Hugsanlega vísbending.

Ekki það að ég taki mikið mark á könnun með tæpa 700 svarendur. En það er öruggt að staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er farin að hafa áhrif um allt land.

það er aðgerða þörf strax ef ekki á að fara verr.

Hreint borð í borginni.....


mbl.is Samfylkingin stærst allra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eruði hræddir?

Valsól (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ekki erum við hræddir. En það er full ástæða til að hafa áhyggjur, og hlusta á kjósendur í Reykjavík.

Ég er reyndar ekki í vafa um að Vilhjálmur mun taka hag flokksins fram yfir sína í þessu máli.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.2.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Karl Jónsson

En af hverju grípur ekki formaður flokksins inn í þetta með meiri afgerandi hætti en hann hefur gert. Ég er mest hissa á því. Það getur ekki verið einkamál Vilhjálms þegar fylgið fýkur af flokknum í Reykjavík og allar flokksforystur sem bera hag síns flokks fyrir brjósti eiga ekki að hika við að fórna peði á skákborðinu til að geta öðlast sterka stöðu á ný.

En af hverju lætur Geir þetta viðgangast?

Karl Jónsson, 15.2.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Kalli.

Það er ekki gott að segja hvað Geir er að hugsa. Hann segist vona að þetta hafi ekki áhrif á landsvísu, en það er greinilega farið að gera það nú þegar.

Þorgerður Katrín gaf það sterkt til kynna í fréttum í gær að þessu máli yrði að ljúka fljótt.

Sammála þér með skákina þó að ég hafi aldrei verið slyngur skákmaður.

Kveðja í nyrsta hluta vestfjarðakjördæmis.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.2.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband