Takk fyrir sumarið.

IMG_0809 Svona er veðrið á Suðureyri kl 6.50 í morgun. Þetta er það sem kallast á íslensku hvítasunnuhret. það er alveg ljóst að ég vildi heldur hafa sól og hita og allt sem því fylgir eins og að slá blettinn, taka út fellihýsið fara í golf og fleira. En sá sem öllu ræður er ekki sammála og vill frekar láta okkur skafa og moka til að komast í vinnuna.IMG_0810 mér finnst þetta ekkert verulega sanngjarnt þegar maður heyrir frá frændum okkar Dönum að þar sé 30 stiga hiti. En samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi þá er von á sumrinu um eða eftir helgina, við bíðum spennt.

 

Í sól og sumar il ég sat einn fagran dag......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingólfur minn- Fáðu bara Palla Önna til að skuttla búslóðinni á Ísafjörð,hér eru flestir að vinna í görðunum sínum,alltaf blíðu veður( eða svo segir Ásthildur) Fullt af húsum bara ganga inn.Svo selur þú Ella húsið þitt á 12 miljónir og kaupir það aftur á 2 m þegar allir stangveiðimennirnir eru króknaðir úr kulda. Málið dautt.

bjarnidyrfjord (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband