Nýju fötin keisaranns.

sigurrósÉg er kannski svona vitlaus en ég hef aldrei skilið hvað fólki finnst svona merkilegt við hljómsveitina Sigur Rós. Fólk sem telur sig vita allt um menningu og listir heldur ekki vatni yfir þessari tónlist sem í mínum huga er bara sarg. Ég vil taka það fram að ég er enginn sérfræðingur í tónlist, en tel mig hafa mjög breiðan tónlistarsmekk. Ég hlusta á nánast alla tónlist frá kórsöng til argasta þungarokks, rapp er ágætt og stundum syng ég sjálfur með kirkjukór þó að ég telji mig ekki vera mikinn söngvara.

En málið er bara að mér hefur aldrei fundist gaman að hlusta á Sigur Rós og slekk helst á útvarpinu eða skipti á aðra stöð, ef að þeir byrja að sarga. Söngvari sveitarinnar er eins og breimandi köttur og undirspilið eftir því. Mér finnst þetta minna mig á ævintýrið Nýju fötin keisarans sem voru ekki neitt neitt þegar upp var staðið.

Að lokum rakst ég á þessa könnun á visir.is þar sem spurt var hvort fólk ætli að sjá nýja kvikmynd (heima) um fyrirbærið. Ef tekið er mið af þessari könnun þá eru fleiri á sama máli og ég.

Ætlar þú að sjá heimildarmynd Sigur Rósar, Heima?
tinystat

þreytandi......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Er þarna kanski kominn enn einn Garðar Hólm okkar íslendinga?

Gulli litli, 11.10.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband