Væringar hjá Frjálslyndum.

Sigurjón er vafalaust mætur maður, ekki þekki ég það. Mér finnst hins vegar blasa við þegar farið er yfir sögu Frjálslynda flokksins að Addi Kitta Gau er kjölfestan í þessum flokk og hefur alltaf verið. Hann fór inn með Sverri Hermannsson sem uppbótarþingmann í fyrstu kosningunum sem flokkurinn fór í. Í þeim næstu var það áður nefndur Sigurjón sem naut góðs af því persónufylgi sem Addi á hér fyrir vestan. Og í síðustu kosningum komst  Kristinn H Gunnarsson inn á síðustu metrunum.

Ég er nokkuð viss um að ef og þegar hið nýja afl í flokknum nær að koma áætlunum sínum í framkvæmd þá er þessi flokkur búinn að vera. Grunnur flokksins er hér fyrir vestan og ég get ekki séð að stuðningsmenn flokksins hér séu hrifnir af þessum uppákomum undanfarið. Það voru slæm skipti að fórna Margréti Sverrisdóttur fyrir Jón Magnússon. það eru sennilega stærstu mistökin hjá formanninum og gætu fellt hann á endanum.

Ónýtt afl.....


mbl.is Frjálslyndir í Reykjavík skora á Sigurjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband