Hvað er spilling ef þetta er það ekki.

bÁ visir.is er frétt í dag um störf Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar borgarstjóra. Þar gefur að líta hin ýmsu afglöp í starfi frá því að hann tók við. Þar er meðal annars talað um eftirfarandi.

Fjölskyldumaðurinn Villi Vill

Vilhjálmur seldi sex daga gömlu fyrirtæki bróður síns, Svans Vilhjálmssonar, eftirsótta lóð borgarinnar við Fiskislóð í Reykjavík á spottprís í maí á þessu ári. Þá réð hann líka frænda sinn, Vilhjálm Skúlason, í góða stöðu hjá Reykjavík Energy Invest. Vilhjálmur starfaði áður sem verslunarstjóri hjá Tékk - Kristal.


Ef að þetta er ekki spilling þá veit ég ekki hvað er spilling. Eftir að hafa lesið þessa frétt um ógöngur borgarstjóra þá er ég enn sannfærðari en áður um að hann eigi að sjá sóma sinn í að segja af sér strax.

Burt með borgarstjórann.....


mbl.is Orkuveitan undir smásjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spilling af verstu gerð,svo sannarlega. Ég man vel loforð Villa í málefnum aldraðra fyrir síðustu kosningar.Ég hef unnið á Droplaugarstöðum undanfarin ár. Eftir að Villi tók við hefur verið stórfelldur niðurskurður á starfsfólki,þar með allri þjónustu. Sárastur er þó niðurskurður á mat fyrir gamla fólkið. Hvað braut það af sér annað en að verða eldri en HAGKVÆMT þykir. Þetta þykir mér líka vera spilling.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband