25.9.2008 | 15:39
Flyt heim í víkina fögru í elinni.
Það er rétt hjá Elíasi að það er margt sem mælir með sameiningu. Í nánustu framtíð þarf að sameina Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Með bættum samgöngum um Óshlíðargöng og vonandi göngum til Álftafjarðar fljótlega þar á eftir, verður komin grundvöllur fyrir þessu. Þá væri hægt að samnýta hinar ýmsu deildir sveitafélaganna og ná fram hagræðingu í rekstri.
Vilji íbúanna er eitthvað sem þarf að fara að kanna fljótlega. Síðan er hægt að fara af stað með undirbúning eftir það. En við sameiningu þarf að sjálfsögðu að huga að grunnþjónustu á öllum stöðum s.s. Öldrunarþjónustu. Það er ekki gott að hafa þetta eins og er til dæmis hér á Suðureyri þar sem engin öldrunardeild er, og fólk verður að flytja úr bænum sínum þegar það treystir sér ekki til að búa lengur heima.
Sameinaðir stöndum vér.....
Sameining kemur vel til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.