Staðfesting.

Hversu ruglað getur fólk verið, og hversu lágt leggst fólk til að vekja athygli á aumum málstað. Þetta er bara staðfesting á því sem ég sagðifyrir nokkrum dögum. Þetta er ruglað lið, sem nær engu fram með þessum fáránlegu aðgerðum. Hvernig væri að reyna að haga sér eins og fullorðið fólk og þá er aldrei að vita nema fólk mundi hlusta á ykkar málstað, ef hann er þá nokkur.

Ruglað lið.....


mbl.is Mótmælum við Grundartanga hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumum málstað ........

Það er gott að vita að þér finnst eitthvað tengt umhverfi og framtíð Islands AUMUR málstaður. Fyrir hvað stendur þú ? Allavega skrifar þú hérna sem sjálfstæðismaður og nú er ég forvitinn ....

með von um svar

Böðvar 

Böðvar (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er rétt hjá þér Böðvar að ég er sjálfstæðismaður og fylgi stefnu míns flokks þegar kemur að umhverfismálum og nýtingu náttúruauðlinda. Þessar virkjanir sem saving Iceland eru að mótmæla eru umhverfisvænar vatnsaflsvirkjanir, og lónin við þær fara yfir land sem að mestu leiti er urð og grjót. Þær hafa skilað miklum peningum í ríkissjóð og við njótum góðs af því. Hvað varðar álverin þá verður fólk að hafa vinnu hér á landi eins og annarsstaðar í heiminum.

Mér finnst það aumur málstaður sem þarf að stiðja með umferðaröngþveiti og götuóeirðum, en samt kemur fólkið ekki því sem það ætlar sér til skila.

Ingólfur H Þorleifsson, 18.7.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Kári Rafn Karlsson

Er nú ekkert að verja þessa vitleysinga þarna, en það gekk alveg hræðilega að manna álverið upp á grundartanga eftir stækkun (og það er enþá frekar erfitt að fá fólk þangað í vinnu). Það er allt yfirfullt af "lýð" þarna og enginn er rekinn því þeir meiga ekki við því að missa fólk. (svona af því að þú sagðir fólk verði að hafa vinnu)

En annars finnst mér þetta þvílík steypa hjá þessum mótmælendum, ég var að vinna þarna í dag og það þurfti að beina allri umferð frá álverinu í gegn um höfnina svo að fólk kæmist heim eftir vinnu. Flott hjá þeim að hafa þessar skoðanir, en þeir eiga ekki að vera að troða þeim upp á annað fólk og þess þá síður að tefja fólk sem vill komast heim úr vinnunni sem fyrst, þetta er bara frekja.

Kári Rafn Karlsson, 18.7.2007 kl. 21:19

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæll Kári

Það gengur ef til vill illa að manna þessi störf í dag enda er atvinnuástand hér með því allra besta sem þekkist í heiminum.  NÚNA.  Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér og það er á ábyrgð stjórnmálamanna að tryggja okkur áframhaldandi hagsæld og tryggt atvinnuástand.  Umhverfissinnar hafa aldrei komið með lausnir en stóriðjan tryggir amk næga atvinnu og skilar peningum í þjóðarbúið.  Menga líka mun minna en þessir umhverfismótmælendur halda fram.

Örvar Þór Kristjánsson, 19.7.2007 kl. 14:44

5 Smámynd: Kári Rafn Karlsson

Ég sé bara ekki alveg pointið í að rembast við að fá fólk í háskóla og skapa svo bara endalausa verkamannavinnu, hvar er allt hátæknidótið sem gefur almennilegan pening af sér. Þessi álver gera ekkert annað en að flytja inn súrál, brenna súrefnið frá með kolum eða "rafgreina" það og eftir stendur svo gott sem hreint ál. Þetta er svo sent út úr landi aftur og unnið frekar ... Ekkert af því að reyna að vera með fjölbreytta atvinnustarfsemi en mér finnst þetta bara vera að setja markið svolíið lágt miðað við hvað væri hægt að gera.

P.S. Þessi skoðun mín á ekkert skylt við umhverfisvernd.

Kári Rafn Karlsson, 20.7.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband