Kominn tími á að ríkisstjórnin geri eitthvað í málinu.

Ég er á því að þetta séu bara fyrstu aðgerðir bílstjóra og þeir hætti ekki fyrr en á þá verður hlustað. Það er ekki nokkur hemja að ríkið skuli taka 48% af verði olíulítrans til sín. Það er komin tími til að ríkisstjórnin geri eitthvað annað en að humma þetta fram af sér.

Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að um mánaðarmótin muni vöruflutningabílstjórar láta til skarar skríða af enn meiri krafti, ef ríkisvaldið bregst ekki við þeirra kröfum. Það er ekki endalaust hægt að segja að það sé allt í himna lagi.

Þetta er orðið tómt rugl......


mbl.is Bílstjórar hætta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Það gladdi mig mikið að sjá þessi mótmæli bílstjóranna því að ég hélt virkilega að fólk væri orðið svo samdauna þessu endalausa óréttlæti í þessu landi og léti hvaða rugl sem er yfir sig ganga.  Frábært.

Gló Magnaða, 28.3.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Heill og sæll Ingólfur.  Nú er ég ósammála þér að gjaldtaka ríkisins af eldsneyti sé rugl.  Gjaldið er í krónutölu, 42 krónur ef ég man rétt og breytist því ekki við hækkun á olíuverði.  Þannig er nettastaðan óbreytt fyrir ríkið.  Ef þú ert hinsvegar að tala um viðrðisaukann þá skiptir ekki máli hvort neytandi greiðir hann í gegnum olíu eða eitthvað annað.  Hann hefur ákveðna upphæð til að eyða, og hlutfall af því rennur til ríkisins sem virðisauki.  Það er algerlega eðlilegt og ekkert rugl í því.

Ég vil minna á umræðu um kostnað við akstur á þjóðvegum þar sem margir héldu því fram að sérstaklega flutningabílar væru að kosta samfélagið meira en þeir greiddu fyrir.  Reyndar hef ég séð góðar röksemdir fyrir því að þetta er alls ekki rétt.  Þeir séu að greiða nokkurn veginn þann kostnað sem þeir valda.  Kostnaður sem er í formi, mengunar (staðbundið vandamál), gróðurhúsaloftegunda (hnattrænt vandamál) óþæginda og slit á vegum.  Að vísu aukast tekjur ríkisins með hærri vask en aðrar vask tekjur dragast saman um leið.  

Gunnar Þórðarson, 29.3.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband