22.2.2008 | 15:41
Bókstafstrú sveitarstjórnar Súðavíkur.
Mikið er nú leiðinlegt að sjá í viðtali við Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli í Ísafjarðardjúpi að upp sé komin deila út af baðhúsi sem reist var á jörðinni. Ég veit það af störfum mínum að sveitarstjórnarmálum að þar gilda reglur sem fara þarf eftir. En er virkilega ekki hægt að leysa þetta mál án þess að upp komi deilur.
Ragna situr jörð sína kominn á níræðisaldur og hefur þar í gegn um tíðina gert ófá góðverkin sem komið hafa fólki vel. Það er sorglegt að sjá hana tala um að fyrr flytji hún úr sveitinni sem hún hefur búið í alla ævi, en að skríða fyrir sveitastjórninni.
Er nú ekki hægt að horfa í gegnum fingur sér með litinn kofa á hennar jörð sem er ekki fyrir nokkrum manni og allra síst sveitastjórninni í Súðavík.
Hvar eru liðlegheitin.....
Athugasemdir
Algjörlega sammála. Þetta virkar eins og smá mál og ætti að vera hægt að greiða úr því án vandræða.
Gló Magnaða, 22.2.2008 kl. 16:13
Las ævisögu Rögnu. Mögnuð kona sem hefur fengið sinn skammt af mótlæti.
Sammála þessu. Þótt auðvitað verði eitt yfir alla að ganga, gætu menn reynt að gefa henni leyfi án þess að það hefði fordæmisgildi.
Anna Kristinsdóttir, 23.2.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.