Engin framtíð hjá Framtíðarlandinu.

Ég get nú ekki annað en brosað út í annað þegar ég les tillögur Framtíðarlandsins til eflingar atvinnulífs á vestfjörðum. Refasetur er nú þegar tekið til starfa og þar starfar eftir því sem ég best veit ein manneskja. Berjalíkjör, hvað skyldi það þíða mörg störf. Prjónaverksmiðja, ef mig misminnir ekki þá hafa þær ekki gengið svo vel. Vestfirskt grænmeti, kartöflubændur lepja dauðan úr skel og rafmagnið er svo dýrt að þeir sem eru með gróðurhús eiga varla fyrir rafmagninu.

Það er komin tími til að það komi lausnir sem eitthvað vit er í en ekki svona hugdettur sem orðið hafa til á spjallfundi í Framtíðarlandinu.

Staðan er alvarleg og svona hugmyndir hjálpa ekki mikið.

Vestfirðingar vilja alvöru lausnir.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það kom skýrt fram í Kastljósi í kvöld að tillögurnar eru allar komnar frá Vestfirðingum sjálfum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég sá Kastljósið og verð að segja að mér leist nú betur á Þórólf og það sem hann hafði fram að færa.

Eins og ég hef sagt áður þá þurfum við alvöru aðgerðir en ekki einhver gæluverkefni.

Ingólfur H Þorleifsson, 27.2.2008 kl. 07:30

3 Smámynd: Karl Jónsson

Mér finnst athyglisverður sá punktur um olíuhreinsunarstöð að ef hún fær nægjanlegt rafmagn geti hún hitað olíuna með því en ekki olíu, sem minnkar útblásturinn. Er þá ekki málið að búa svo um hnútana að hún fái nægjanlegt rafmagn og verða þá ekki allir sáttir? Umhverfisverndarsinnar vegna útblástursins og Vestfirðingar vegna atvinnuuppbyggingarinnar?

Ég er síðan sammála þeim sem segja að þessir hlutir geti allir farið mjög vel saman. Svona stöð getur haft mjög jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna að mínu mati. Það verður mikið um ferðir fólks til og frá stöðinni væntanlega þegar hún verður komin í gagnið  og það ætti að gleðja veitinga- og gistihúsaeigendur.

Karl Jónsson, 27.2.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Garpur76

Er sammála þér Ingólfur, verð pirruð að heyra svona fáranlegar hugmyndir sem eiga sko að bjarga málunum

Garpur76, 27.2.2008 kl. 16:47

5 Smámynd: Marzellíus Sveinbjörnsson

 ,,Moli er líka brauð" Ingólfur.

Við eigum að fagna öllum hugmyndum, stórum sem smáum og ekki tala niður til þeirra sem eru að reyna að hjálpa til.

Marzellíus Sveinbjörnsson, 27.2.2008 kl. 20:17

6 Smámynd: Ársæll Níelsson

Sammála Merzellíusi.
Mér hefur sýnst að eftir að þessi olíuhreinsunarumræða fór af stað þá keppist fylgjendur hennar við að slá aðrar hugmyndir út af borðinu vegna þess eins að þær skapi ekki nægilega mörg störf. Gaman væri aðp sjá teknar saman allar þessar litlu hugmyndir og hve mörgum störfum þær gætu skilað í heildina litið. Það hlýtur að vera öruggara fyrir jafn fámennt svæði og Vestfirði (sem, eðli málsins samkvæmt verður alltaf fámennt) að tryggja uppbyggingu margra smárra fyrirtækja heldur en að treysta á einn risastóran vinnuveitanda.
Hvað gerist svo þegar olíudæmið klikkar? Það er beinlínis hættulegt að líta á svo stóran vinnustað sem einhverja allsherjarlausn.

Ársæll Níelsson, 27.2.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

Þarf ekki  nema eitt olíuslys við vestfirði og þeir fara endanlega í auðn.

Viljum við hafa það á samviskunni?

Rúnar Karvel Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 02:01

8 Smámynd: Gló Magnaða

Mér finnst góðu hugmyndirnar vera vatns- og bjór framleiðsla ef maður lítur á það sem gæti gengið vel og gefið af sér.  Aðrar hugmyndir eru ekki eins góðar eins og prjónaverksmiðja. Slíkt hefur verið reynt og ekki gengið. 

Gló Magnaða, 28.2.2008 kl. 08:50

9 Smámynd: Ársæll Níelsson

Mæli með að fólk lesi skýrsluna í heild áður en það fer að gagnrýna einhverjar 3 tillögur sem nefndar eru sem dæmi í einhverri frétt af málinu.

http://framtidarlandid.is/images/stories/utgefid_efni/skyrslur/samantekt_vef.pdf

Ársæll Níelsson, 28.2.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband