Frábær tími á enda runninn.

IMG_1357Það hefur verið nóg að gera hér á Spáni síðustu daga. Í fyrradag fórum við í Riozafarí sem er dýragarður. Þar var margt að sjá sem maður sér ekki dags daglega á Íslandi. Við sáum páfagauka sem gerðu hinar ýmsu kúnstir eins og að dansa, hjóla, keyra bíl og spila körfubolta. Einnig sáum við fíl sem dansaði alveg  listavel miðað við hæð og þyngd.

Á mánudagskvöldið fór svo stórfjölskyldan út að borða í tilefni af afmæli tengdamömmu. Við fórum á Varadero sem er svaka flottur staður hér í hverfinu. Það var alveg svakalega góður matur. Smokkfiskur og hvítlauksrækjur í forrétt, nautasteik í aðalrétt og hinir ýmsu eftirréttir. Það södd og ánægð fjölskylda sem rölti heim seint það kvöld eftir vel heppnaðan dag.

IMG_1354Í gær byrjuðum við Þorleifur á að fara á höfnina og skoða togaraflota heimamanna sem var allur í landi vegna fiestunnar sem hefur staðið yfir undanfarna daga. Það var gaman að sjá útgerðarhætti þeirra og hversu ólíkir þeir eru okkar heima á Íslandi. Ég er hræddur um að það þýddi lítið að nota þessi skip á Íslandsmiðum, eins og veðrin geta orðið þar.

Eftir hádegi fórum við Oddný og krakkarnir á ströndina og flatmöguðum þar fram eftir degi. Það er nú meiri lúxusinn að liggja bara og láta sólina sleikja sig. Það var mjög heitt í gær í sólinni og maður varð að hafa sig allan við að brenna ekki. Sleppti sólarvörninni á andlitið í gær og það slapp fínt. Í gærkvöldi fórum við út að borða á Ítölskum IMG_1370pizza stað sem var mjög góður. Skoðuðum götumarkaðina aðeins á leiðinni heim og fórum snemma í háttinn.

Í dag er svo verið að ganga frá og þrífa húsið áður en næstu gestir mæta á morgun. Þetta hefur verið verið frábær tími hjá okkur öllum. Strandferðir, skemmtigarðar, dýragarðar, ódýrar verslanir, flottir matsölustaðir og umfram allt afslöppun. Við fljúgum heim í kvöld klukkan 21.30 og lendum í Keflavík klukkan 0.30. En mikið verður gott að koma heim á Suðureyri og taka fagnandi á móti haustinu með öllu sem það bíður upp á.

Heima er best.....

IMG_1381

 

 

 

 

 

 

IMG_1409IMG_1389 

 

 

 

 

 

IMG_1414

IMG_1391

 

 

 

 

 

IMG_1412


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Sýnist að Ingólfur hafi verið að ná í leikmenn fyrir KFÍ, sá er þó munurinn að þeir leikmenn sem hann skoaði núna eru með fjaðrir og vængi. Kannski það nýjasta?

Karl Jónsson, 10.9.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband