Til hamingju Ísfirskar sjálfstæðiskonur.

kvennalogoÍ gær var haldið upp á 50 ára afmæli sjálfstæðiskvennafélags Ísafjarðar. Dagurinn hófst á opnum fundi á hótelinu sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hélt. Þar voru með framsögu Guðfinna Bjarnadóttir og Herdís Þórðardóttir alþingiskonur og Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Drífa Hjartardóttir formaður LS var fundarstjóri.

Fundurinn var mjög góður og vel var mætt. Umræðuefnið á fundinum var atvinnu og menntamál. Framsögurnar voru góðar og skemmtilegar umræður sköpuðust í kjölfarið.

Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður á hótelinu. Þar voru gestir Sturla Böðvarsson forseti alþingis og Einar Kr Guðfinnsson sjávaratvegs og landbúnaðarráðherra. Halldór Halldórsson var veislustjóri og leysti það vel af hendi.

Í veislunni var frú Geirþrúður Charlesdóttir gerð að heiðursfélaga í sjálfstæðiskvennafélaginu. Hún hefur verið einn af burðarásum í starfi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði og Vestfjörðum í marga áratugi. Hún var t.d. fyrsta konan sem kosin var í bæjarstjórn Ísafjarðar í kosningum 1974. Sannarlega vel að þessum heiðri komin.

Ég minntist á það í ræðu minni að fyrir 50 árum hefur sjálfsagt mörgum fundist þetta óttalegt vesen í konunum að vera stofna félag til að hafa áhrif í stjórnmálum. En að sjálfsögðu voru konurnar fljótar að afsanna það og innan Sjálfstæðisflokksins eru öflugar konur. Ráðherra og varaformaður, öflugar þingkonur, borgar og bæjarfulltrúar, nefndarkonur og svo hinar almennu flokkskonur sem koma að starfinu. En konur þurfa að vera sívakandi og gefa sig að starfinu sem er mikilvægt bæði fyrir þær og flokkinn.

Þessi dagur var mjög góður og fátt skemmtilegra en að vera í góðra vina hópi á svona gleðistundum.

50 ára sómakonur.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband