Ferrari í þremur efstu sætunum!

Ef eitthvað er að marka fréttir af njósnamálinu þá er McLaren bíllinn smíðaður eftir stolnum teikningum frá Ferrari. Þetta kemur allt í ljós í næstu viku.

Spa á næstu helgi.....

 


mbl.is McLaren gjörsigrar Ferrari í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe gaman af þessu , þegar Ferrari lendir í mótbyr þá á er best að segja að hinir svindli, ég held að Ferrari menn ættu frekar að fá sér nýja tæknimenn því að McLaren virðast lesa mun betur úr þessum "stolnu" upplýsingum en þeir sem bjuggu þær til.!

Baddi (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Franska sjónvarpsstöðin TF1 var með fróðlega úttekt fyrir hálfum mánuði á bílum Ferrari og McLaren vegna njósnaumræðunnar. Með grafískum teikningum báru þeir saman það sem skiptir svo miklu máli í bílum; fjöðrunarbúnað, fram og afturvængi, vindskeiðar ýmiss konar og byggingu bílanna.

Niðurstaðan var sú að þessir hlutir voru gjörólíkir að hönnun og virkan. Sem sagt að á silfurörvum McLaren væri ekkert fengið úr Ferraribílunum.

Annars er sama hvernig þetta mál fer, ég held það sé búið að stórskaða formúluna. Því miður, eins og vertíðin hefur annars verið jákvæð.

Ágúst Ásgeirsson, 9.9.2007 kl. 14:57

3 identicon

Sæll Ágúst,

mig langar að benda þér á að fallegri og að mér er sagt réttari þýðing á þýska orðinu Silberpfeile er silfurpíla. Upphaflega þýska orðið kemur m.a. fram á Wikipedia. Þegar búið er að þýða frá þýsku yfir á ensku og þaðan á íslensku hefur réttur skilningur tapast. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. ;) Ég er hins vegar lítill þýskumaður sjálfur.

Ég þakka góð og skemmtileg skrif frá þér.

Ónefndur (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sæll ónefndur og þakka ábendinguna um ör og pílu. Málið er að píla er ör og ör er píla. Þannig að þetta er einn og sami hluturinn í raun. Í leik nokkrum sem pílukast nefnist er örin kölluð píla og er fleygt en ekki skotið af boga.

Þetta er kannski smekksatriði hvort notað er, mér finnst ör fallegra orð og hún fer náttúrulega mun hraðar og lengra en píla í pílukasti. Ég sæki hugmyndina upphaflega í ensku, þar sem talað er um silver arrows um bíla McLaren.

Þakka þér samt enn of aftur, það er alltaf hollt og gott að fá svona ábendingar og vekur mann til umhugsunar. Held ég haldi mig við örvarnar, en aldrei að vita nema ég laumi inn pílu og pílu stundum. 

Ágúst Ásgeirsson, 10.9.2007 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband