta bölvað óreiðufólk. 

Hjartans þakkir fyrir hlýlegar kveðjur til slíkra einstaklinga það er sannarleg "ljós í myrkrinu" að ráðdeildarfólkið skuli loksins uppgötva stöðu sína sem "óreiðufólk". 

Tugþúsundir íslendinga hafa sýnt af sér ábyrga ráðdeildasemi undanfarin ár, þar með talin börn, unglingar og gamalmenni.  í stað gengdarlausrar peningaeyðslu og flottræfilsháttar.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hve mikið þessum hópi svíður nú og fær svo bara fingurinn frá ykkur aumingjunum sem teljið ykkur hafa efni á að senda svo yndislega hrokafullar kveðjur sem hér að framan blasa við. 

Í alvöru talað, það eru fleiri en meintir "óreiðusamir" auðkýfingar, sem fá að blæða hressilega núna á meðan óvarkaárir fasteignakaupendur fá sendan björgunarhring. 

Hilmar Einarsson, 8.10.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband