Einföldun á mikið stærra máli.

lbÞingflokksformaður Samfylkingarinnar var í tíu fréttum á RÚV núna áðan þar sem hann segir að fiskverkendur séu að notfæra sér kvótaskerðinguna og segja upp fólki . Hann vill meina að skerðingin sé ekki farin að hafa áhrif enn, menn eigi enn kvóta. Málið er bara ekki svo einfalt.

Þeir sem eru að reka fiskvinnslur eru örugglega að hugsa  til næstu ára og þar af leiðandi setja þeir dæmið upp eins það kemur til með að líta út þegar sverfa fer að. Það eru gerðar áætlanir í öllum alvöru fyrirtækjum og þar er hugsað fram í tímann. Það að tala um samfélagslega ábyrgð hljómar ekki vel. Hvers vegna eiga þessir menn að hafa meiri samfélagslega ábyrgð en t.d. eigendur bankana og tryggingafélaganna. Hvað lækka þjónustu og iðgjöld mikið í milljarðatuga hagnaði þessara fyrirtækja.

Held að Lúðvík Bergvinsson ætti frekar að einbeita sér ásamt ríkisstjórninni að því hvernig er best að mæta þessari skerðingu svo að við komumst þokkalega út úr henni. Það var alveg vitað að það myndu margir missa vinnuna, það kemur ekkert í staðin fyrir 60 þúsund tonn af þorski.

 Þarf kannski öflugri mótvægisaðgerðir.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Það virðist einfaldlega vera þannig að viss hópur manna hafi ekkert vit á því sem þeir segja um sjávarútvegsmál - en geta bara ekki hætt að tjá sig um þau.

Óþol!

Örvar Már Marteinsson, 19.2.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Þar getum við verið sammála.

Einnig er ég sammála athugasemd Örvars. Það eru þó líklega ekki sömu hóparnir sem fara í taugarnar á okkur.

Ársæll Níelsson, 20.2.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband